Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. maí 2019 08:15 Ástandið í Austur-Kongó er grafalvarlegt og illa gengur að berjast gegn þessum erfiða faraldri. Vísir/AP Þúsundasti sjúklingurinn lést að öllum líkindum í gær af völdum ebólufaraldursins sem geisar enn í Austur-Kongó. Frá þessu greindi Michael Ryan, stjórnandi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) á blaðamannafundi. Faraldurinn er sá næstversti í skráðri sögu heimsins og illa gengur að ráða niðurlögum hans. „Við búumst við því að smitum haldi áfram að fjölga. Við vorum ekki komin upp fyrir þúsund látna í morgun en við förum líklega fram úr þeirri tölu þegar við fáum nýjar tölur í kvöld,“ sagði Ryan. Stofnunin hyggst setja af stað nýtt bólusetningarátak í Afríkuríkinu á næstu vikum þegar nýtt bóluefni Johnson & Johnson hefur verið samþykkt. WHO notar nú þegar nýtt bóluefni á tilraunastigi úr smiðju Merck í baráttunni gegn faraldrinum. Enn sem komið er hafa rúm hundrað þúsund verið bólusett og hefur það gefist afar vel, samkvæmt WHO. Merck-bóluefnið hefur einkum verið notað til svokallaðra hringbólusetninga. Þá eru allir aðstandendur hins sýkta bólusettir. Fyrirhugað er að bóluefnið frá Johnson & Johnson verði notað á sama hátt. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um stöðuna í Austur-Kongó í apríl. Þar kom fram að helstu ástæðurnar fyrir því hversu illa baráttan við faraldurinn gengur eru annars vegar vantraust íbúa í garð alþjóðlegs heilbrigðisstarfsfólks og hins vegar linnulausar árásir vopnaðra samtaka á meðferðarstöðvar og þá bæi sem hafa komið einna verst út úr faraldrinum. Að því er Ryan greindi frá á blaðamannafundinum í gær hefur staðan ekki skánað. „Við glímum enn við alvarlegar áskoranir á sviði samfélagslegs trausts,“ sagði Ryan. Hann tók aukinheldur fram að á fimmtudag hafi verið gerð misheppnuð árásartilraun á meðferðarstöð í Butembo. Vegna hins erfiða ástands og árása er birgðastaðan farin að versna sömuleiðis. Sérfræðingar WHO munu vegna þess skera úr um það á mánudag hvort það þurfi að byrja að gefa einn skammt af bóluefni. Þannig væri hægt að bólusetja fleiri þótt bólusetningin myndi líklegast ekki virka jafnvel. Yfirstjórn verkefnis WHO í Butembo sendi frá sér tilkynningu á þriðjudag í tilefni af heimsókn Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóra og Matshidiso Moeti, æðsta stjórnanda WHO í Afríku, til borgarinnar. Framkvæmdastjórinn sagði að nú væri þörf á miklu átaki. „WHO og samstarfsaðilar stofnunarinnar geta ekki tekist á við þessar áskoranir án þess að alþjóðasamfélagið skerist í leikinn og veiti auknu fjármagni til verkefnisins,“ var haft eftir Ghebreyesus. Hann sagði einnig að einungis helmingur þess fjármagns sem óskað hefur verið eftir hafi borist. Það gæti leitt til þess að WHO þurfi að hætta lífsnauðsynlegri starfsemi. Ghebreyesus sagði að auki í viðtali við Nature í vikunni að hann hafi aldrei upplifað neitt eins og þennan ebólufaraldur. „Þetta er einstakt ástand. Heimurinn hefur ekki séð neitt þessu líkt áður. Þetta er afar flókið. [...] Ég bjóst við því að stuðningsaðilar myndu ólmir vilja hjálpa en það hefur ekki reynst rétt. Ég hef mjög, mjög miklar áhyggjur. Við munum gera okkar besta en ég get ekki spáð fyrir um hvenær okkur tekst að ráða niðurlögum faraldursins.“ Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Þúsundasti sjúklingurinn lést að öllum líkindum í gær af völdum ebólufaraldursins sem geisar enn í Austur-Kongó. Frá þessu greindi Michael Ryan, stjórnandi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) á blaðamannafundi. Faraldurinn er sá næstversti í skráðri sögu heimsins og illa gengur að ráða niðurlögum hans. „Við búumst við því að smitum haldi áfram að fjölga. Við vorum ekki komin upp fyrir þúsund látna í morgun en við förum líklega fram úr þeirri tölu þegar við fáum nýjar tölur í kvöld,“ sagði Ryan. Stofnunin hyggst setja af stað nýtt bólusetningarátak í Afríkuríkinu á næstu vikum þegar nýtt bóluefni Johnson & Johnson hefur verið samþykkt. WHO notar nú þegar nýtt bóluefni á tilraunastigi úr smiðju Merck í baráttunni gegn faraldrinum. Enn sem komið er hafa rúm hundrað þúsund verið bólusett og hefur það gefist afar vel, samkvæmt WHO. Merck-bóluefnið hefur einkum verið notað til svokallaðra hringbólusetninga. Þá eru allir aðstandendur hins sýkta bólusettir. Fyrirhugað er að bóluefnið frá Johnson & Johnson verði notað á sama hátt. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um stöðuna í Austur-Kongó í apríl. Þar kom fram að helstu ástæðurnar fyrir því hversu illa baráttan við faraldurinn gengur eru annars vegar vantraust íbúa í garð alþjóðlegs heilbrigðisstarfsfólks og hins vegar linnulausar árásir vopnaðra samtaka á meðferðarstöðvar og þá bæi sem hafa komið einna verst út úr faraldrinum. Að því er Ryan greindi frá á blaðamannafundinum í gær hefur staðan ekki skánað. „Við glímum enn við alvarlegar áskoranir á sviði samfélagslegs trausts,“ sagði Ryan. Hann tók aukinheldur fram að á fimmtudag hafi verið gerð misheppnuð árásartilraun á meðferðarstöð í Butembo. Vegna hins erfiða ástands og árása er birgðastaðan farin að versna sömuleiðis. Sérfræðingar WHO munu vegna þess skera úr um það á mánudag hvort það þurfi að byrja að gefa einn skammt af bóluefni. Þannig væri hægt að bólusetja fleiri þótt bólusetningin myndi líklegast ekki virka jafnvel. Yfirstjórn verkefnis WHO í Butembo sendi frá sér tilkynningu á þriðjudag í tilefni af heimsókn Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóra og Matshidiso Moeti, æðsta stjórnanda WHO í Afríku, til borgarinnar. Framkvæmdastjórinn sagði að nú væri þörf á miklu átaki. „WHO og samstarfsaðilar stofnunarinnar geta ekki tekist á við þessar áskoranir án þess að alþjóðasamfélagið skerist í leikinn og veiti auknu fjármagni til verkefnisins,“ var haft eftir Ghebreyesus. Hann sagði einnig að einungis helmingur þess fjármagns sem óskað hefur verið eftir hafi borist. Það gæti leitt til þess að WHO þurfi að hætta lífsnauðsynlegri starfsemi. Ghebreyesus sagði að auki í viðtali við Nature í vikunni að hann hafi aldrei upplifað neitt eins og þennan ebólufaraldur. „Þetta er einstakt ástand. Heimurinn hefur ekki séð neitt þessu líkt áður. Þetta er afar flókið. [...] Ég bjóst við því að stuðningsaðilar myndu ólmir vilja hjálpa en það hefur ekki reynst rétt. Ég hef mjög, mjög miklar áhyggjur. Við munum gera okkar besta en ég get ekki spáð fyrir um hvenær okkur tekst að ráða niðurlögum faraldursins.“
Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira