Erlent

Dómsmálaráðherra Kýpur segir af sér vegna morðmálanna

Andri Eysteinsson skrifar
Dómsmálaráðherra Kýpur hefur sagt af sér.
Dómsmálaráðherra Kýpur hefur sagt af sér. Vísir/EPA
Dómsmálaráðherra Kýpur, Ionas Nicolauo, hefur sagt starfi sínu lausu vegna gagnrýni á vinnubrögð lögreglu í Mannshvörfum á undanförnum árum. Lögregla var gagnrýnd eftir að í ljós kom að sjö konur, þar af tvær stúlkur, hafi verið myrtar á undanförnum árum af fyrrverandi hermanni. Greint er frá þessu á vef BBC.

Lík fjögurra kvenna hafa fundist en leit að hinum þremur stendur enn yfir í miðjarðarhafsríkinu. Lögreglumál eru undir Dómsmálaráðuneytinu og hefur Nicolauo því ákveðið að segja af sér. Nicolaou greindi forseta landsins, Nicos Anastasiades, og kýpversku þjóðinni frá fyrirætlunum sínum í gær.

Nicolauo kvaðst ekki tengjast málinu neinum böndum en ákvað að taka pólítíska ábyrgð á málinu.


Tengdar fréttir

Lík fannst í ferðatösku á botni stöðuvatns

Kýpverska lögreglan fann í dag tvær ferðatöskur í Kokkinolimni-vatni eftir að fjöldamorðinginn Nicos Metaxas hafði greint lögreglu frá því að hann hafi komið fórnarlömbum sínum fyrir í ferðatöskum og varpað þeim ofan í vatnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×