Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2019 06:10 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Vísir/vilhelm Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. Stjórn Isavia veitti forstjóra þess heimild til tveggja milljarða lántöku í upphafi sama mánaðar. Viskiptablaðið greinir frá því í dag að WOW hafi fengið að safna skuld við Isavia „í ljósi vissu um að félagið hefði haldrétt í vél sem WOW hafði á leigu.“ Umfjöllun blaðsins byggir á fundargerðum Isavia, þar sem meðal annars kemur fram að greiðsluáætlun vegna vanskila WOW hafi legið fyrir í lok september á síðasta ári. Hún sýndi fram á að skuldir WOW námu rúmum 500 milljónum króna í júni árið 2018 og höfðu tvöfaldast mánuði síðar. „Af því má ráð að staða WOW hafi verið orðin nokkuð þung áður en skuldabréfaútboð félagsins hófst,“ segir í Viðskiptablaðinu, en WOW safnaði 60 milljónum evra í umræddu útboði. Áætlunin kvað á um að fyrsta greiðslan yrði framkvæmd þann 1. nóvember 2018 og sú síðasta ári síðar. Fyrstu sjö mánuðina skyldi WOW greiða 30 milljónir mánaðarlega, auk vaxta, en frá og með júní 2019 myndi mánaðargreiðslan nema 145 milljónum. Ársvextir voru 9 prósent. Í Viðskiptablaðinu segir jafnframt að á stjórnarfundi ISAVIA, mánuði áður en greint var frá fyrrnefndu útboði WOW, hafi verið samþykkt heimild til að taka tveggja milljarða króna „rekstrarlánalínu og/eða yfirdráttarlán." Tilefni lántökunnar er hins vegar ekki tilgreind í fundargerðinni. Haft er eftir Oddi Ástráðssyni, lögmanni leigusala WOW, að hann telji mögulegt að heimfæra fyrirgreiðslu stjórnenda Isavia til WOW undir umboðssvik. Isavia hafi farið langt út fyrir umboð sitt með endurgreiðslusamkomulagi sínu við WOW. Tjón Air Lease Corporation (ALC) af kyrrsetningu Isavia á vél WOW í eigu ALC nemi tugum milljóna á mánuði. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. 1. maí 2019 07:15 Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30 Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotu í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. 26. apríl 2019 15:23 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. Stjórn Isavia veitti forstjóra þess heimild til tveggja milljarða lántöku í upphafi sama mánaðar. Viskiptablaðið greinir frá því í dag að WOW hafi fengið að safna skuld við Isavia „í ljósi vissu um að félagið hefði haldrétt í vél sem WOW hafði á leigu.“ Umfjöllun blaðsins byggir á fundargerðum Isavia, þar sem meðal annars kemur fram að greiðsluáætlun vegna vanskila WOW hafi legið fyrir í lok september á síðasta ári. Hún sýndi fram á að skuldir WOW námu rúmum 500 milljónum króna í júni árið 2018 og höfðu tvöfaldast mánuði síðar. „Af því má ráð að staða WOW hafi verið orðin nokkuð þung áður en skuldabréfaútboð félagsins hófst,“ segir í Viðskiptablaðinu, en WOW safnaði 60 milljónum evra í umræddu útboði. Áætlunin kvað á um að fyrsta greiðslan yrði framkvæmd þann 1. nóvember 2018 og sú síðasta ári síðar. Fyrstu sjö mánuðina skyldi WOW greiða 30 milljónir mánaðarlega, auk vaxta, en frá og með júní 2019 myndi mánaðargreiðslan nema 145 milljónum. Ársvextir voru 9 prósent. Í Viðskiptablaðinu segir jafnframt að á stjórnarfundi ISAVIA, mánuði áður en greint var frá fyrrnefndu útboði WOW, hafi verið samþykkt heimild til að taka tveggja milljarða króna „rekstrarlánalínu og/eða yfirdráttarlán." Tilefni lántökunnar er hins vegar ekki tilgreind í fundargerðinni. Haft er eftir Oddi Ástráðssyni, lögmanni leigusala WOW, að hann telji mögulegt að heimfæra fyrirgreiðslu stjórnenda Isavia til WOW undir umboðssvik. Isavia hafi farið langt út fyrir umboð sitt með endurgreiðslusamkomulagi sínu við WOW. Tjón Air Lease Corporation (ALC) af kyrrsetningu Isavia á vél WOW í eigu ALC nemi tugum milljóna á mánuði.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. 1. maí 2019 07:15 Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30 Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotu í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. 26. apríl 2019 15:23 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. 1. maí 2019 07:15
Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30
Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotu í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. 26. apríl 2019 15:23