Kosið aftur í Tyrklandi eftir tap AKP Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. maí 2019 08:30 Imamoglu þarf að berjast aftur fyrir sætinu. Nordicphotos/AFP Kosið verður á ný um borgarstjóra tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl þann 23. júní. Svo úrskurðaði landskjörstjórn í gær. Lýðveldisflokkurinn (CHP), stærsti stjórnarandstöðuflokkur Tyrkja, hafði betur þegar kosningarnar voru fyrst haldnar þann 31. mars síðastliðinn. Ekrem Imamoglu fékk þá 48,77 prósent atkvæða en Binali Yildirim, fyrrverandi forsætisráðherra og frambjóðandi stjórnarliða úr Réttlætis- og þróunarflokknum (AKP), fékk 48,61 prósent. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu sagði Recep Ozel, fulltrúi AKP í landskjörstjórn, að ýmsir meðlimir kjörstjórnar í Istanbúl hefðu ekki verið opinberir starfsmenn líkt og lög kveða á um. Onursal Adiguzel, varaformaður CHP, heldur því hins vegar fram að ákvörðunin sýni einfaldlega fram á að það sé „ólöglegt að hafa betur gegn AKP“ og að ákvörðunin sé til marks um að Tyrkland sé einræðisríki. Recep Tayyip Erdogan, forseti og AKP-liði, fagnaði ákvörðun landskjörstjórnar í gær enda hafði hann ítrekað krafist þess að kosningarnar yrðu ógiltar og svo endurteknar. „Þessi úrskurður mun útrýma öllum vafa um niðurstöðurnar í Istanbúl og þar með styrkja tyrkneskt lýðræði,“ sagði hann. Forsetinn sagði einnig að það væri ósatt að AKP væri ósáttur við niðurstöðurnar. „Við erum handviss um að skipulögð glæpastarfsemi, spilling, lögleysi og brestir hafi verið í framkvæmd kosninganna í Istanbúl,“ hafði tyrkneski ríkismiðillinn eftir forseta sínum. Reuters greindi frá því að tyrkneska líran hefði hríðfallið gagnvart Bandaríkjadal eftir að tilkynnt var um ákvörðunina. Við því brást Erdogan með því að segja að spellvirki væru vísvitandi unnin á tyrkneska hagkerfinu. „Hvernig ætlum við að bregðast við því? Á sama hátt og við höfum gert við hryðjuverkamönnum.“ Ekrem Imamoglu, fyrrnefndur frambjóðandi CHP, fordæmdi ákvörðunina í ræðu sem sýnd var í beinni á samfélagsmiðlum. „Við munum aldrei gefa prinsipp okkar upp á bátinn. Tyrkland byggja 82 milljónir föðurlandsvina sem munu berjast til síðasta blóðdropa fyrir tyrkneskt lýðræði,“ sagði frambjóðandinn á meðan samtök stuðningsmanna hans hvöttu til stillingar og sögðust fullviss um að sigur myndi vinnast á ný. Evrópusambandið brást sömuleiðis illa við ákvörðun tyrknesku landskjörstjórnarinnar. Federica Mogherini utanríkismálastjóri kallaði eftir tafarlausum útskýringum. „Það að tryggja frjálst, gegnsætt og sanngjarnt kosningaferli er lykilatriði fyrir hvert lýðræðisríki. Þessi afstaða er grundvallaratriði í samskiptum Evrópusambandsins og Tyrklands,“ sagði Mogherini. ESB hefur áður lent upp á kant við Tyrki vegna tyrknesks lýðræðis. Fyrr á þessu ári samþykkti meirihluti Evrópuþingsins að frysta aðildarviðræður Tyrkja vegna áhyggja af stöðu lýðræðisins þar í landi. Þetta gerði Evrópuþingið einnig árið 2016 eftir að tyrkneska ríkisstjórnin handtók og rak fjölmarga opinbera starfsmenn vegna meintra tengsla við hreyfingu útlæga klerksins Fethullah Gülen, sem Erdogan-stjórnin telur hafa staðið á bak við valdaránstilraun fyrr sama ár. Forsetinn og aðrir úr flokki hans hafa einnig gert athugasemdir við framkvæmd borgarstjórakosninga í höfuðborginni Ankara og í Izmir. Ekki hefur hins vegar verið ákveðið að endurtaka kosningar í þeim borgum. Birtist í Fréttablaðinu Tyrkland Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Kosið verður á ný um borgarstjóra tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl þann 23. júní. Svo úrskurðaði landskjörstjórn í gær. Lýðveldisflokkurinn (CHP), stærsti stjórnarandstöðuflokkur Tyrkja, hafði betur þegar kosningarnar voru fyrst haldnar þann 31. mars síðastliðinn. Ekrem Imamoglu fékk þá 48,77 prósent atkvæða en Binali Yildirim, fyrrverandi forsætisráðherra og frambjóðandi stjórnarliða úr Réttlætis- og þróunarflokknum (AKP), fékk 48,61 prósent. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu sagði Recep Ozel, fulltrúi AKP í landskjörstjórn, að ýmsir meðlimir kjörstjórnar í Istanbúl hefðu ekki verið opinberir starfsmenn líkt og lög kveða á um. Onursal Adiguzel, varaformaður CHP, heldur því hins vegar fram að ákvörðunin sýni einfaldlega fram á að það sé „ólöglegt að hafa betur gegn AKP“ og að ákvörðunin sé til marks um að Tyrkland sé einræðisríki. Recep Tayyip Erdogan, forseti og AKP-liði, fagnaði ákvörðun landskjörstjórnar í gær enda hafði hann ítrekað krafist þess að kosningarnar yrðu ógiltar og svo endurteknar. „Þessi úrskurður mun útrýma öllum vafa um niðurstöðurnar í Istanbúl og þar með styrkja tyrkneskt lýðræði,“ sagði hann. Forsetinn sagði einnig að það væri ósatt að AKP væri ósáttur við niðurstöðurnar. „Við erum handviss um að skipulögð glæpastarfsemi, spilling, lögleysi og brestir hafi verið í framkvæmd kosninganna í Istanbúl,“ hafði tyrkneski ríkismiðillinn eftir forseta sínum. Reuters greindi frá því að tyrkneska líran hefði hríðfallið gagnvart Bandaríkjadal eftir að tilkynnt var um ákvörðunina. Við því brást Erdogan með því að segja að spellvirki væru vísvitandi unnin á tyrkneska hagkerfinu. „Hvernig ætlum við að bregðast við því? Á sama hátt og við höfum gert við hryðjuverkamönnum.“ Ekrem Imamoglu, fyrrnefndur frambjóðandi CHP, fordæmdi ákvörðunina í ræðu sem sýnd var í beinni á samfélagsmiðlum. „Við munum aldrei gefa prinsipp okkar upp á bátinn. Tyrkland byggja 82 milljónir föðurlandsvina sem munu berjast til síðasta blóðdropa fyrir tyrkneskt lýðræði,“ sagði frambjóðandinn á meðan samtök stuðningsmanna hans hvöttu til stillingar og sögðust fullviss um að sigur myndi vinnast á ný. Evrópusambandið brást sömuleiðis illa við ákvörðun tyrknesku landskjörstjórnarinnar. Federica Mogherini utanríkismálastjóri kallaði eftir tafarlausum útskýringum. „Það að tryggja frjálst, gegnsætt og sanngjarnt kosningaferli er lykilatriði fyrir hvert lýðræðisríki. Þessi afstaða er grundvallaratriði í samskiptum Evrópusambandsins og Tyrklands,“ sagði Mogherini. ESB hefur áður lent upp á kant við Tyrki vegna tyrknesks lýðræðis. Fyrr á þessu ári samþykkti meirihluti Evrópuþingsins að frysta aðildarviðræður Tyrkja vegna áhyggja af stöðu lýðræðisins þar í landi. Þetta gerði Evrópuþingið einnig árið 2016 eftir að tyrkneska ríkisstjórnin handtók og rak fjölmarga opinbera starfsmenn vegna meintra tengsla við hreyfingu útlæga klerksins Fethullah Gülen, sem Erdogan-stjórnin telur hafa staðið á bak við valdaránstilraun fyrr sama ár. Forsetinn og aðrir úr flokki hans hafa einnig gert athugasemdir við framkvæmd borgarstjórakosninga í höfuðborginni Ankara og í Izmir. Ekki hefur hins vegar verið ákveðið að endurtaka kosningar í þeim borgum.
Birtist í Fréttablaðinu Tyrkland Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira