Tæplega tveggja tíma bið eftir strætó í Landeyjahöfn Sighvatur Jónsson skrifar 5. maí 2019 12:15 Rætt er um að fjölga ferðum Strætó vegna nýrrar áætlunar Herjólfs en farþegar þurfa að bíða í tæpa tvo tíma eftir akstri frá Landeyjahöfn. Fréttablaðið/Stefán Formaður stjórnar samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir til greina koma að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóferðir í tengslum við siglingar Herjólfs. Kostnaður hafi hækkað um sex milljónir króna á þessu ári vegna lokunar Landeyjahafnar. Eftir opnun Landeyjahafnar á dögunum siglir Herjólfur sjö ferðir á dag milli lands og Eyja. Strætóferðir eru í tengslum við tvær ferðir ferjunnar en tímaáætlanir stangast á. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki afgreiðslu Herjólfs er mikil óánægja meðal farþega sem þurfa að bíða í tæpa tvo tíma eftir strætóferð frá höfninni. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að upplýsingar um nýja siglingaáætlun Herjólfs hafi borist seint frá nýju félagi Eyjamanna sem tók nýverið við rekstri ferjunnar. Lögð hafi verið fram tillaga að breytingu strætóferða fyrir samtök sunnlenskra sveitarfélaga sem sjá um aksturinn í Landeyjahöfn. Verði ákvörðun tekin á næstu dögum geti breytingin tekið gildi í fyrsta lagi í lok mánaðarins vegna breytinga á vaktakerfi bílstjóra.Dýrari akstur í vetur En burtséð frá hugmyndum um nýja áætlun Strætó í Landeyjahöfn bíður stjórn samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eftir svörum frá Vegagerðinni um aukinn kostnað vegna lokunar Landeyjahafnar í vetur. Eva Björk Harðardóttir, formaður stjórnar samtakanna, segir aukinn kostnað fylgja því að aka til Þorlákshafnar þegar Herjólfur siglir þangað, eins og hann gerði síðastliðna fimm mánuði. „Vegagerðin hefur frá 2012 greitt 95% af viðbótarakstri Strætó sem kemur til vegna veðurs, þegar ferjan þarf að fara í Þorlákshöfn.“ Eva Björk segir að viðbótarkostnaður við strætóferðir fyrir Herjólf á þessu ári sé á bilinu 4-6 milljónir króna. Beðið hafi verið svara frá Vegagerðinni frá því fyrir páska. Til skoðunar sé að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóakstur í tengslum við siglingar ferjunnar. „Ef þeir geta ekki staðið við þessa samninga frá 2012 vegna þessa viðbótaraksturs þá stöndum við frammi fyrir því að þurfa að skila þessum hluta til Vegagerðarinnar.“ Landeyjahöfn Samgöngur Strætó Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Formaður stjórnar samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir til greina koma að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóferðir í tengslum við siglingar Herjólfs. Kostnaður hafi hækkað um sex milljónir króna á þessu ári vegna lokunar Landeyjahafnar. Eftir opnun Landeyjahafnar á dögunum siglir Herjólfur sjö ferðir á dag milli lands og Eyja. Strætóferðir eru í tengslum við tvær ferðir ferjunnar en tímaáætlanir stangast á. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki afgreiðslu Herjólfs er mikil óánægja meðal farþega sem þurfa að bíða í tæpa tvo tíma eftir strætóferð frá höfninni. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að upplýsingar um nýja siglingaáætlun Herjólfs hafi borist seint frá nýju félagi Eyjamanna sem tók nýverið við rekstri ferjunnar. Lögð hafi verið fram tillaga að breytingu strætóferða fyrir samtök sunnlenskra sveitarfélaga sem sjá um aksturinn í Landeyjahöfn. Verði ákvörðun tekin á næstu dögum geti breytingin tekið gildi í fyrsta lagi í lok mánaðarins vegna breytinga á vaktakerfi bílstjóra.Dýrari akstur í vetur En burtséð frá hugmyndum um nýja áætlun Strætó í Landeyjahöfn bíður stjórn samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eftir svörum frá Vegagerðinni um aukinn kostnað vegna lokunar Landeyjahafnar í vetur. Eva Björk Harðardóttir, formaður stjórnar samtakanna, segir aukinn kostnað fylgja því að aka til Þorlákshafnar þegar Herjólfur siglir þangað, eins og hann gerði síðastliðna fimm mánuði. „Vegagerðin hefur frá 2012 greitt 95% af viðbótarakstri Strætó sem kemur til vegna veðurs, þegar ferjan þarf að fara í Þorlákshöfn.“ Eva Björk segir að viðbótarkostnaður við strætóferðir fyrir Herjólf á þessu ári sé á bilinu 4-6 milljónir króna. Beðið hafi verið svara frá Vegagerðinni frá því fyrir páska. Til skoðunar sé að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóakstur í tengslum við siglingar ferjunnar. „Ef þeir geta ekki staðið við þessa samninga frá 2012 vegna þessa viðbótaraksturs þá stöndum við frammi fyrir því að þurfa að skila þessum hluta til Vegagerðarinnar.“
Landeyjahöfn Samgöngur Strætó Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira