Isavia haggast ekki þrátt fyrir kröfu ALC um afhendingu flugvélar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Vísir/Vilhelm Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation hefur greitt Isavia 87 milljóna króna skuld vegna kyrrsetningar á flugvél félagsins sem það leigði WOW air. Félagið krefst þess að flugvélin verði afhend fyrir klukkan tvö í dag. Flugvélin hefur verið kyrrsett síðan í mars en Isavia heldur henni eftir vegna vangoldinna gjalda WOW air upp á tvo milljarða króna. Isavia ætlar ekki að verða við kröfu Air Lease Corporation að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa ISAVIA. „Isavia hefur borist tilkynning frá lögmönnum ALC um greiðslu,“ segir Guðjón. „Það er hvorki fullnaðargreiðsla vegna skulda WOW air né fullnægjandi trygging og staða málsins er því óbreytt. Vélin verður áfram kyrrsett vegna skulda WOW sem nema rúmega tveimur milljörðum króna.“ Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Isavia telur formgalla á niðurstöðu héraðsdóms og útkljá þurfi málið fyrir æðra dómstigi. „Eins og hefur komið fram áðu voru misvísandi forsendur í úrskurði dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Þessvegna kærðum við úrskurðinn til Landsréttar á föstudaginn og Landsréttur hefur fengið úrskurðinn í sínar hendur því við teljum mikilvægt að fá niðurstöðu í málið fyrir æðra dómstigi,“ segir Guðjón. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation hefur greitt Isavia 87 milljóna króna skuld vegna kyrrsetningar á flugvél félagsins sem það leigði WOW air. Félagið krefst þess að flugvélin verði afhend fyrir klukkan tvö í dag. Flugvélin hefur verið kyrrsett síðan í mars en Isavia heldur henni eftir vegna vangoldinna gjalda WOW air upp á tvo milljarða króna. Isavia ætlar ekki að verða við kröfu Air Lease Corporation að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa ISAVIA. „Isavia hefur borist tilkynning frá lögmönnum ALC um greiðslu,“ segir Guðjón. „Það er hvorki fullnaðargreiðsla vegna skulda WOW air né fullnægjandi trygging og staða málsins er því óbreytt. Vélin verður áfram kyrrsett vegna skulda WOW sem nema rúmega tveimur milljörðum króna.“ Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Isavia telur formgalla á niðurstöðu héraðsdóms og útkljá þurfi málið fyrir æðra dómstigi. „Eins og hefur komið fram áðu voru misvísandi forsendur í úrskurði dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Þessvegna kærðum við úrskurðinn til Landsréttar á föstudaginn og Landsréttur hefur fengið úrskurðinn í sínar hendur því við teljum mikilvægt að fá niðurstöðu í málið fyrir æðra dómstigi,“ segir Guðjón.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26
Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10
Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03
Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00