Ágúst mátaði nýjan Kópavogsvöll: "Þetta er eins og alvöru gras“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2019 21:00 Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, er spenntur að fara spila á heimavelli Blika en verið er að ljúka við það að setja gervigras á völlinn. Breiðablik ákvað eftir síðasta tímabil að skipta grasinu út fyrir gervigras en völlurinn verður ekki klár fyrir fyrsta heimaleik. Verið er að ljúka við það að setja gervigrasið á og Ágúst labbaði inn á völlinn í dag. „Þetta er geggjað. Þetta er hrikalega flott og eins og alvöru gras. Ég er hrikalega spenntur að fá að spila hérna 19. maí gegn Skaganum. Það er mikil tilhlökkun,“ sagði Ágúst er hann rölti um völlinn með Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa. Breiðablik á heimaleik gegn Víking annað kvöld en Kópavogsvöllur er ekki klár. Því spilar Breiðablik á Wurth-vellinum upp í Árbæ annað kvöld. „Við höfðum samband við vini okkar upp í Árbæ. Þeir tóku vel í það. Það er frábær aðstaða þar, svipað gras og svipaðar aðstæður svo við kýldum á það.“ „Við fáum vonandi bara fullt af áhorfendum og gerum þetta að okkar heimavelli í þetta skipti og verður okkar vígi. Ég er líka spenntur fyrir því.“ Ágúst er ágætlega ánægður með byrjunina hjá þeim grænklæddu úr Kópavoginum. „Við erum enn inni í öllum keppnum. Við fórum áfram í bikar og unnum fyrsta leik. Við lentum svo í smá vandræðum gegn HK en náðum þar í dramatískt stig sem hjálpar okkur í baráttunni.“ „Við tökum því en það var erfiður leikur og við við höldum áfram. Það er enginn sem tekur það stig af okkur núna. Núna er það næsti leikur gegn Víking og við ætlum að taka þrjú stig þar.“ Hann segir að mótið fari vel af stað og það séu mörg góð lið með í Íslandsmótinu þetta tímabilið. „Liðið í toppsætinu er með fjögur stig. Þetta er rétt að byrja og fyrirheitin eru mjög góð. Liðin eru í toppstandi og þetta eru vel mönnuð lið. Það er gaman að sjá nýliða og aðra vera að standa sig vel,“ sagði Ágúst. Kópavogur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar spila næsta heimaleik sinn á heimavelli Fylkis Blikarnir fara í lautarferð í Árbæinn á föstudagskvöldið í stað þess að fá Víkinga í heimsókn sín í Smárann. 7. maí 2019 11:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, er spenntur að fara spila á heimavelli Blika en verið er að ljúka við það að setja gervigras á völlinn. Breiðablik ákvað eftir síðasta tímabil að skipta grasinu út fyrir gervigras en völlurinn verður ekki klár fyrir fyrsta heimaleik. Verið er að ljúka við það að setja gervigrasið á og Ágúst labbaði inn á völlinn í dag. „Þetta er geggjað. Þetta er hrikalega flott og eins og alvöru gras. Ég er hrikalega spenntur að fá að spila hérna 19. maí gegn Skaganum. Það er mikil tilhlökkun,“ sagði Ágúst er hann rölti um völlinn með Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa. Breiðablik á heimaleik gegn Víking annað kvöld en Kópavogsvöllur er ekki klár. Því spilar Breiðablik á Wurth-vellinum upp í Árbæ annað kvöld. „Við höfðum samband við vini okkar upp í Árbæ. Þeir tóku vel í það. Það er frábær aðstaða þar, svipað gras og svipaðar aðstæður svo við kýldum á það.“ „Við fáum vonandi bara fullt af áhorfendum og gerum þetta að okkar heimavelli í þetta skipti og verður okkar vígi. Ég er líka spenntur fyrir því.“ Ágúst er ágætlega ánægður með byrjunina hjá þeim grænklæddu úr Kópavoginum. „Við erum enn inni í öllum keppnum. Við fórum áfram í bikar og unnum fyrsta leik. Við lentum svo í smá vandræðum gegn HK en náðum þar í dramatískt stig sem hjálpar okkur í baráttunni.“ „Við tökum því en það var erfiður leikur og við við höldum áfram. Það er enginn sem tekur það stig af okkur núna. Núna er það næsti leikur gegn Víking og við ætlum að taka þrjú stig þar.“ Hann segir að mótið fari vel af stað og það séu mörg góð lið með í Íslandsmótinu þetta tímabilið. „Liðið í toppsætinu er með fjögur stig. Þetta er rétt að byrja og fyrirheitin eru mjög góð. Liðin eru í toppstandi og þetta eru vel mönnuð lið. Það er gaman að sjá nýliða og aðra vera að standa sig vel,“ sagði Ágúst.
Kópavogur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar spila næsta heimaleik sinn á heimavelli Fylkis Blikarnir fara í lautarferð í Árbæinn á föstudagskvöldið í stað þess að fá Víkinga í heimsókn sín í Smárann. 7. maí 2019 11:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Blikar spila næsta heimaleik sinn á heimavelli Fylkis Blikarnir fara í lautarferð í Árbæinn á föstudagskvöldið í stað þess að fá Víkinga í heimsókn sín í Smárann. 7. maí 2019 11:15