Veitingasala IKEA fulltrúi Íslands í norrænni matarkeppni Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2019 11:21 Veitingasala IKEA í Garðabæ er meðal söluhæstu veitingastaða landsins. FBL/Eyþór Norrænu Emblu-matarverðlaunin, sem ætlað er að hampa norrænni matarmenningu, verða veitt í Reykjavík 1. júní næstkomandi. Búið er að velja þá sjö keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum. Fram kemur í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, sem sjá um framkvæmd Embluverðlaunanna í ár, að alls hafi 320 tilnefningar borist frá öllum Norðurlöndunum, þar af 50 frá Íslandi. Þau sem tilnefnd eru til Embluverðlaunanna fyrir Íslands hönd eru eftirfarandi:Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019Rjómabúið á Erpsstöðum. Erpsstaðabúið framleiðir mjólk og fjölbreyttar mjólkurvörur sem seldar eru beint frá býli. Ostur, ekta skyr og ljúffengur rjómaís er þar á boðstólum ásamt fleiru. Sjá: FacebookHráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019Vogafjós / Vogabúið í Mývatnssveit. Fyrirmyndarbú þar sem íslenskar matarhefðir eru í hávegum hafðar í ferðaþjónustu. Sjá: www.vogafjos.isGísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður er tilnefndur sem matarblaðamaður Norðurlanda árið 2019.Embluverðlaun fyrir mat fyrir marga 2019Veitingadeild IKEA í Garðabæ. IKEA á Íslandi hefur náð einstökum árangri í sölu á matvælum og er nú svo komið að veitingastaður IKEA í Garðabæ er fjölsóttasti veitingastaður landsins. Sjá: www.ikea.is/veitingasvidMiðlun um mat / Matarblaðamaður Norðurlanda 2019Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður. Gísli er óþreytandi við að boða fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. Sjá: www.gislimatt.isMataráfangastaður Norðurlanda 2019Traustholtshólmi í Þjórsá. Ævintýralegur áfangastaður þar sem Hákon Kjalar Hjördísarson hefur skapað einstakt umhverfi og boðið upp á fyrsta flokks matarupplifun. Sjá: www.thh.isMatvælafrumkvöðull Norðurlanda 2019Íslensk hollusta. Fyrirtæki sem hefur framleitt fjölbreyttar vörur úr íslenskri náttúru og getið sér gott orð í matvælageiranum. Krydd, sultur, þang, ber, vín og ýmsar sérvörur eru meðal afurða Íslenskrar hollustu. Sjá: www.islenskhollusta.isEmbluverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2019Matartíminn er vörumerki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna. Fyrirtækið hefur náð eftirtektarverðum árangri við að auka hlut íslenskra búvara í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Sjá: www.matartiminn.isFulltrúar frá öllum Norðurlöndunum munu koma saman í lok maí og dómnefnir velja sigurvegarana. Í dómnefnd Embluverðlaunanna sitja fyrir Íslands hönd þau Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtakanna, Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands og Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu. Upplýsingar um öll þau sem eru tilnefnd eru aðgengilegar á vefsíðunni www.emblafoodawards.com IKEA Matur Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Norrænu Emblu-matarverðlaunin, sem ætlað er að hampa norrænni matarmenningu, verða veitt í Reykjavík 1. júní næstkomandi. Búið er að velja þá sjö keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum. Fram kemur í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, sem sjá um framkvæmd Embluverðlaunanna í ár, að alls hafi 320 tilnefningar borist frá öllum Norðurlöndunum, þar af 50 frá Íslandi. Þau sem tilnefnd eru til Embluverðlaunanna fyrir Íslands hönd eru eftirfarandi:Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019Rjómabúið á Erpsstöðum. Erpsstaðabúið framleiðir mjólk og fjölbreyttar mjólkurvörur sem seldar eru beint frá býli. Ostur, ekta skyr og ljúffengur rjómaís er þar á boðstólum ásamt fleiru. Sjá: FacebookHráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019Vogafjós / Vogabúið í Mývatnssveit. Fyrirmyndarbú þar sem íslenskar matarhefðir eru í hávegum hafðar í ferðaþjónustu. Sjá: www.vogafjos.isGísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður er tilnefndur sem matarblaðamaður Norðurlanda árið 2019.Embluverðlaun fyrir mat fyrir marga 2019Veitingadeild IKEA í Garðabæ. IKEA á Íslandi hefur náð einstökum árangri í sölu á matvælum og er nú svo komið að veitingastaður IKEA í Garðabæ er fjölsóttasti veitingastaður landsins. Sjá: www.ikea.is/veitingasvidMiðlun um mat / Matarblaðamaður Norðurlanda 2019Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður. Gísli er óþreytandi við að boða fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. Sjá: www.gislimatt.isMataráfangastaður Norðurlanda 2019Traustholtshólmi í Þjórsá. Ævintýralegur áfangastaður þar sem Hákon Kjalar Hjördísarson hefur skapað einstakt umhverfi og boðið upp á fyrsta flokks matarupplifun. Sjá: www.thh.isMatvælafrumkvöðull Norðurlanda 2019Íslensk hollusta. Fyrirtæki sem hefur framleitt fjölbreyttar vörur úr íslenskri náttúru og getið sér gott orð í matvælageiranum. Krydd, sultur, þang, ber, vín og ýmsar sérvörur eru meðal afurða Íslenskrar hollustu. Sjá: www.islenskhollusta.isEmbluverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2019Matartíminn er vörumerki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna. Fyrirtækið hefur náð eftirtektarverðum árangri við að auka hlut íslenskra búvara í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Sjá: www.matartiminn.isFulltrúar frá öllum Norðurlöndunum munu koma saman í lok maí og dómnefnir velja sigurvegarana. Í dómnefnd Embluverðlaunanna sitja fyrir Íslands hönd þau Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtakanna, Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands og Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu. Upplýsingar um öll þau sem eru tilnefnd eru aðgengilegar á vefsíðunni www.emblafoodawards.com
IKEA Matur Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira