Kínverjar hóta tollum gegn tollum Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2019 17:55 Ríkisstjórn Trump hefur þegar undirbúið að beita tollum á 200 milljarða af vörum sem fluttar eru frá Kína til Bandaríkjanna og stendur til að beita frekari tollum náist ekki að mynda samkomulag. Vísir/AP Yfirvöld Kína segjast ætla að bregðast við ef Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, beiti Kína tollum á föstudaginn eins og hann hefur sagt að hann muni gera. Þau viðbrögð munu að öllum líkindum fela sér aukna tolla á innflutning frá Bandaríkjunum til Kína. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneyti Kína, þar sem segir að dýpkun viðskiptadeilunnar á milli Bandaríkjanna og Kína séu ekki í hag ríkjanna og því sé það með iðrun sem möguleg viðbrögð séu kynnt.Aðstoðarforsætisráðherra Kína er nú í Bandaríkjunum og stendur til að funda um deiluna og reyna að mynda nýjan viðskiptasamning á milli ríkjanna. Fyrir nokkrum dögum var talið að ríkin væru nálægt því að ná samkomulagi þar til Trump sagði á Twitter að svo væri ekki og hótaði því að beita tollum gegn Kína á föstudaginn. Það gerði hann á sunnudaginn og síðan þá hafa lækkanir verið á hlutabréfamörkuðum.Ríkisstjórn Trump hefur þegar undirbúið að beita tollum á 200 milljarða af vörum sem fluttar eru frá Kína til Bandaríkjanna og stendur til að beita frekari tollum náist ekki að mynda samkomulag. AP fréttaveitan segir ljóst að bandarískir neytendur borgi brúsann vegna tolla.Hins vegar hafi viðskiptadeilur Bandaríkjanna við Kína, Kanada, Mexíkó og aðrar þjóðir komið verulega niður á bændum þar í landi. Útflutningur landbúnaðarvara frá Bandaríkjunum til Kína var rúmlega helmingi minni í fyrra en hann var árið 2017. Bandaríkin Kína Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Yfirvöld Kína segjast ætla að bregðast við ef Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, beiti Kína tollum á föstudaginn eins og hann hefur sagt að hann muni gera. Þau viðbrögð munu að öllum líkindum fela sér aukna tolla á innflutning frá Bandaríkjunum til Kína. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneyti Kína, þar sem segir að dýpkun viðskiptadeilunnar á milli Bandaríkjanna og Kína séu ekki í hag ríkjanna og því sé það með iðrun sem möguleg viðbrögð séu kynnt.Aðstoðarforsætisráðherra Kína er nú í Bandaríkjunum og stendur til að funda um deiluna og reyna að mynda nýjan viðskiptasamning á milli ríkjanna. Fyrir nokkrum dögum var talið að ríkin væru nálægt því að ná samkomulagi þar til Trump sagði á Twitter að svo væri ekki og hótaði því að beita tollum gegn Kína á föstudaginn. Það gerði hann á sunnudaginn og síðan þá hafa lækkanir verið á hlutabréfamörkuðum.Ríkisstjórn Trump hefur þegar undirbúið að beita tollum á 200 milljarða af vörum sem fluttar eru frá Kína til Bandaríkjanna og stendur til að beita frekari tollum náist ekki að mynda samkomulag. AP fréttaveitan segir ljóst að bandarískir neytendur borgi brúsann vegna tolla.Hins vegar hafi viðskiptadeilur Bandaríkjanna við Kína, Kanada, Mexíkó og aðrar þjóðir komið verulega niður á bændum þar í landi. Útflutningur landbúnaðarvara frá Bandaríkjunum til Kína var rúmlega helmingi minni í fyrra en hann var árið 2017.
Bandaríkin Kína Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira