Sextán prósent fleiri konur hafa komið í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. maí 2019 19:00 Sextán prósent fleiri konur komu í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár miðað við sama tíma í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem þátttaka dregst ekki saman. Könnun á vegum Krabbameinsfélagsins sýnir að hópur kvenna neiti sér um að fara í skimun vegna kostnaðar Á undanförnum árum hefur heldur dregið úr þátttöku kvenna hér á landi í skimun fyrir krabbameinum og er hún minni en á hinum Norðurlöndunum. Þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbamein var til að mynda 81 prósent árið 1990 en hún var 68 prósent í fyrra. Skimun fyrir krabbameinum er talin vera mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir krabbamein og hefur Krabbameinsfélagið lagt allt kapp á að snúa þróuninni við sem virðist nú vera að skila sér. „Það er veruleg aukning, teljum við, á þátttökunni bæði í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini. Við erum að sjá sextán prósent fleiri konur koma í skimun fyrir leghálskrabbameini það sem af er ári miðað við nákvæmlega sama tíma í fyrra og fyrir brjóstaskimunina erum við að sjá þrettán prósent fleiri konur miðað við sama tíma og í fyrra,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands. Frá áramótum hefur Krabbameinsfélagið staðið að tilraunaverkefni þar sem þær sem koma í fyrsta sinn í skimun fá frítt. Ágúst segir að svo virðist sem kostnaður hafi áhrif á þátttöku en skimun kostar 4.700 krónur. Fimmtán prósent hópsins segja að þær hefðu ekki komið ef skimunin hefði ekki verið ókeypis. „Og níutíu prósent af þessum konum segja að það að hún hafi verið gjaldfrjáls hafi hvatt þær til að koma,“ segir Ágúst Ingi. „Konur í námi eða innflytjendur hafa ekki sömu tekjur og eiga erfiðara með að koma í skimun,“ segir Ágúst Ingi og bætir við að fleira hafi skilað þessum árangri. Til dæmis fái konur nú sms með áminningu eftir að boðunarbréfið berst, auk þess sem mikil umræða um að dregið hafi úr þátttöku hafi klárlega áhrif. „Nú hefur heilbrigðisráðherra lýst því yfir að það eigi að gera skimun gjaldfrjálsa og ég held að það yrði mikið heillaskref til að fá komur til að koma í skoðun og í veg fyrir krabbamein,“ segir Ágúst Ingi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. 5. mars 2019 19:51 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Sextán prósent fleiri konur komu í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár miðað við sama tíma í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem þátttaka dregst ekki saman. Könnun á vegum Krabbameinsfélagsins sýnir að hópur kvenna neiti sér um að fara í skimun vegna kostnaðar Á undanförnum árum hefur heldur dregið úr þátttöku kvenna hér á landi í skimun fyrir krabbameinum og er hún minni en á hinum Norðurlöndunum. Þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbamein var til að mynda 81 prósent árið 1990 en hún var 68 prósent í fyrra. Skimun fyrir krabbameinum er talin vera mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir krabbamein og hefur Krabbameinsfélagið lagt allt kapp á að snúa þróuninni við sem virðist nú vera að skila sér. „Það er veruleg aukning, teljum við, á þátttökunni bæði í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini. Við erum að sjá sextán prósent fleiri konur koma í skimun fyrir leghálskrabbameini það sem af er ári miðað við nákvæmlega sama tíma í fyrra og fyrir brjóstaskimunina erum við að sjá þrettán prósent fleiri konur miðað við sama tíma og í fyrra,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands. Frá áramótum hefur Krabbameinsfélagið staðið að tilraunaverkefni þar sem þær sem koma í fyrsta sinn í skimun fá frítt. Ágúst segir að svo virðist sem kostnaður hafi áhrif á þátttöku en skimun kostar 4.700 krónur. Fimmtán prósent hópsins segja að þær hefðu ekki komið ef skimunin hefði ekki verið ókeypis. „Og níutíu prósent af þessum konum segja að það að hún hafi verið gjaldfrjáls hafi hvatt þær til að koma,“ segir Ágúst Ingi. „Konur í námi eða innflytjendur hafa ekki sömu tekjur og eiga erfiðara með að koma í skimun,“ segir Ágúst Ingi og bætir við að fleira hafi skilað þessum árangri. Til dæmis fái konur nú sms með áminningu eftir að boðunarbréfið berst, auk þess sem mikil umræða um að dregið hafi úr þátttöku hafi klárlega áhrif. „Nú hefur heilbrigðisráðherra lýst því yfir að það eigi að gera skimun gjaldfrjálsa og ég held að það yrði mikið heillaskref til að fá komur til að koma í skoðun og í veg fyrir krabbamein,“ segir Ágúst Ingi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. 5. mars 2019 19:51 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. 5. mars 2019 19:51