Isavia haggast ekki þrátt fyrir kröfu ALC um afhendingu flugvélar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Vísir/Vilhelm Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation hefur greitt Isavia 87 milljóna króna skuld vegna kyrrsetningar á flugvél félagsins sem það leigði WOW air. Félagið krefst þess að flugvélin verði afhend fyrir klukkan tvö í dag. Flugvélin hefur verið kyrrsett síðan í mars en Isavia heldur henni eftir vegna vangoldinna gjalda WOW air upp á tvo milljarða króna. Isavia ætlar ekki að verða við kröfu Air Lease Corporation að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa ISAVIA. „Isavia hefur borist tilkynning frá lögmönnum ALC um greiðslu,“ segir Guðjón. „Það er hvorki fullnaðargreiðsla vegna skulda WOW air né fullnægjandi trygging og staða málsins er því óbreytt. Vélin verður áfram kyrrsett vegna skulda WOW sem nema rúmega tveimur milljörðum króna.“ Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Isavia telur formgalla á niðurstöðu héraðsdóms og útkljá þurfi málið fyrir æðra dómstigi. „Eins og hefur komið fram áðu voru misvísandi forsendur í úrskurði dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Þessvegna kærðum við úrskurðinn til Landsréttar á föstudaginn og Landsréttur hefur fengið úrskurðinn í sínar hendur því við teljum mikilvægt að fá niðurstöðu í málið fyrir æðra dómstigi,“ segir Guðjón. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation hefur greitt Isavia 87 milljóna króna skuld vegna kyrrsetningar á flugvél félagsins sem það leigði WOW air. Félagið krefst þess að flugvélin verði afhend fyrir klukkan tvö í dag. Flugvélin hefur verið kyrrsett síðan í mars en Isavia heldur henni eftir vegna vangoldinna gjalda WOW air upp á tvo milljarða króna. Isavia ætlar ekki að verða við kröfu Air Lease Corporation að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa ISAVIA. „Isavia hefur borist tilkynning frá lögmönnum ALC um greiðslu,“ segir Guðjón. „Það er hvorki fullnaðargreiðsla vegna skulda WOW air né fullnægjandi trygging og staða málsins er því óbreytt. Vélin verður áfram kyrrsett vegna skulda WOW sem nema rúmega tveimur milljörðum króna.“ Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Isavia telur formgalla á niðurstöðu héraðsdóms og útkljá þurfi málið fyrir æðra dómstigi. „Eins og hefur komið fram áðu voru misvísandi forsendur í úrskurði dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Þessvegna kærðum við úrskurðinn til Landsréttar á föstudaginn og Landsréttur hefur fengið úrskurðinn í sínar hendur því við teljum mikilvægt að fá niðurstöðu í málið fyrir æðra dómstigi,“ segir Guðjón.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26
Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10
Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03
Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00