Hömlulaus og ofsafengin atlaga að bróður sem mátti sín lítils Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2019 14:47 Frá Gýgjarhóli þar sem harmleikurinn varð 31. mars þegar Valur varð valdur að dauða Ragnars bróður síns. Vísir/Magnús Hlynur Atlaga Vals Lýðssonar að bróður sínum Ragnari var svo ofsafengin að honum hlaut að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Af þeim sökum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Landsrétti í dag en hann hafði áður verið dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Í niðurstöðu Landsréttar segir að árás Vals hafi verið hömlulaus og ásetningur verið klár. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan tvö í dag. Í niðurstöðu Landsréttar segir að ljóst sé að Valur hafi veist að Ragnari með mörgum, þungum hnefahöggum og spörkum. Hann hafi ekki látið af atlögunni þótt Ragnari félli í gólfið og gæti sér þar litla eða enga björg veitt. Þótt gögn málsins beri með sér að einhver átök hafi verið á milli bræðranna þykir Landsrétti ljóst að Valur hafði þar algjöra yfirburði og hlaut aðeins smávægilega áverka af. „Af niðurstöðum krufningar og blóðferlagreiningar verður ráðið að ákærði hafi veitt (Ragnari) högg eða spörk í höfuðið þar sem hann var í álútri stöðu eða kominn niður á hnén og sparkað eða stappað á höfði hans og líkama þar sem hann lá í gólfinu,“ segir í dómi Landsréttar. Ragnar lést af völdum höfuðáverka en áverkar í brjóst- og kviðarholi voru einnig banvænir. Samkvæmt vitnisburði Sebastian Kuntz réttarmeinafræðings voru þeir áverkar veittir Ragnari þegar hann var orðinn meðvitundarlítill eða meðvitundarlaus vegna höfuðhögga, jafnvel að honum látnum. Var Valur dæmdur til að greiða börnum Ragnars þrjár milljónir króna hverju í miskabætur og sömuleiðis 200 þúsund krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. 3. maí 2019 14:06 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Atlaga Vals Lýðssonar að bróður sínum Ragnari var svo ofsafengin að honum hlaut að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Af þeim sökum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Landsrétti í dag en hann hafði áður verið dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Í niðurstöðu Landsréttar segir að árás Vals hafi verið hömlulaus og ásetningur verið klár. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan tvö í dag. Í niðurstöðu Landsréttar segir að ljóst sé að Valur hafi veist að Ragnari með mörgum, þungum hnefahöggum og spörkum. Hann hafi ekki látið af atlögunni þótt Ragnari félli í gólfið og gæti sér þar litla eða enga björg veitt. Þótt gögn málsins beri með sér að einhver átök hafi verið á milli bræðranna þykir Landsrétti ljóst að Valur hafði þar algjöra yfirburði og hlaut aðeins smávægilega áverka af. „Af niðurstöðum krufningar og blóðferlagreiningar verður ráðið að ákærði hafi veitt (Ragnari) högg eða spörk í höfuðið þar sem hann var í álútri stöðu eða kominn niður á hnén og sparkað eða stappað á höfði hans og líkama þar sem hann lá í gólfinu,“ segir í dómi Landsréttar. Ragnar lést af völdum höfuðáverka en áverkar í brjóst- og kviðarholi voru einnig banvænir. Samkvæmt vitnisburði Sebastian Kuntz réttarmeinafræðings voru þeir áverkar veittir Ragnari þegar hann var orðinn meðvitundarlítill eða meðvitundarlaus vegna höfuðhögga, jafnvel að honum látnum. Var Valur dæmdur til að greiða börnum Ragnars þrjár milljónir króna hverju í miskabætur og sömuleiðis 200 þúsund krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.
Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. 3. maí 2019 14:06 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. 3. maí 2019 14:06