505 mánaða bið gæti endað í Seljaskólanum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 13:30 Matthías Orri Sigurðarson fagnar Sigurkarli Jóhannssyni eftir að sá síðarnefndi skoraði sigurkörfuna í leik þrjú. Vísir/Vilhelm Laugardaginn 26. mars 1977 tryggðu ÍR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fimmtánda sinn. Þá voru „bara“ 23 ár liðin frá því að sjá fyrsti kom í hús vorið 1954. Síðan eru liðin 42 ár en Íslandsmeistaratitlarnir hjá ÍR-liðinu eru enn bara fimmtán talsins. 505 mánaða bið ÍR-inga gæti aftur á móti loksins verið á enda í kvöld þegar ÍR-liðið tekur á móti KR í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino´s deildar karla. ÍR er 2-1 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meira en fjóra áratugi. ÍR hélt upp á 70 ára afmælið sitt fimmtán dögum áður en fimmtándi Íslandsmeistaratitilinn vannst í mars 1977 og var því um úrvals afmælisgjöf að ræða. ÍR varð 112 ára 11. mars síðastliðinn. Síðasti þjálfarinn til að gera ÍR að Íslandsmeisturum var Þorsteinn Hallgrímsson sem var spilandi þjálfari liðsins veturinn 1976-77. Hann vann þá sinn níunda Íslandsmeistaratitil og lagði skóna á hilluna eftir tímabilið. Þorsteinn hafði einnig orðið fjórum sinnum danskur meistari og vann því þrettán meistaratitla á átján tímabilum á Íslandi og í Danmörku. Besti leikmaður ÍR á síðasta meistaratímabili félagsins var án efa Kristinn Jörundsson sem var kosinn besti leikmaður tímabilsins. Hann skoraði meðal annars 35 stig í leiknum þegar ÍR-liðið tryggði sér endanlega titilinn. Í ÍR-liðinu var einnig Agnar Friðriksson sem þá varð Íslandsmeistari í tíunda skiptið sem ÍR sem er árangur sem aðeins einn karlmaður hefur jafnað (Teitur Örlygsson) en enginn slegið. Fjórði leikur ÍR og KR hefst klukkan 20.00 í kvöld í Hertz Hellinum í Seljaskóli en útsending Domino´s Körfuboltakvölds byrjar 19.15. Eftir leikinn og í hálfleik munu strákarnir í Körfuboltakvöldi síðan fara yfir gang mála.Lengsta bið starfandi félaga eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta karla: 43 ár - Ármann (1976-)42 ár - ÍR (1977-) 36 ár - Valur (1983-) 31 ár - Haukar (1988-) 13 ár - Njarðvík (2006-) 11 ár - Keflavík (2008-) 9 ár - Snæfell (2010-) 6 ár - Grindavík (2013-) - ÍKF (61 ár) og ÍS (60 ár) hafa einnig unnið Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta Dominos-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Laugardaginn 26. mars 1977 tryggðu ÍR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fimmtánda sinn. Þá voru „bara“ 23 ár liðin frá því að sjá fyrsti kom í hús vorið 1954. Síðan eru liðin 42 ár en Íslandsmeistaratitlarnir hjá ÍR-liðinu eru enn bara fimmtán talsins. 505 mánaða bið ÍR-inga gæti aftur á móti loksins verið á enda í kvöld þegar ÍR-liðið tekur á móti KR í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino´s deildar karla. ÍR er 2-1 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meira en fjóra áratugi. ÍR hélt upp á 70 ára afmælið sitt fimmtán dögum áður en fimmtándi Íslandsmeistaratitilinn vannst í mars 1977 og var því um úrvals afmælisgjöf að ræða. ÍR varð 112 ára 11. mars síðastliðinn. Síðasti þjálfarinn til að gera ÍR að Íslandsmeisturum var Þorsteinn Hallgrímsson sem var spilandi þjálfari liðsins veturinn 1976-77. Hann vann þá sinn níunda Íslandsmeistaratitil og lagði skóna á hilluna eftir tímabilið. Þorsteinn hafði einnig orðið fjórum sinnum danskur meistari og vann því þrettán meistaratitla á átján tímabilum á Íslandi og í Danmörku. Besti leikmaður ÍR á síðasta meistaratímabili félagsins var án efa Kristinn Jörundsson sem var kosinn besti leikmaður tímabilsins. Hann skoraði meðal annars 35 stig í leiknum þegar ÍR-liðið tryggði sér endanlega titilinn. Í ÍR-liðinu var einnig Agnar Friðriksson sem þá varð Íslandsmeistari í tíunda skiptið sem ÍR sem er árangur sem aðeins einn karlmaður hefur jafnað (Teitur Örlygsson) en enginn slegið. Fjórði leikur ÍR og KR hefst klukkan 20.00 í kvöld í Hertz Hellinum í Seljaskóli en útsending Domino´s Körfuboltakvölds byrjar 19.15. Eftir leikinn og í hálfleik munu strákarnir í Körfuboltakvöldi síðan fara yfir gang mála.Lengsta bið starfandi félaga eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta karla: 43 ár - Ármann (1976-)42 ár - ÍR (1977-) 36 ár - Valur (1983-) 31 ár - Haukar (1988-) 13 ár - Njarðvík (2006-) 11 ár - Keflavík (2008-) 9 ár - Snæfell (2010-) 6 ár - Grindavík (2013-) - ÍKF (61 ár) og ÍS (60 ár) hafa einnig unnið Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta
Dominos-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira