Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. maí 2019 14:57 Ágúst Ólafur Ólafsson þingmaður. Fréttablaðið/Anton Brink Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vildi að þessu sinni ekki veita viðtal vegna málsins. DV greindi fyrst frá þessu. Ágúst Ólafur sneri aftur til starfa eftir að hafa tekið sér fimm mánaða leyfi frá þingstörfum. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem hann hitti á bar síðastliðið sumar en hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Fyrir tveimur dögum boðaði hann komu sína á ný og bað um annað tækifæri. Í færslu sem hann birti á Facebook sagðist hann eiga SÁÁ margt að þakka í baráttu hans við áfengisvanda. „Ég hef þurft að horfast í augu við líf mitt, viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og vera tilbúinn að þiggja aðstoð annarra. Hjá SÁÁ hefur mér opnast nýr heimur. Markmið þeirra sem leita sér aðstoðar er að verða betri samferðarmenn fyrir sína nánustu og samfélagið allt. Hinni eiginlegu meðferð er nú lokið þótt verkefninu ljúki vissulega aldrei,“ skrifaði Ágúst Ólafur. Í samtali við fréttastofu segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, að það hefði spurst út að hann bæri þær vonir til Ágústar að hann segði af sér varaformennsku. Það teldi hann eðlilegt í ljósi þess að hann hefði gert sömu kröfur til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, varðandi trúnaðarstörf í umhverfis- og samgöngunefnd eftir ósæmilegt tal hans á Klaustur bar.Sjá nánar: Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis-og samgöngunefndar Björn Leví segir að Ágúst Ólafur hefði tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. Birni finnst ákvörðunin vera rétt á þeim forsendum að hún væri liður í því að ávinna sér traust. „Þegar maður biður um annað tækifæri gengur maður ekki beint inn í trúnaðarstöðu, Maður vinnur sér inn traust að komast í trúnaðarstöðu. Það var út frá þeim forsendum sem mér hefði fundist það eðlilegt og vildi bara að gefa honum tækifæri að taka það skref sjálfur.“ Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Einar Kárason ílengist þinginu. 8. febrúar 2019 13:27 Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vildi að þessu sinni ekki veita viðtal vegna málsins. DV greindi fyrst frá þessu. Ágúst Ólafur sneri aftur til starfa eftir að hafa tekið sér fimm mánaða leyfi frá þingstörfum. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem hann hitti á bar síðastliðið sumar en hann hlaut áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Fyrir tveimur dögum boðaði hann komu sína á ný og bað um annað tækifæri. Í færslu sem hann birti á Facebook sagðist hann eiga SÁÁ margt að þakka í baráttu hans við áfengisvanda. „Ég hef þurft að horfast í augu við líf mitt, viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og vera tilbúinn að þiggja aðstoð annarra. Hjá SÁÁ hefur mér opnast nýr heimur. Markmið þeirra sem leita sér aðstoðar er að verða betri samferðarmenn fyrir sína nánustu og samfélagið allt. Hinni eiginlegu meðferð er nú lokið þótt verkefninu ljúki vissulega aldrei,“ skrifaði Ágúst Ólafur. Í samtali við fréttastofu segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, að það hefði spurst út að hann bæri þær vonir til Ágústar að hann segði af sér varaformennsku. Það teldi hann eðlilegt í ljósi þess að hann hefði gert sömu kröfur til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, varðandi trúnaðarstörf í umhverfis- og samgöngunefnd eftir ósæmilegt tal hans á Klaustur bar.Sjá nánar: Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis-og samgöngunefndar Björn Leví segir að Ágúst Ólafur hefði tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. Birni finnst ákvörðunin vera rétt á þeim forsendum að hún væri liður í því að ávinna sér traust. „Þegar maður biður um annað tækifæri gengur maður ekki beint inn í trúnaðarstöðu, Maður vinnur sér inn traust að komast í trúnaðarstöðu. Það var út frá þeim forsendum sem mér hefði fundist það eðlilegt og vildi bara að gefa honum tækifæri að taka það skref sjálfur.“
Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Einar Kárason ílengist þinginu. 8. febrúar 2019 13:27 Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Einar Kárason ílengist þinginu. 8. febrúar 2019 13:27
Ágúst Ólafur boðar endurkomu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, ætlar sér að mæta aftur til starfa í þinghúsið. 30. apríl 2019 14:16
Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05