Risaleikir í baráttunni um undanúrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2019 19:30 James Wade getur farið langt með að tryggja undanúrslitasætið með sigri annað kvöld vísir/getty Það fer hver að verða síðastur að tryggja sig inn í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í pílukasti en þriðja síðasta kvöld deildarkeppninnar fer fram annað kvöld. Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina síðustu þrjú ár í röð, fjórum sinnum alls á ferlinum, og hann er efstur í deildinni eftir þrettán umferðir af sextán. Van Gerwen er með eins stigs forskot á Rob Cross á toppi deildarinnar, en tvö stig eru fengin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Fjórir efstu að loknum 16 umferðum fara í undanúrslit. Fjórtánda umferðin fer fram í Manchester Arena annað kvöld. Leikar hefjast með viðureign Rob Cross og Michael Smith, en Smith þarf að vinna þá þrjá leiki sem hann á eftir til þess að eiga einhverja möguleika á að komast í undanúrslitin. Þeir möguleikar eru þó gott sem engir. Peter Wright er í sömu stöðu og Smith, ef hann tapar er ekki lengur möguleiki á að komast áfram. Andstæðingur Wright í Manchester er Mensur Suljovic. Sá er í fimmta sætinu með fimmtán stig, eins og James Wade og Gerwyn Price í þriðja og fjórða sæti. Þeir Wade og Price mætast innbyrðis í Manchester. Wade er með betri „markatölu“ heldur en hans helstu keppniautar Price, Suljovic og Gurney og endar því alltaf efstur ef þeir eru jafnir á stigum. Ef Price vinnur viðureignina gegn Wade opnast baráttan um þriðja og fjórða sætið upp á gátt. Suljovic er talinn vera svartur hestur í baráttunni um úrslitakeppnina. Hann spilaði sitt fyrsta heila tímabil í fyrra og sagði stressið hafa truflað sig þar. Í ár er hann „hundrað prósent betri.“ Daryl Gurney er einu stigi á eftir þremenningunum en hann fær það erfiða verkefni að mæta van Gerwen í Manchester. Eftir að hafa ekki unnið van Gerwen í sautján leikum hefur Gurney unnið síðustu tvo í röð. Hann veit því hvað hann þarf að gera til þess að vinna meistarann, en hvort hann geti gert það í þriðja sinn á eftir að koma í ljós. Úrvalsdeildin í pílu verður áfram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, útsending hefst klukkan 18:00 annað kvöld. Pílukast Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Það fer hver að verða síðastur að tryggja sig inn í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í pílukasti en þriðja síðasta kvöld deildarkeppninnar fer fram annað kvöld. Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina síðustu þrjú ár í röð, fjórum sinnum alls á ferlinum, og hann er efstur í deildinni eftir þrettán umferðir af sextán. Van Gerwen er með eins stigs forskot á Rob Cross á toppi deildarinnar, en tvö stig eru fengin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Fjórir efstu að loknum 16 umferðum fara í undanúrslit. Fjórtánda umferðin fer fram í Manchester Arena annað kvöld. Leikar hefjast með viðureign Rob Cross og Michael Smith, en Smith þarf að vinna þá þrjá leiki sem hann á eftir til þess að eiga einhverja möguleika á að komast í undanúrslitin. Þeir möguleikar eru þó gott sem engir. Peter Wright er í sömu stöðu og Smith, ef hann tapar er ekki lengur möguleiki á að komast áfram. Andstæðingur Wright í Manchester er Mensur Suljovic. Sá er í fimmta sætinu með fimmtán stig, eins og James Wade og Gerwyn Price í þriðja og fjórða sæti. Þeir Wade og Price mætast innbyrðis í Manchester. Wade er með betri „markatölu“ heldur en hans helstu keppniautar Price, Suljovic og Gurney og endar því alltaf efstur ef þeir eru jafnir á stigum. Ef Price vinnur viðureignina gegn Wade opnast baráttan um þriðja og fjórða sætið upp á gátt. Suljovic er talinn vera svartur hestur í baráttunni um úrslitakeppnina. Hann spilaði sitt fyrsta heila tímabil í fyrra og sagði stressið hafa truflað sig þar. Í ár er hann „hundrað prósent betri.“ Daryl Gurney er einu stigi á eftir þremenningunum en hann fær það erfiða verkefni að mæta van Gerwen í Manchester. Eftir að hafa ekki unnið van Gerwen í sautján leikum hefur Gurney unnið síðustu tvo í röð. Hann veit því hvað hann þarf að gera til þess að vinna meistarann, en hvort hann geti gert það í þriðja sinn á eftir að koma í ljós. Úrvalsdeildin í pílu verður áfram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, útsending hefst klukkan 18:00 annað kvöld.
Pílukast Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira