Fótbolti

Krasnodar náði Meistaradeildarsæti | Sandhausen slapp við umspil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Guðni fékk fleiri tækifæri hjá Krasnodar eftir því sem leið á tímabilið.
Jón Guðni fékk fleiri tækifæri hjá Krasnodar eftir því sem leið á tímabilið. vísir/getty
Krasnodar tryggði sér sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili með 0-3 útisigri á Arsenal Tula í næstsíðustu umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í dag.

Jón Guðni Fjóluson kom inn á sem varamaður hjá Krasnodar þegar 13 mínútur voru til leiksloka.

Krasnodar er öruggt með 3. sætið sem gefur þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildarinnar. Liðið getur enn náð 2. sætinu sem gefur sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Sandhausen sem gerði 2-2 jafntefli við Regensburg í lokaumferð þýsku B-deildarinnar. Sandhausen endaði í 15. sæti deildarinnar og slapp við umspil um að halda sér uppi.

Guðlaugur Victor Pálsson lék ekki með Darmstadt sem vann 1-0 sigur á Aue. Darmstadt endaði í 10. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×