Íslendingar betrumbættu færeyskar náttúruperlur: Vildu læra af biturri reynslu Íslendinga Sylvía Hall skrifar 1. maí 2019 17:45 Bjarni Karlsson og Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir. Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir Færeyingar „lokuðu“ eyjunum dagana 26. til 28. apríl og voru dagarnir nýttir til viðhalds á vinsælum ferðamannastöðum og bauð ferðamálaráð Færeyja 100 erlendum sjálfboðaliðum fría gistingu gegn því að aðstoða. Á meðal þeirra sem aðstoðuðu við viðhaldið voru þau Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir og Bjarni Karlsson en þeim var boðið að taka þátt í verkefninu eftir að hafa sótt um. Bæði hafa þau starfað sem landverðir og höfðu því bæði áhugann og reynsluna sem til þurfti. Í samtali við Vísi segist Hörn hafa fallið fyrir eyjunum strax við komuna. Fólki sé tíðrætt um sterka náttúru Íslands en hún sé ekki síðri í Færeyjum þar sem fjöll og firðir eru sjáanlegir hvert sem farið er. „Landslagið þarna er svo hrikalegt. Það er oft hlegið að því á Íslandi að það sé fáránlegt að fólk hafi búið á Íslandi og að þetta ætti bara að vera veðurathugunarstöð en í Færeyjum eru miklu erfiðari skilyrði,“ segir Hörn. Hörn Halldórudóttir HeiðarsdóttirSáu auglýsingu á Facebook og ákváðu að slá til Hörn og Bjarni ákváðu að sækja um að taka þátt í verkefninu eftir að hafa séð auglýsingu á Facebook þar sem óskað var eftir sjálfboðaliðum. Líkt og áður sagði hafa þau bæði starfað sem landverðir í nokkur sumur og því var þetta kjörið tækifæri fyrir þau. „Við höfðum hvorugt komið til Færeyja áður þannig að þetta var mjög spennandi. Við ákváðum að slá til því okkur fannst þetta einstakt tækifæri og af einhverri ótrúlegri heppni komumst við inn í prógrammið og vorum einu Íslendingarnir.“Hópurinn við Mykinesvita.Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir Eftir komuna til Færeyja var fundað með sjálfboðaliðum og þeim skipt niður á tíu vinsælustu ferðamannastaðina. Hóparnir voru settir saman út frá umsóknum sjálfboðaliðanna til þess að reynsla hvers og eins myndi nýtast sem best og voru Hörn og Bjarni send á eyjuna Mykines.Mykines er vestasta eyja Færeyja, um tíu ferkílómetrar að stærð og þar hafa aðeins tíu manns fasta búsetu. Á eyjunni er að finna lunda- og súluvarp og var unnið að því að leggja stíga út í Mykineshólma til þess að beina ferðamönnum aðrar leiðir en í gegnum varpið. Vitinn er vinsæll áfangastaður ferðamanna.Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir Eftir aukinn ferðamannastraum til Færeyja hefur eyjan verið vinsæll áfangastaður en erfitt er að nálgast hana öðruvísi en með þyrlu þar sem sjóskilyrði þurfa að vera afar góð til siglinga. Þrátt fyrir það er talið að um þrjú hundruð manns heimsæki eyjuna daglega yfir sumartímann og þolir eyjan það illa. Lærðu af reynslu Íslendinga Verkefnið vakti mikla athygli, meðal annars hérlendis, og segir Hörn heimamenn hafa verið mjög hlynnta því enda hefur ferðamannafjöldi aukist um árlega um tíu prósent undanfarin ár. Þeir hafi horft til Íslands og viljað læra af okkar mistökum til þess að hlúa betur að náttúruperlum landsins.Gestir eru beðnir um að sýna fuglavarpinu virðingu og nýta sér þá göngustíga sem eru á svæðinu.Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir „Þau sjá að það er mjög margt sem hefði mátt betur fara á Íslandi. Við höfum ráðið mjög illa við þennan aukna straum ferðamanna af því að við byggðum ekki upp innviðina til þess að taka á móti þeim öllum þannig að núna erum við svolítið að slökkva elda í staðinn fyrir að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir eins og Færeyingar eru að gera núna,“ segir Hörn og bætir við að verkefnið í sjálfu sér sé vitundarvakning. „Þetta verkefni vakti svo mikla athygli víða, meðal annars hjá fólki á Íslandi sem dagsdaglega spáir kannski ekki mikið í þessum málum en það voru allir í kringum mig á þeirri skoðun að það þyrfti að ráðast í svipaðar aðgerðir á Íslandi.“Sterk tenging Íslendinga og Færeyinga Hörn hrósar Færeyingum í hástert og segir kynni þeirra við fólkið þar standa upp úr. Það sé sterk tenging milli þessara þjóða og þeir líti á okkur sem nokkurskonar fyrirmynd. „Við erum með sameiginlega menningararfleið, það eru sömu þjóðsögur, svipaðar sögur og dansar og svo náttúrulega tungumálið,“ segir Hörn og bætir við að samskipti við heimamenn hafi verið auðveld enda tungumálin nokkuð áþekk. „Svo eru þau með ennþá verri mat en við,“ segir Hörn létt að lokum.Tíu manns hafa fasta búsetu á Mykinesi en eyjan hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna.Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Umhverfismál Tengdar fréttir Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Færeyingar „lokuðu“ eyjunum dagana 26. til 28. apríl og voru dagarnir nýttir til viðhalds á vinsælum ferðamannastöðum og bauð ferðamálaráð Færeyja 100 erlendum sjálfboðaliðum fría gistingu gegn því að aðstoða. Á meðal þeirra sem aðstoðuðu við viðhaldið voru þau Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir og Bjarni Karlsson en þeim var boðið að taka þátt í verkefninu eftir að hafa sótt um. Bæði hafa þau starfað sem landverðir og höfðu því bæði áhugann og reynsluna sem til þurfti. Í samtali við Vísi segist Hörn hafa fallið fyrir eyjunum strax við komuna. Fólki sé tíðrætt um sterka náttúru Íslands en hún sé ekki síðri í Færeyjum þar sem fjöll og firðir eru sjáanlegir hvert sem farið er. „Landslagið þarna er svo hrikalegt. Það er oft hlegið að því á Íslandi að það sé fáránlegt að fólk hafi búið á Íslandi og að þetta ætti bara að vera veðurathugunarstöð en í Færeyjum eru miklu erfiðari skilyrði,“ segir Hörn. Hörn Halldórudóttir HeiðarsdóttirSáu auglýsingu á Facebook og ákváðu að slá til Hörn og Bjarni ákváðu að sækja um að taka þátt í verkefninu eftir að hafa séð auglýsingu á Facebook þar sem óskað var eftir sjálfboðaliðum. Líkt og áður sagði hafa þau bæði starfað sem landverðir í nokkur sumur og því var þetta kjörið tækifæri fyrir þau. „Við höfðum hvorugt komið til Færeyja áður þannig að þetta var mjög spennandi. Við ákváðum að slá til því okkur fannst þetta einstakt tækifæri og af einhverri ótrúlegri heppni komumst við inn í prógrammið og vorum einu Íslendingarnir.“Hópurinn við Mykinesvita.Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir Eftir komuna til Færeyja var fundað með sjálfboðaliðum og þeim skipt niður á tíu vinsælustu ferðamannastaðina. Hóparnir voru settir saman út frá umsóknum sjálfboðaliðanna til þess að reynsla hvers og eins myndi nýtast sem best og voru Hörn og Bjarni send á eyjuna Mykines.Mykines er vestasta eyja Færeyja, um tíu ferkílómetrar að stærð og þar hafa aðeins tíu manns fasta búsetu. Á eyjunni er að finna lunda- og súluvarp og var unnið að því að leggja stíga út í Mykineshólma til þess að beina ferðamönnum aðrar leiðir en í gegnum varpið. Vitinn er vinsæll áfangastaður ferðamanna.Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir Eftir aukinn ferðamannastraum til Færeyja hefur eyjan verið vinsæll áfangastaður en erfitt er að nálgast hana öðruvísi en með þyrlu þar sem sjóskilyrði þurfa að vera afar góð til siglinga. Þrátt fyrir það er talið að um þrjú hundruð manns heimsæki eyjuna daglega yfir sumartímann og þolir eyjan það illa. Lærðu af reynslu Íslendinga Verkefnið vakti mikla athygli, meðal annars hérlendis, og segir Hörn heimamenn hafa verið mjög hlynnta því enda hefur ferðamannafjöldi aukist um árlega um tíu prósent undanfarin ár. Þeir hafi horft til Íslands og viljað læra af okkar mistökum til þess að hlúa betur að náttúruperlum landsins.Gestir eru beðnir um að sýna fuglavarpinu virðingu og nýta sér þá göngustíga sem eru á svæðinu.Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir „Þau sjá að það er mjög margt sem hefði mátt betur fara á Íslandi. Við höfum ráðið mjög illa við þennan aukna straum ferðamanna af því að við byggðum ekki upp innviðina til þess að taka á móti þeim öllum þannig að núna erum við svolítið að slökkva elda í staðinn fyrir að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir eins og Færeyingar eru að gera núna,“ segir Hörn og bætir við að verkefnið í sjálfu sér sé vitundarvakning. „Þetta verkefni vakti svo mikla athygli víða, meðal annars hjá fólki á Íslandi sem dagsdaglega spáir kannski ekki mikið í þessum málum en það voru allir í kringum mig á þeirri skoðun að það þyrfti að ráðast í svipaðar aðgerðir á Íslandi.“Sterk tenging Íslendinga og Færeyinga Hörn hrósar Færeyingum í hástert og segir kynni þeirra við fólkið þar standa upp úr. Það sé sterk tenging milli þessara þjóða og þeir líti á okkur sem nokkurskonar fyrirmynd. „Við erum með sameiginlega menningararfleið, það eru sömu þjóðsögur, svipaðar sögur og dansar og svo náttúrulega tungumálið,“ segir Hörn og bætir við að samskipti við heimamenn hafi verið auðveld enda tungumálin nokkuð áþekk. „Svo eru þau með ennþá verri mat en við,“ segir Hörn létt að lokum.Tíu manns hafa fasta búsetu á Mykinesi en eyjan hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna.Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir
Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Umhverfismál Tengdar fréttir Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21