Landvernd vill hvorki stærri Keflavíkurflugvöll né fleiri ferðamenn Sighvatur Jónsson skrifar 1. maí 2019 14:30 Landvernd telur ekki rétt að stuðla að frekari fjölgun ferðmanna hér á landi. Frekar þurfi að draga úr flugi vegna mikilla umhverfisáhrifa þess. Fréttablaðið/Anton Brink Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins. Þá hvetur Landvernd ríkisstjórnina til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Á aðalfundi Landverndar í gær lagði stjórn samtakanna fram nokkrar tillögur í umhverfismálum. Fjalla þær meðal annars um verndun víðernis landsins og bann við hvalveiðum. Skorað var á ríkisstjórn Íslands að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, gagnrýnir að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sé hvorki tímasett né magnbundin. Erfitt sé að vinna eftir þannig áætlunum.Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„Við samþykktum líka áætlun um að það yrði ekki farið í stækkun Keflavíkurflugvallar meðal annars með þeim rökum að loftslagsáhrifin eru gífurleg af svoleiðis stækkun. Sú stækkun kostar svakalega fjármuni á meðan aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar, sem á aðallega að fara í kolefnisbindingu en ekki að draga úr losun, er bara fjármögnuð upp á tæpa sjö milljarða á næstu fimm árum. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Auður. Aðspurð um þörf á stærri flugvelli vegna fjölgunar ferðamanna segir Auður þvert á móti að draga þurfi úr flugi, það losi mikið af gróðurhúsalofttegundum. „Við eigum ekki bara að fljóta með varðandi fjölgun ferðamanna. Hingað til lands koma mjög margir ferðamenn og það er engin ástæða til þess að ýta frekar undir þá fjölgun.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umhverfismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins. Þá hvetur Landvernd ríkisstjórnina til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Á aðalfundi Landverndar í gær lagði stjórn samtakanna fram nokkrar tillögur í umhverfismálum. Fjalla þær meðal annars um verndun víðernis landsins og bann við hvalveiðum. Skorað var á ríkisstjórn Íslands að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, gagnrýnir að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sé hvorki tímasett né magnbundin. Erfitt sé að vinna eftir þannig áætlunum.Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„Við samþykktum líka áætlun um að það yrði ekki farið í stækkun Keflavíkurflugvallar meðal annars með þeim rökum að loftslagsáhrifin eru gífurleg af svoleiðis stækkun. Sú stækkun kostar svakalega fjármuni á meðan aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar, sem á aðallega að fara í kolefnisbindingu en ekki að draga úr losun, er bara fjármögnuð upp á tæpa sjö milljarða á næstu fimm árum. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Auður. Aðspurð um þörf á stærri flugvelli vegna fjölgunar ferðamanna segir Auður þvert á móti að draga þurfi úr flugi, það losi mikið af gróðurhúsalofttegundum. „Við eigum ekki bara að fljóta með varðandi fjölgun ferðamanna. Hingað til lands koma mjög margir ferðamenn og það er engin ástæða til þess að ýta frekar undir þá fjölgun.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umhverfismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira