Körfubolti

Sjáðu fögnuð KR-inga og orminn hjá Inga | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór lyftir Íslandsmeistarabikarnum.
Jón Arnór lyftir Íslandsmeistarabikarnum. vísir/daníel þór
KR varð Íslandsmeistari sjötta árið í röð eftir sigur á ÍR í oddaleik, 98-70, í kvöld.



KR lenti 1-2 undir í einvíginu en vann síðustu tvo leikina og tryggði sér titilinn.

Fögnuður KR-inga var mikill í leikslok enda afrekið stórt og mikið. KR hefur alls 18 sinnum orðið Íslandsmeistari í karlaflokki.

Ingi Þór Steinþórsson, sem gerði KR í annað sinn að Íslandsmeisturum, tók m.a. hinn svokallaða orm á gólfinu í DHL-höllinni. Hann tók svipuð dansspor þegar hann vann titla með kvennaliði Snæfells fyrir nokkrum árum.

Fögnuð KR-inga má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.






Tengdar fréttir

Boyd valinn bestur

Bandaríkjamaðurinn knái hjá KR var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×