Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 14:25 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Arnar Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, eða 74 milljónum króna á dag, og drógust heildartekjur flugfélagsins saman um sjö prósent á milli ára. Það er talsvert meira en tap fyrirtækisins á sama tímabili í fyrra. Þá tapaði Icelandair 4,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair Group sem birt var í Kauphöllinni í gærkvöld. Borgi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að viðburðaríkir mánuðir séu að baki. „Það hafa orðnar miklar breytingar á samkeppnisumhverfinu.“ Þá hafi félagið þurft að leggja öllum Boeing 737 MAX flugvélum sínum og fresta móttöku annarra flugvéla sömu tegundar. „Það hefur náttúrulega talsverð áhrif á okkar rekstur til skamms tíma.“ En félagið hefur breytt flugáætlun sinni þar sem kyrrsetning Max vélanna mun vara lengur en búist hafði verið við. Við breytingarnar dregst sætaframboð saman um tæplega 2 prósent. „Við teljum að það muni leysast hratt og örugglega en hefur áhrif á sumarið eins og tilkynning okkar í gær bar með sér.“ Niðurstaðan uppgjörsins sé að mestu í takt við áætlanir. „Fyrsti og fjórði ársfjórðungur hvers árs er alltaf rekinn með tapi. Þannig er það enn þá. Við erum í því að innleiða nýjar flugvélar fyrir sumarið, þjálfun og þess háttar þannig það er talsverður kostnaður sem leggst á fyrsta ársfjórðungs sem er vegna síðari mánaða ársins,“ segir Bogi. Þá kemur fram í ársfjórðungsuppgjörinu að eiginfjárhlutfallið sem var 32 prósent í lok síðasta árs hafi verið komið niður í 23 prósent í mars. Bogi segir að langtímahorfur fyrirtækisins séu góðar og ánægjulegt að bandaríski fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í flugfélaginu á 5,6 milljarða króna. „Við þurfum að sjálfsögðu að gera betur í okkar rekstri, rekstrarafkoman á síðasta ári var ekki ásættanleg og ekki á fyrsta ársfjórðungi heldur þó að hún sé í takt við áætlanir. Við erum að vinna að því fullum fetum að bæta reksturinn bæði að lækka kostnað og auka tekjur.“ Fréttir af flugi Icelandair Viðskipti Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, eða 74 milljónum króna á dag, og drógust heildartekjur flugfélagsins saman um sjö prósent á milli ára. Það er talsvert meira en tap fyrirtækisins á sama tímabili í fyrra. Þá tapaði Icelandair 4,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair Group sem birt var í Kauphöllinni í gærkvöld. Borgi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að viðburðaríkir mánuðir séu að baki. „Það hafa orðnar miklar breytingar á samkeppnisumhverfinu.“ Þá hafi félagið þurft að leggja öllum Boeing 737 MAX flugvélum sínum og fresta móttöku annarra flugvéla sömu tegundar. „Það hefur náttúrulega talsverð áhrif á okkar rekstur til skamms tíma.“ En félagið hefur breytt flugáætlun sinni þar sem kyrrsetning Max vélanna mun vara lengur en búist hafði verið við. Við breytingarnar dregst sætaframboð saman um tæplega 2 prósent. „Við teljum að það muni leysast hratt og örugglega en hefur áhrif á sumarið eins og tilkynning okkar í gær bar með sér.“ Niðurstaðan uppgjörsins sé að mestu í takt við áætlanir. „Fyrsti og fjórði ársfjórðungur hvers árs er alltaf rekinn með tapi. Þannig er það enn þá. Við erum í því að innleiða nýjar flugvélar fyrir sumarið, þjálfun og þess háttar þannig það er talsverður kostnaður sem leggst á fyrsta ársfjórðungs sem er vegna síðari mánaða ársins,“ segir Bogi. Þá kemur fram í ársfjórðungsuppgjörinu að eiginfjárhlutfallið sem var 32 prósent í lok síðasta árs hafi verið komið niður í 23 prósent í mars. Bogi segir að langtímahorfur fyrirtækisins séu góðar og ánægjulegt að bandaríski fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í flugfélaginu á 5,6 milljarða króna. „Við þurfum að sjálfsögðu að gera betur í okkar rekstri, rekstrarafkoman á síðasta ári var ekki ásættanleg og ekki á fyrsta ársfjórðungi heldur þó að hún sé í takt við áætlanir. Við erum að vinna að því fullum fetum að bæta reksturinn bæði að lækka kostnað og auka tekjur.“
Fréttir af flugi Icelandair Viðskipti Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03
Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44
Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00