Greiddu hluthöfum milljarð í arð Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2019 19:37 Finnur Oddsson er forstjóri Origo Vísir/Vilhelm Uppfært: Upprunalega stóð í fréttinni að til stæði að greiða arð til hluthafa en það var gert á ársfjórðungnum sem nú er liðin. Fréttin hefur verið leiðrétt vegna þeirra mistaka. Origo hf. hagnaðist um 213 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á sama tímabili í fyrra tapaði félagið 26 milljónum. EBIDTA Origo var 237 milljónir á ársfjórðungnum, samanborið við 102 milljónir á sama tímabili í fyrra. Félagið greiddi einn milljarð króna í arð til hluthafa á tímabilinu. Í yfirlýsingu frá Origo segir að framlegð hafi verið 922 milljónir, samanborið við 908 milljónir í fyrra. Þá var eigið fé Origo 7,1 milljarður króna og eiginfjárhlutfall 62,1 prósent. Í lok árs 2017 var eiginfjárhlutfallið 66,4 prósent. Frekari upplýsingar og uppgjörið má finna hér.Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Origio, í yfirlýsingunni að rekstur félagsins hafi gengið ágætlega miðað við aðstæður. „Afkoma var betri en verið hefur mörg undanfarin ár. Tekjur jukust töluvert, að teknu tilliti til Tempo, og EBITDA batnaði mikið og nam tæplega 7% af veltu samanborið við tæp 3% í fyrra. Þessi niðurstaða er annars vegar til komin vegna styrkingar rekstrar á milli ára og hins vegar vegna breyttra aðferða við reikningsskil sem hafa áhrif á EBITDA,“ segir Finnur. „Undanfarna mánuði hefur ríkt óvissuástand á vinnumarkaði og í íslensku efnahagslífi sem olli því að mörg fyrirtæki hafa haldið að sér höndum í fjárfestingum og nýjum verkefnum. Í því ljósi er árangur á fyrsta ársfjórðungi sérlega ánægjulegur og gefur vísbendingu um að stefnumótandi áherslur sem Origo markaði á síðasta ári séu farnar að skila sér í bættum rekstri. Við höfum hagrætt í skipulagi, aukið vægi hugbúnaðarlausna og lagt meiri áherslu á sjálfvirknivæðingu, bæði í eigin rekstri og fyrir viðskiptavini. Í febrúar sl. héldum við áfram með þessa vegferð með frekari einföldun á skipulagi, fækkun í hópi yfirstjórnenda og skarpari áherslu á sölustarf. Þessar breytingar hafa þegar átt þátt í að bæta þjónustu við viðskiptavini og styrkja afkomu. Áfram verður unnið að ýmsum verkefnum sem mun fela í sér hagræði bæði til skemmri og lengri tíma.“ Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Uppfært: Upprunalega stóð í fréttinni að til stæði að greiða arð til hluthafa en það var gert á ársfjórðungnum sem nú er liðin. Fréttin hefur verið leiðrétt vegna þeirra mistaka. Origo hf. hagnaðist um 213 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á sama tímabili í fyrra tapaði félagið 26 milljónum. EBIDTA Origo var 237 milljónir á ársfjórðungnum, samanborið við 102 milljónir á sama tímabili í fyrra. Félagið greiddi einn milljarð króna í arð til hluthafa á tímabilinu. Í yfirlýsingu frá Origo segir að framlegð hafi verið 922 milljónir, samanborið við 908 milljónir í fyrra. Þá var eigið fé Origo 7,1 milljarður króna og eiginfjárhlutfall 62,1 prósent. Í lok árs 2017 var eiginfjárhlutfallið 66,4 prósent. Frekari upplýsingar og uppgjörið má finna hér.Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Origio, í yfirlýsingunni að rekstur félagsins hafi gengið ágætlega miðað við aðstæður. „Afkoma var betri en verið hefur mörg undanfarin ár. Tekjur jukust töluvert, að teknu tilliti til Tempo, og EBITDA batnaði mikið og nam tæplega 7% af veltu samanborið við tæp 3% í fyrra. Þessi niðurstaða er annars vegar til komin vegna styrkingar rekstrar á milli ára og hins vegar vegna breyttra aðferða við reikningsskil sem hafa áhrif á EBITDA,“ segir Finnur. „Undanfarna mánuði hefur ríkt óvissuástand á vinnumarkaði og í íslensku efnahagslífi sem olli því að mörg fyrirtæki hafa haldið að sér höndum í fjárfestingum og nýjum verkefnum. Í því ljósi er árangur á fyrsta ársfjórðungi sérlega ánægjulegur og gefur vísbendingu um að stefnumótandi áherslur sem Origo markaði á síðasta ári séu farnar að skila sér í bættum rekstri. Við höfum hagrætt í skipulagi, aukið vægi hugbúnaðarlausna og lagt meiri áherslu á sjálfvirknivæðingu, bæði í eigin rekstri og fyrir viðskiptavini. Í febrúar sl. héldum við áfram með þessa vegferð með frekari einföldun á skipulagi, fækkun í hópi yfirstjórnenda og skarpari áherslu á sölustarf. Þessar breytingar hafa þegar átt þátt í að bæta þjónustu við viðskiptavini og styrkja afkomu. Áfram verður unnið að ýmsum verkefnum sem mun fela í sér hagræði bæði til skemmri og lengri tíma.“
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira