Hömlulaus og ofsafengin atlaga að bróður sem mátti sín lítils Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2019 14:47 Frá Gýgjarhóli þar sem harmleikurinn varð 31. mars þegar Valur varð valdur að dauða Ragnars bróður síns. Vísir/Magnús Hlynur Atlaga Vals Lýðssonar að bróður sínum Ragnari var svo ofsafengin að honum hlaut að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Af þeim sökum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Landsrétti í dag en hann hafði áður verið dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Í niðurstöðu Landsréttar segir að árás Vals hafi verið hömlulaus og ásetningur verið klár. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan tvö í dag. Í niðurstöðu Landsréttar segir að ljóst sé að Valur hafi veist að Ragnari með mörgum, þungum hnefahöggum og spörkum. Hann hafi ekki látið af atlögunni þótt Ragnari félli í gólfið og gæti sér þar litla eða enga björg veitt. Þótt gögn málsins beri með sér að einhver átök hafi verið á milli bræðranna þykir Landsrétti ljóst að Valur hafði þar algjöra yfirburði og hlaut aðeins smávægilega áverka af. „Af niðurstöðum krufningar og blóðferlagreiningar verður ráðið að ákærði hafi veitt (Ragnari) högg eða spörk í höfuðið þar sem hann var í álútri stöðu eða kominn niður á hnén og sparkað eða stappað á höfði hans og líkama þar sem hann lá í gólfinu,“ segir í dómi Landsréttar. Ragnar lést af völdum höfuðáverka en áverkar í brjóst- og kviðarholi voru einnig banvænir. Samkvæmt vitnisburði Sebastian Kuntz réttarmeinafræðings voru þeir áverkar veittir Ragnari þegar hann var orðinn meðvitundarlítill eða meðvitundarlaus vegna höfuðhögga, jafnvel að honum látnum. Var Valur dæmdur til að greiða börnum Ragnars þrjár milljónir króna hverju í miskabætur og sömuleiðis 200 þúsund krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. 3. maí 2019 14:06 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Atlaga Vals Lýðssonar að bróður sínum Ragnari var svo ofsafengin að honum hlaut að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Af þeim sökum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Landsrétti í dag en hann hafði áður verið dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Í niðurstöðu Landsréttar segir að árás Vals hafi verið hömlulaus og ásetningur verið klár. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan tvö í dag. Í niðurstöðu Landsréttar segir að ljóst sé að Valur hafi veist að Ragnari með mörgum, þungum hnefahöggum og spörkum. Hann hafi ekki látið af atlögunni þótt Ragnari félli í gólfið og gæti sér þar litla eða enga björg veitt. Þótt gögn málsins beri með sér að einhver átök hafi verið á milli bræðranna þykir Landsrétti ljóst að Valur hafði þar algjöra yfirburði og hlaut aðeins smávægilega áverka af. „Af niðurstöðum krufningar og blóðferlagreiningar verður ráðið að ákærði hafi veitt (Ragnari) högg eða spörk í höfuðið þar sem hann var í álútri stöðu eða kominn niður á hnén og sparkað eða stappað á höfði hans og líkama þar sem hann lá í gólfinu,“ segir í dómi Landsréttar. Ragnar lést af völdum höfuðáverka en áverkar í brjóst- og kviðarholi voru einnig banvænir. Samkvæmt vitnisburði Sebastian Kuntz réttarmeinafræðings voru þeir áverkar veittir Ragnari þegar hann var orðinn meðvitundarlítill eða meðvitundarlaus vegna höfuðhögga, jafnvel að honum látnum. Var Valur dæmdur til að greiða börnum Ragnars þrjár milljónir króna hverju í miskabætur og sömuleiðis 200 þúsund krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.
Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. 3. maí 2019 14:06 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. 3. maí 2019 14:06
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent