Hlutabréfaverð á blússandi siglingu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 9. maí 2019 07:45 Sérfræðingur hjá Kviku telur væntingar um vaxtalækkun hafa þau áhrif að fjárfestar færi fjármagn af innlánsreikningum yfir á hlutabréf. Fréttablaðið/Ernir Hlutabréfamarkaðurinn er aftur kominn á skrið eftir rúm þrjú dauf ár. Miklar verðhækkanir á hlutabréfum Marels hafa híft upp úrvalsvísitöluna og betri horfur í hagkerfinu hafa skapað skilyrði fyrir hækkanir á innlendum rekstrarfélögum. Greinendur segja forsendur fyrir góðu ári á hlutabréfamarkaðinum. Frá áramótum hefur úrvalsvísitalan hækkað um rúm 30 prósent til samanburðar við 1,3 prósenta lækkun á árinu 2018. Vísitalan fór í gær yfir 2.100 stig þegar hún hækkaði um 1,7 prósent og hefur gildi hennar ekki verið hærra frá endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir fall bankanna. Hún lækkaði um 4,4 prósent á árinu 2017 og níu prósent á árinu 2016. Hækkun ársins er að miklu leyti drifin áfram af verðhækkun Marels en félagið hefur hækkað um 58,4 prósent yfir sama tímabil. Markaðsvirði Marels er um 35 prósent af heildarmarkaðsvirði skráðra félaga í Kauphöllinni og því hafa verðsveiflur þess veruleg áhrif á úrvalsvísitöluna. Á eftir Marel kemur Kvika banki sem skráður var á aðalmarkað Kauphallarinnar í lok mars en verð hlutabréfa bankans hafa hækkað um tæplega 38 prósent. Næst koma tryggingafélögin þrjú, Sjóvá, TM og VÍS, sem hafa hækkað í kringum 25 prósent í verði frá áramótum. Fjögur félög hafa lækkað það sem af er ári en það eru Hagar, sem hafa lækkað um 5,6 prósent, HB Grandi um 11,7 prósent, Sýn um 17,5 prósent og Eimskip um 17,8 prósent. „Það má segja að frá seinni parti árs 2015 og alveg út 2018 hafi markaðurinn skilað lítilli sem engri ávöxtun fyrir utan einstaka félög sem stóðu sig betur en önnur,“ segir Eggert Aðalsteinsson, sérfræðingur í eignastýringu Kviku banka, í samtali við Fréttablaðið. „Nú er markaðurinn á blússandi siglingu,“ Eggert rekur hækkanirnar frá áramótum til þriggja þátta. Í fyrsta lagi hafi Marel átt gott ár og ágætar horfur eru í rekstri félagsins. Félagið hafi skilað góðum uppgjörum og sú ákvörðun að stefna á tvíhliða skráningu þess á markaðinn í Amsterdam hafi jafnframt laðað nýja erlenda fjárfesta að félaginu. „Hvað innlendu rekstrarfélögin varðar skiptir gríðarlega miklu máli að búið er að minnka óvissu sem hefur legið eins og mara yfir markaðinum,“ segir Eggert og vísar annars vegar til endaloka WOW air, og hins vegar til undirritunar kjarasamninga. „Það tókst að semja án þess að það kæmi til mikilla átaka á vinnumarkaðnum og það var samið á hóflegri forsendum en margir höfðu reiknað með.“ Þá hafa væntingar til komandi vaxtaákvarðana Seðlabanka Íslands haft sitt að segja. „Það eru væntingar um að Seðlabankinn ætli að fara í umtalsverðar vaxtalækkanir á næstu vikum og mánuðum. Það endurspeglast í ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði sem hefur lækkað verulega á óverðtryggða endanum. Síðan er líklegt að væntingar um vaxtalækkanir séu að hreyfa fjármagn úr innlánum yfir á hlutabréfamarkaðinn,“ segir Eggert. „Ég tel að það séu forsendur fyrir því að markaðurinn verði sterkur á þessu ári.“ Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur í sama streng. Kröftugar hækkanir megi rekja til uppgangs Marels og minni óvissu í tengslum við fluggeirann og vinnumarkaðinn. „Án þess að fullyrða um að markaðurinn verði áfram í þessum fasa, þá er þó hægt að segja að niðurstaða sé komin í stóra óvissuþætti, sem hafa verið hangandi yfir íslensku efnahagslífi á síðustu mánuðum, sem hafi leitt til ákveðinnar spennulosunar og létt á stemningunni á hlutabréfamarkaði,“ segir Elvar. „Einn forstjóri orðaði það þannig í nýlegri uppgjörstilkynningu að kjarasamningum væri lokið með fremur raunsærri niðurstöðu. Ég hugsa að markaðsaðilar hafi, á þeim tíma sem orðræðan var sem hörðust, óttast verri niðurstöðu en raun bar vitni.“ Þá bendir hann á að áhrifin af afnámi sérstakrar bindiskyldu á innflæði erlends fjármagns hafi smitast yfir á hlutabréfamarkaðinn. „Afnám bindiskyldunnar hefur ýtt vöxtum á skuldabréfamarkaðnum töluvert niður og það hefur smitast yfir á hlutabréfamarkaðinn, meðal annars vegna þess að vextir á skuldabréfamarkaði mynda grunn ávöxtunarkröfu á hlutabréfamarkaðinn. Þessi áhrif hafa komið hvað skýrast fram hjá tryggingafélögunum, þar sem þau eru að auki einnig stórir eigendur að skuldabréfum í gegnum fjárfestingareignir sínar,“ segir Elvar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Hlutabréfamarkaðurinn er aftur kominn á skrið eftir rúm þrjú dauf ár. Miklar verðhækkanir á hlutabréfum Marels hafa híft upp úrvalsvísitöluna og betri horfur í hagkerfinu hafa skapað skilyrði fyrir hækkanir á innlendum rekstrarfélögum. Greinendur segja forsendur fyrir góðu ári á hlutabréfamarkaðinum. Frá áramótum hefur úrvalsvísitalan hækkað um rúm 30 prósent til samanburðar við 1,3 prósenta lækkun á árinu 2018. Vísitalan fór í gær yfir 2.100 stig þegar hún hækkaði um 1,7 prósent og hefur gildi hennar ekki verið hærra frá endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir fall bankanna. Hún lækkaði um 4,4 prósent á árinu 2017 og níu prósent á árinu 2016. Hækkun ársins er að miklu leyti drifin áfram af verðhækkun Marels en félagið hefur hækkað um 58,4 prósent yfir sama tímabil. Markaðsvirði Marels er um 35 prósent af heildarmarkaðsvirði skráðra félaga í Kauphöllinni og því hafa verðsveiflur þess veruleg áhrif á úrvalsvísitöluna. Á eftir Marel kemur Kvika banki sem skráður var á aðalmarkað Kauphallarinnar í lok mars en verð hlutabréfa bankans hafa hækkað um tæplega 38 prósent. Næst koma tryggingafélögin þrjú, Sjóvá, TM og VÍS, sem hafa hækkað í kringum 25 prósent í verði frá áramótum. Fjögur félög hafa lækkað það sem af er ári en það eru Hagar, sem hafa lækkað um 5,6 prósent, HB Grandi um 11,7 prósent, Sýn um 17,5 prósent og Eimskip um 17,8 prósent. „Það má segja að frá seinni parti árs 2015 og alveg út 2018 hafi markaðurinn skilað lítilli sem engri ávöxtun fyrir utan einstaka félög sem stóðu sig betur en önnur,“ segir Eggert Aðalsteinsson, sérfræðingur í eignastýringu Kviku banka, í samtali við Fréttablaðið. „Nú er markaðurinn á blússandi siglingu,“ Eggert rekur hækkanirnar frá áramótum til þriggja þátta. Í fyrsta lagi hafi Marel átt gott ár og ágætar horfur eru í rekstri félagsins. Félagið hafi skilað góðum uppgjörum og sú ákvörðun að stefna á tvíhliða skráningu þess á markaðinn í Amsterdam hafi jafnframt laðað nýja erlenda fjárfesta að félaginu. „Hvað innlendu rekstrarfélögin varðar skiptir gríðarlega miklu máli að búið er að minnka óvissu sem hefur legið eins og mara yfir markaðinum,“ segir Eggert og vísar annars vegar til endaloka WOW air, og hins vegar til undirritunar kjarasamninga. „Það tókst að semja án þess að það kæmi til mikilla átaka á vinnumarkaðnum og það var samið á hóflegri forsendum en margir höfðu reiknað með.“ Þá hafa væntingar til komandi vaxtaákvarðana Seðlabanka Íslands haft sitt að segja. „Það eru væntingar um að Seðlabankinn ætli að fara í umtalsverðar vaxtalækkanir á næstu vikum og mánuðum. Það endurspeglast í ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði sem hefur lækkað verulega á óverðtryggða endanum. Síðan er líklegt að væntingar um vaxtalækkanir séu að hreyfa fjármagn úr innlánum yfir á hlutabréfamarkaðinn,“ segir Eggert. „Ég tel að það séu forsendur fyrir því að markaðurinn verði sterkur á þessu ári.“ Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur í sama streng. Kröftugar hækkanir megi rekja til uppgangs Marels og minni óvissu í tengslum við fluggeirann og vinnumarkaðinn. „Án þess að fullyrða um að markaðurinn verði áfram í þessum fasa, þá er þó hægt að segja að niðurstaða sé komin í stóra óvissuþætti, sem hafa verið hangandi yfir íslensku efnahagslífi á síðustu mánuðum, sem hafi leitt til ákveðinnar spennulosunar og létt á stemningunni á hlutabréfamarkaði,“ segir Elvar. „Einn forstjóri orðaði það þannig í nýlegri uppgjörstilkynningu að kjarasamningum væri lokið með fremur raunsærri niðurstöðu. Ég hugsa að markaðsaðilar hafi, á þeim tíma sem orðræðan var sem hörðust, óttast verri niðurstöðu en raun bar vitni.“ Þá bendir hann á að áhrifin af afnámi sérstakrar bindiskyldu á innflæði erlends fjármagns hafi smitast yfir á hlutabréfamarkaðinn. „Afnám bindiskyldunnar hefur ýtt vöxtum á skuldabréfamarkaðnum töluvert niður og það hefur smitast yfir á hlutabréfamarkaðinn, meðal annars vegna þess að vextir á skuldabréfamarkaði mynda grunn ávöxtunarkröfu á hlutabréfamarkaðinn. Þessi áhrif hafa komið hvað skýrast fram hjá tryggingafélögunum, þar sem þau eru að auki einnig stórir eigendur að skuldabréfum í gegnum fjárfestingareignir sínar,“ segir Elvar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent