Fleiri hafa ekki greinst með mislinga í aldarfjórðung vestanhafs Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. apríl 2019 07:00 Alex Azar heilbrigðisráðherra. Getty/Alex Wong „Sjúkdómar sem til eru bóluefni við eiga heima í sagnfræðibókum, ekki í neyðarmóttökunum okkar,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í vikunni vegna hertra ráðstafana þar vestanhafs til að stöðva útbreiðslu mislinga. Minnst 704 hafa smitast af mislingum í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu heilbrigðisyfirvalda landsins. Þetta eru fleiri smit en greinst hafa á ári síðastliðin 25 ár í Bandaríkjunum. Engin dauðsföll vegna mislinga hafa þó verið skráð á árinu. Smit hefur greinst í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Í New York-borg, þar sem flest smit hafa verið greind, hefur verið ákveðið að setja á bólusetningarskyldu en yfir 500 af þeim rúmlega 700 sem greinst hafa með mislinga á árinu voru ekki bólusettir. Yfirvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða auk bólusetningarskyldu. Í einstaka sýslum eiga mislingasmitaðir yfir höfði sér háa sekt, hundsi þeir af ásettu ráði fyrirmæli um að halda sig fjarri opnum svæðum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti fólk í gær til að láta bólusetja börnin sín og fékk lof frá heilbrigðisráðherra sínum fyrir breytt viðhorf til bólusetninga. Forsetinn lýsti efasemdum um bólusetningar í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og tók undir kenningar um tengsl þeirra og einhverfu. Azar skýrði sinnaskipti forsetans þannig að skiptar skoðanir meðal sérfræðinga um efnið hafi nú verið til lykta leiddar, líkt og um nýlega uppgötvun væri að ræða. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump hvetur fólk til bólusetninga Forseti Bandaríkjanna hafði áður sagt MMR-bóluefnið tengt einhverfu. Hugmyndin um að bóluefni gegn mislingum geti valdið einhverfu er afar lífseig en alröng. Mislingatilfelli í Bandaríkjunum ekki verið fleiri á þessari öld. Hlutfall bólusettra lækkar. 27. apríl 2019 07:45 Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna mislinga Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. 9. apríl 2019 23:05 Kona sem neitaði að bólusetja son sinn fangelsuð Faðir drengsins hefur fengið tímabundið fullt forræði til að geta bólusett hann. 4. október 2017 18:13 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
„Sjúkdómar sem til eru bóluefni við eiga heima í sagnfræðibókum, ekki í neyðarmóttökunum okkar,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í vikunni vegna hertra ráðstafana þar vestanhafs til að stöðva útbreiðslu mislinga. Minnst 704 hafa smitast af mislingum í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu heilbrigðisyfirvalda landsins. Þetta eru fleiri smit en greinst hafa á ári síðastliðin 25 ár í Bandaríkjunum. Engin dauðsföll vegna mislinga hafa þó verið skráð á árinu. Smit hefur greinst í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Í New York-borg, þar sem flest smit hafa verið greind, hefur verið ákveðið að setja á bólusetningarskyldu en yfir 500 af þeim rúmlega 700 sem greinst hafa með mislinga á árinu voru ekki bólusettir. Yfirvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða auk bólusetningarskyldu. Í einstaka sýslum eiga mislingasmitaðir yfir höfði sér háa sekt, hundsi þeir af ásettu ráði fyrirmæli um að halda sig fjarri opnum svæðum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti fólk í gær til að láta bólusetja börnin sín og fékk lof frá heilbrigðisráðherra sínum fyrir breytt viðhorf til bólusetninga. Forsetinn lýsti efasemdum um bólusetningar í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og tók undir kenningar um tengsl þeirra og einhverfu. Azar skýrði sinnaskipti forsetans þannig að skiptar skoðanir meðal sérfræðinga um efnið hafi nú verið til lykta leiddar, líkt og um nýlega uppgötvun væri að ræða.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump hvetur fólk til bólusetninga Forseti Bandaríkjanna hafði áður sagt MMR-bóluefnið tengt einhverfu. Hugmyndin um að bóluefni gegn mislingum geti valdið einhverfu er afar lífseig en alröng. Mislingatilfelli í Bandaríkjunum ekki verið fleiri á þessari öld. Hlutfall bólusettra lækkar. 27. apríl 2019 07:45 Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna mislinga Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. 9. apríl 2019 23:05 Kona sem neitaði að bólusetja son sinn fangelsuð Faðir drengsins hefur fengið tímabundið fullt forræði til að geta bólusett hann. 4. október 2017 18:13 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Trump hvetur fólk til bólusetninga Forseti Bandaríkjanna hafði áður sagt MMR-bóluefnið tengt einhverfu. Hugmyndin um að bóluefni gegn mislingum geti valdið einhverfu er afar lífseig en alröng. Mislingatilfelli í Bandaríkjunum ekki verið fleiri á þessari öld. Hlutfall bólusettra lækkar. 27. apríl 2019 07:45
Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna mislinga Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. 9. apríl 2019 23:05
Kona sem neitaði að bólusetja son sinn fangelsuð Faðir drengsins hefur fengið tímabundið fullt forræði til að geta bólusett hann. 4. október 2017 18:13