Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. maí 2019 14:06 Valur Lýðsson (t.h.) í Héraðsdómi Suðurlands ásamt lögmanni sínum. Vísir/vilhelm Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum, ekki fyrir manndráp heldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem flutti málið í héraði, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Ragnari við aðalmeðferð málsins í héraði. Helgi Magnús Gunnarsson, sem flutti málið í Landsrétti, krafðist þyngingar refsingar þegar málið var flutt á dögunum. Athygli vakti við meðferð málsins fyrir Landsrétti að Valur Lýðsson kaus að tjá sig ekki. Hann bar við minnisleysi þegar málið var til meðferðar í héraðsdómi en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz hefur lýst því við meðferð málsins á báðum dómstigum hvernig ofsafengin árás á Ragnar hefði leitt til fjölmargra áverka á bæði andliti Ragnars og höfði. Ljóst væri að einhver klæddur í sokka hefði stappað á höfði Ragnars meðan hann lá á gólfinu. Sitt sýndist hverjum um sjö ára dóminn í héraði. Sagði Guðni Lýðsson, hálfbróðir þeirra Vals og Ragnars, dóminn of vægan því menn ætti að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik væri að ræða. Fjórum börnum Ragnars heitins voru í héraðsdómi dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Bæturnar voru staðfestar í Landsrétti auk þess Valur þarf að greiða hverju og einu 200 þúsund krónur í málskostnað. Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum, ekki fyrir manndráp heldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem flutti málið í héraði, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Ragnari við aðalmeðferð málsins í héraði. Helgi Magnús Gunnarsson, sem flutti málið í Landsrétti, krafðist þyngingar refsingar þegar málið var flutt á dögunum. Athygli vakti við meðferð málsins fyrir Landsrétti að Valur Lýðsson kaus að tjá sig ekki. Hann bar við minnisleysi þegar málið var til meðferðar í héraðsdómi en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz hefur lýst því við meðferð málsins á báðum dómstigum hvernig ofsafengin árás á Ragnar hefði leitt til fjölmargra áverka á bæði andliti Ragnars og höfði. Ljóst væri að einhver klæddur í sokka hefði stappað á höfði Ragnars meðan hann lá á gólfinu. Sitt sýndist hverjum um sjö ára dóminn í héraði. Sagði Guðni Lýðsson, hálfbróðir þeirra Vals og Ragnars, dóminn of vægan því menn ætti að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik væri að ræða. Fjórum börnum Ragnars heitins voru í héraðsdómi dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Bæturnar voru staðfestar í Landsrétti auk þess Valur þarf að greiða hverju og einu 200 þúsund krónur í málskostnað.
Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira