Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2019 11:45 Gjörningur Madonnu vakti athygli. Vísir/Getty Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. Víðast hvar er gjörningur Hatara nefndur í kjölfarið á umfjöllun um atriði Madonnu, þar sem einn dansari var með fána Ísrael á bakinu og annar með fána Palestínu. Í umræddu atriði féllust dansararnir í faðma og gengu saman upp stiga á sviðinu. Atriðið endaði á því að Madonna hvíslaði orðin „wake up“ eða vaknið þið og voru orðin einnig birt á stórum skjá fyrir aftan hana.Sjá einnig: Dansari Madonnu skreyttur fána PalestínuMadonna er í forgrunni á vef Jerusalem Post í frétt sem snýst að mestu um Madonnu en þó það að fáni Palestínu hafi tvisvar sinnum stungið upp kollinum í sjónvarpsútsendingu gærkvöldsins. Þá er tekið fram að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hafi tekið fram að báðir gjörningarnir hafi ekki verið samþykktir og að Ísland standi mögulega frammi fyrir refsingu.Haaretz fjallar um að EBU gæti refsað Íslandi fyrir fánana sem þeir sýndu þar sem það brjóti líklegast gegn reglum söngvakeppninnar.Umræddar reglur segja að keppnin leyfi ekki pólitísk skilaboð, samtök, fyrirtæki eða vörur, svo eitthvað sé nefnt, og að brot gegn þessum reglum geti leitt til brottvísunar. Framkvæmdastjórn EBU mun ræða málið. Blaðamenn Haaretz vitna í eldri frétt þeirra um Hatara þar sem haft var eftir meðlimum hljómsveitarinnar að „pólitískur raunveruleiki Ísrael væri andstæður sjálfum sér og fáránlegur. Aðskilnaðarstefna ríkisins væri skýr.Þá er því haldið fram að meðlimir hljómsveitarinnar hafi mótmælt því að halda ætti keppnina í Ísrael en þar sem af því yrði myndu þeir fara þangað og nota tækifærið til að mótmæla stefnu Ísrael gagnvart Palestínu. Haaretz vitnar einnig í yfirlýsingu PCACBI, samtaka sem vilja að Ísrael sé sniðgengið, þar sem meðlimir Hatara voru skammaðir fyrir að hafa mætt yfir höfuð.Sjá einnig: Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í HataraSíðasta frétt Times of Israel um Hatara snýr einmitt sömuleiðis að yfirlýsingu PCACBI.Áður hafði blaðamaður TOI skrifað grein um það hvernig pólitíkinni varðandi Ísrael og Palestínu hafi, að mestu, verið haldið frá stóra sviðinu. Þar er tekið fram að flutningur Hatara hafi gengið vel fyrir sig og án einhvers konar gjörnings. Það hafi þó breyst í stigagjöfinni þegar fánar Palestínu sáust í Græna herberginu. Þá er myndband Einars Hrafns Stefánssonar af öryggisverði taka fána af meðlimum hljómsveitarinnar birt á vef Times of Israel.Sjá einnig: Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“TOI vísar einnig til þeirrar yfirlýsingar EBU um að gjörningurinn gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Ísland þar sem hann hafi farið gegn reglum keppninnar.Israel Hayom tvinnar sömuleiðis saman gjörninga Hatara og Madonnu. Umfjöllun þeirra hefst þó á því að keppnin hafi gengið nánast hnökralaust fyrir sig, þrátt fyrir mótmæli og kröfur um sniðgöngu. Keppnin í ár hafi verið pólitískari en áður. Eurovision Ísrael Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. Víðast hvar er gjörningur Hatara nefndur í kjölfarið á umfjöllun um atriði Madonnu, þar sem einn dansari var með fána Ísrael á bakinu og annar með fána Palestínu. Í umræddu atriði féllust dansararnir í faðma og gengu saman upp stiga á sviðinu. Atriðið endaði á því að Madonna hvíslaði orðin „wake up“ eða vaknið þið og voru orðin einnig birt á stórum skjá fyrir aftan hana.Sjá einnig: Dansari Madonnu skreyttur fána PalestínuMadonna er í forgrunni á vef Jerusalem Post í frétt sem snýst að mestu um Madonnu en þó það að fáni Palestínu hafi tvisvar sinnum stungið upp kollinum í sjónvarpsútsendingu gærkvöldsins. Þá er tekið fram að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hafi tekið fram að báðir gjörningarnir hafi ekki verið samþykktir og að Ísland standi mögulega frammi fyrir refsingu.Haaretz fjallar um að EBU gæti refsað Íslandi fyrir fánana sem þeir sýndu þar sem það brjóti líklegast gegn reglum söngvakeppninnar.Umræddar reglur segja að keppnin leyfi ekki pólitísk skilaboð, samtök, fyrirtæki eða vörur, svo eitthvað sé nefnt, og að brot gegn þessum reglum geti leitt til brottvísunar. Framkvæmdastjórn EBU mun ræða málið. Blaðamenn Haaretz vitna í eldri frétt þeirra um Hatara þar sem haft var eftir meðlimum hljómsveitarinnar að „pólitískur raunveruleiki Ísrael væri andstæður sjálfum sér og fáránlegur. Aðskilnaðarstefna ríkisins væri skýr.Þá er því haldið fram að meðlimir hljómsveitarinnar hafi mótmælt því að halda ætti keppnina í Ísrael en þar sem af því yrði myndu þeir fara þangað og nota tækifærið til að mótmæla stefnu Ísrael gagnvart Palestínu. Haaretz vitnar einnig í yfirlýsingu PCACBI, samtaka sem vilja að Ísrael sé sniðgengið, þar sem meðlimir Hatara voru skammaðir fyrir að hafa mætt yfir höfuð.Sjá einnig: Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í HataraSíðasta frétt Times of Israel um Hatara snýr einmitt sömuleiðis að yfirlýsingu PCACBI.Áður hafði blaðamaður TOI skrifað grein um það hvernig pólitíkinni varðandi Ísrael og Palestínu hafi, að mestu, verið haldið frá stóra sviðinu. Þar er tekið fram að flutningur Hatara hafi gengið vel fyrir sig og án einhvers konar gjörnings. Það hafi þó breyst í stigagjöfinni þegar fánar Palestínu sáust í Græna herberginu. Þá er myndband Einars Hrafns Stefánssonar af öryggisverði taka fána af meðlimum hljómsveitarinnar birt á vef Times of Israel.Sjá einnig: Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“TOI vísar einnig til þeirrar yfirlýsingar EBU um að gjörningurinn gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Ísland þar sem hann hafi farið gegn reglum keppninnar.Israel Hayom tvinnar sömuleiðis saman gjörninga Hatara og Madonnu. Umfjöllun þeirra hefst þó á því að keppnin hafi gengið nánast hnökralaust fyrir sig, þrátt fyrir mótmæli og kröfur um sniðgöngu. Keppnin í ár hafi verið pólitískari en áður.
Eurovision Ísrael Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“