Aprílmánuður endaði frábærlega á Hlíðarenda en það hefur minna af frétta af Valsliðunum í maí. Nú síðast var Valsliði sópað í sumarfrí á Selfossi í gærkvöld.
Helgin 27. og 28. apríl var afar ánægjuleg fyrir Valsmenn sem eignuðust þá Íslandsmeistara tvo daga í röð.
Handbolta- og körfuboltalið kvenna hjá Val skrifuðu nýjan kafla í söguna með því að vinna bæði þrefalt í vetur.
Körfuboltaliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn laugardaginn 27. apríl og handboltaliðið vann sinn Íslandsmeistaratitil sunnudaginn 28. apríl. Bæði liðin unnu alla þrjá leiki sína í lokaúrslitum og handboltaliðið tapaði ekki leik í allri úrslitakeppninni.
Það er samt ekki hægt að sjá að þessi sigurhátíð Valskvenna hafi farið vel í karlalið félagsins. Fótbolta- og handboltalið Vals í karlaflokki hafa nefnilega tapað öllum fimm leikjum sínum síðan þá.
Handboltaliðið Vals lét sópa sér út úr úrslitakeppninni á Selfossi í gær og fótboltaliðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum. Íslandsmeistarar Vals eru bara með 1 stig í 9. sæti í Pepsi Max deildinni og bikarsumarið endaði strax í fyrsta leik með tapi á heimavelli í 32 liða úrslitunum.
Eina stig Valsmenna í Pepsi Max deild karla til þessa kom í 3-3 jafntefli á móti Víkingum á Hlíðarenda en sá leikur fór fram föstudagskvöldið 26. apríl eða daginn fyrir sigurhátíð kvennaliðanna.
Kvennalið Vals í fótbolta vann aftur á móti sinn fyrsta leik þegar liðið vann flottan 5-2 sigur á Þór/KA í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna.
Hér fyrir neðan má sjá leiki karlaliða Vals eftir þessa miklu sigurhelgi kvennaliðanna í lok apríl.
Karlaliðið í handbolta: 35-34 tap fyrir Selfossi í úrslitakeppni Olís deildarinnar 30. apríl
Karlaliðið í fótbolta: 2-1 tap fyrir FH í Mjólkurbikarnum 1. maí
Karlaliðið í handbolta: 32-31 tap fyrir Selfossi í úrslitakeppni Olís deildarinnar 3. maí
Karlaliðið í fótbolta: 1-0 tap fyrir KA í Pepsi Max deildinni 5. maí
Karlaliðið í handbolta: 29-26 tap fyrir Selfossi í úrslitakeppni Olís deildarinnar 6. maí
5 leikir og 5 töp
Karlalið Vals hafa tapað öllum leikjum sínum síðan kvennalið félagsins unnu titlana
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti