Akurey í Kollafirði friðlýst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2019 10:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirritar friðlýsinguna á bak umhverfisráðherra. Í baksýn má sjá Akrafjallið og Akranes auk þess sem glittir í Akurey. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði sem friðland. Verndargildi eyjunnar er ekki síst fólgið í mikilvægi hennar sem sjófuglabyggðar. Friðlýsing Akureyjar er hluti af friðlýsingarátaki sem Guðmundur Ingi ýtti úr vör á síðasta ári og er sú fyrsta sem er undirrituð undir merkjum þess. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Samhliða friðlýsingunni undirritaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfirlýsingu um samþykki landeiganda fyrir friðlýsingunni, en eyjan er í eigu Reykjavíkurborgar. Í Akurey verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi, sílamáfur, æðarfugl og teista, og er lundi langalgengastur. Eyjan flokkast því sem alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð. Markmiðið með friðlýsingunni er því að vernda þetta mikilvæga búsvæði fugla, og sér í lagi varpstöð lunda sem er á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fuglategundir sem teljast í bráðri hættu. Akurey er lág og vel gróin eyja í Kollafirði, um 6,6 hektarar að stærð, norðaustan við Seltjarnarnes. Hið friðlýsta svæði er þó mun stærra eða 207 hektarar að stærð þar sem markmiðið með friðlýsingunni er að vernda lífríki í fjöru, á grunnsævi og hafsbotninum umhverfis eyna. Teymi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Unnið er að friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar, svæða á náttúruverndaráætlunum og svæða sem eru undir álagi ferðamanna, auk annarra friðlýsinga. „Lundinn er tegund sem er í bráðri útrýmingarhættu hér á landi. Það er þess vegna brýnt að við verndum búsvæði hans og friðlýsing Akureyjar er liður í því,“ segir Guðmundur Ingi. „Friðlýsingahjólin eru farin að snúast og ánægjulegt að fyrsta friðlýsingin sem lýkur í yfirstandandi átaki stjórnvalda skuli einmitt stuðla að vernd þessarar mikilvægu fuglategundar, sem má kannski segja að sé orðin ákveðinn einkennisfugl landsins. Með friðlýsingunni verndum við líka búsvæði teistu og æðar sem einnig eru á válista.“ Við ákvörðun um friðlýsinguna var höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf. Dýr Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði sem friðland. Verndargildi eyjunnar er ekki síst fólgið í mikilvægi hennar sem sjófuglabyggðar. Friðlýsing Akureyjar er hluti af friðlýsingarátaki sem Guðmundur Ingi ýtti úr vör á síðasta ári og er sú fyrsta sem er undirrituð undir merkjum þess. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Samhliða friðlýsingunni undirritaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfirlýsingu um samþykki landeiganda fyrir friðlýsingunni, en eyjan er í eigu Reykjavíkurborgar. Í Akurey verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi, sílamáfur, æðarfugl og teista, og er lundi langalgengastur. Eyjan flokkast því sem alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð. Markmiðið með friðlýsingunni er því að vernda þetta mikilvæga búsvæði fugla, og sér í lagi varpstöð lunda sem er á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fuglategundir sem teljast í bráðri hættu. Akurey er lág og vel gróin eyja í Kollafirði, um 6,6 hektarar að stærð, norðaustan við Seltjarnarnes. Hið friðlýsta svæði er þó mun stærra eða 207 hektarar að stærð þar sem markmiðið með friðlýsingunni er að vernda lífríki í fjöru, á grunnsævi og hafsbotninum umhverfis eyna. Teymi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Unnið er að friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar, svæða á náttúruverndaráætlunum og svæða sem eru undir álagi ferðamanna, auk annarra friðlýsinga. „Lundinn er tegund sem er í bráðri útrýmingarhættu hér á landi. Það er þess vegna brýnt að við verndum búsvæði hans og friðlýsing Akureyjar er liður í því,“ segir Guðmundur Ingi. „Friðlýsingahjólin eru farin að snúast og ánægjulegt að fyrsta friðlýsingin sem lýkur í yfirstandandi átaki stjórnvalda skuli einmitt stuðla að vernd þessarar mikilvægu fuglategundar, sem má kannski segja að sé orðin ákveðinn einkennisfugl landsins. Með friðlýsingunni verndum við líka búsvæði teistu og æðar sem einnig eru á válista.“ Við ákvörðun um friðlýsinguna var höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf.
Dýr Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira