Katrín ræðir allt frá glæpasögum til Brexit við Sturgeon Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2019 12:07 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ræða allt frá glæpasögum og Brexit til þróun velsældarþjóðfélags í þriggja daga opinberri heimsókn sinni til Bretlands sem hófst í morgun. Hún fundar með fyrsta ráðherra Skotlands í dag og forsætisráðherra Bretlands á fimmtudag. Katrín og fylgdarlið hennar lentu í Glasgow rétt fyrir klukkan tíu í morgun en framundan er þétt dagskrá í Skotlandi í dag og í fyrramálið áður hún heldur til Lundúna rétt fyrir hádegi á morgun. Hún hittir Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands síðar í dag. „Sömuleiðis mun ég funda með tveimur ráðherrum úr hennar heimastjórn og forseta skoska þingsins. Síðan tekur við ráðstefna hér á morgun sem er ein af ástæðunum fyrir því að ég er hér, þar sem við Íslendingar, Skotar, Nýsjálendingar og fleiri þjóðir erum saman í samstarfi um svo kallað velsældarhagkerfi,“ segir Katrín.Framtíðarsýn til velsældar Þar sem þjóðirnar ræði hvernig þær geti lært hver af annarri til að tryggja að stjórn efnahagsmála fari saman með uppbyggingu velferðarkerfisins. „Sömuleiðis standa vörð um umhverfið. Þannig að þetta er auðvitað framtíðarsýn, hvernig við getum haldið á okkar efnahagsmálum í nýjum heimi loftslagsbreytinga og nýrra áskorana á þessu sviði,“ segir forsætisráðherra. Katrín býst við að staða Skota við brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu verði ofarlega á baugi á fundi hennar síðar í dag með Sturgeon, sem nýlega lýsti yfir að Skotar þyrftu að huga að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna úrsagnar Bretlands. En Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Það liggur auðvitað fyrir að þau hafa verið mjög ósátt við niðurstöðurnar þegar Brexit var ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kom fram að Skotar voru ekki á þeim buxunum. Þannig að það er auðvitað eitt af því sem hefur verið mikið til umræðu hérGlæpasögur yfir kvöldverði Nicola Stugeon og Katrín deila líka áhuga sínum á glæpasögum. „Hún býður hér til kvöldverðar með bæði íslenskum og skoskum glæpasagnahöfundum meðal annars. Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ sagði Katrín Jakobsdóttir sem talaði frá Glasgow. Hún mun funda með Jeremy Corbyn leiðtoga breska Verkamannaflokksins í Lundúnum á morgun og Theresu May forsætisráðherra á fimmtudag. Alþingi Brexit Skotland Utanríkismál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ræða allt frá glæpasögum og Brexit til þróun velsældarþjóðfélags í þriggja daga opinberri heimsókn sinni til Bretlands sem hófst í morgun. Hún fundar með fyrsta ráðherra Skotlands í dag og forsætisráðherra Bretlands á fimmtudag. Katrín og fylgdarlið hennar lentu í Glasgow rétt fyrir klukkan tíu í morgun en framundan er þétt dagskrá í Skotlandi í dag og í fyrramálið áður hún heldur til Lundúna rétt fyrir hádegi á morgun. Hún hittir Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands síðar í dag. „Sömuleiðis mun ég funda með tveimur ráðherrum úr hennar heimastjórn og forseta skoska þingsins. Síðan tekur við ráðstefna hér á morgun sem er ein af ástæðunum fyrir því að ég er hér, þar sem við Íslendingar, Skotar, Nýsjálendingar og fleiri þjóðir erum saman í samstarfi um svo kallað velsældarhagkerfi,“ segir Katrín.Framtíðarsýn til velsældar Þar sem þjóðirnar ræði hvernig þær geti lært hver af annarri til að tryggja að stjórn efnahagsmála fari saman með uppbyggingu velferðarkerfisins. „Sömuleiðis standa vörð um umhverfið. Þannig að þetta er auðvitað framtíðarsýn, hvernig við getum haldið á okkar efnahagsmálum í nýjum heimi loftslagsbreytinga og nýrra áskorana á þessu sviði,“ segir forsætisráðherra. Katrín býst við að staða Skota við brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu verði ofarlega á baugi á fundi hennar síðar í dag með Sturgeon, sem nýlega lýsti yfir að Skotar þyrftu að huga að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna úrsagnar Bretlands. En Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Það liggur auðvitað fyrir að þau hafa verið mjög ósátt við niðurstöðurnar þegar Brexit var ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kom fram að Skotar voru ekki á þeim buxunum. Þannig að það er auðvitað eitt af því sem hefur verið mikið til umræðu hérGlæpasögur yfir kvöldverði Nicola Stugeon og Katrín deila líka áhuga sínum á glæpasögum. „Hún býður hér til kvöldverðar með bæði íslenskum og skoskum glæpasagnahöfundum meðal annars. Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ sagði Katrín Jakobsdóttir sem talaði frá Glasgow. Hún mun funda með Jeremy Corbyn leiðtoga breska Verkamannaflokksins í Lundúnum á morgun og Theresu May forsætisráðherra á fimmtudag.
Alþingi Brexit Skotland Utanríkismál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira