Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, er talin ætla að tilkynna um breytingar á ráðherraliði ríkisstjórnar hennar í dag. Norska ríkisútvarpið segir að Sylvi Listhaug, varaformaður Framfaraflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem hrökklaðist úr embætti í fyrra komi aftur inn í ríkisstjórnina sem ráðherra lýðheilsu og málefna eldri borgara.
Búist er við því að nýi ráðherrahópurinn verði kynntur eftir ríkisráðsfund klukkan 11:15 að norskum tíma, klukkan 9:15 að íslenskum tíma.
Listhaug var ráðherra frá 2013 til 2018, síðast sem dómsmálaráðherra. Hún sagði af sér í mars í fyrra eftir að hún hafði sakað Verkamannaflokkinn um að taka hagsmuni hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi í færslu á Facebook.
Þingmenn Verkamannaflokksins höfðu greitt atkvæði gegn frumvarpi Listhaug um að svipta grunaða hryðjuverkamenn ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Félagar í Verkamannaflokknum voru fórnarlamb versta hryðjuverks í sögu Noregs árið 2011.
Ráðherra sem sagði af sér snýr aftur í ríkisstjórn Solberg
Tengdar fréttir
Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum
Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi.
Solberg kynnti nýjan dómsmálaráðherra í kjölfar hneykslismáls
Nýr dómsmálaráðherra er hinn fertugi Jøran Kallmyr frá Framfaraflokknum.
Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann
Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins.
Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér
Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs.