Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. maí 2019 14:06 Valur Lýðsson (t.h.) í Héraðsdómi Suðurlands ásamt lögmanni sínum. Vísir/vilhelm Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum, ekki fyrir manndráp heldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem flutti málið í héraði, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Ragnari við aðalmeðferð málsins í héraði. Helgi Magnús Gunnarsson, sem flutti málið í Landsrétti, krafðist þyngingar refsingar þegar málið var flutt á dögunum. Athygli vakti við meðferð málsins fyrir Landsrétti að Valur Lýðsson kaus að tjá sig ekki. Hann bar við minnisleysi þegar málið var til meðferðar í héraðsdómi en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz hefur lýst því við meðferð málsins á báðum dómstigum hvernig ofsafengin árás á Ragnar hefði leitt til fjölmargra áverka á bæði andliti Ragnars og höfði. Ljóst væri að einhver klæddur í sokka hefði stappað á höfði Ragnars meðan hann lá á gólfinu. Sitt sýndist hverjum um sjö ára dóminn í héraði. Sagði Guðni Lýðsson, hálfbróðir þeirra Vals og Ragnars, dóminn of vægan því menn ætti að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik væri að ræða. Fjórum börnum Ragnars heitins voru í héraðsdómi dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Bæturnar voru staðfestar í Landsrétti auk þess Valur þarf að greiða hverju og einu 200 þúsund krónur í málskostnað. Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum, ekki fyrir manndráp heldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem flutti málið í héraði, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Ragnari við aðalmeðferð málsins í héraði. Helgi Magnús Gunnarsson, sem flutti málið í Landsrétti, krafðist þyngingar refsingar þegar málið var flutt á dögunum. Athygli vakti við meðferð málsins fyrir Landsrétti að Valur Lýðsson kaus að tjá sig ekki. Hann bar við minnisleysi þegar málið var til meðferðar í héraðsdómi en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz hefur lýst því við meðferð málsins á báðum dómstigum hvernig ofsafengin árás á Ragnar hefði leitt til fjölmargra áverka á bæði andliti Ragnars og höfði. Ljóst væri að einhver klæddur í sokka hefði stappað á höfði Ragnars meðan hann lá á gólfinu. Sitt sýndist hverjum um sjö ára dóminn í héraði. Sagði Guðni Lýðsson, hálfbróðir þeirra Vals og Ragnars, dóminn of vægan því menn ætti að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik væri að ræða. Fjórum börnum Ragnars heitins voru í héraðsdómi dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Bæturnar voru staðfestar í Landsrétti auk þess Valur þarf að greiða hverju og einu 200 þúsund krónur í málskostnað.
Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira