Ráðast verði í átak til að sporna gegn „ófremdarástandi“ á sifjadeildinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2019 12:15 Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún hefur áhyggjur af stöðu sifjadeildar hjá Sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm Ráðast verður í sérstakt átak til að laga það „ófremdarástand“ sem ríkir á sifjadeild Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mat Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis. Helga Vala lagði fram fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, starfandi dómsmálaráðherra. Hún vildi vita hvað ráðherrann hygðist taka til bragðs til að leysa vandann. Helga Vala var til viðtals í Bítinu í morgun og ræddi alvarleika málsins. Sifjadeildin annast mál sem varða fjölskyldur og fjölskyldutengsl og flokkast í grófum dráttum í hjúskaparrétt, sambúðarrétt og barnarétt eða réttarstöðu barna gagnvart foreldrum. „Þetta ástand hefur nú varað í nokkur ár en staðan er þannig að á sifjadeildinni er svo mikil mannekla að níu málum sem varðar forsjá lögheimili, skilnað, umgengni barna við foreldra hefur ekki verið úthlutað síðan í október þannig að þau bara hrúgast upp málin,“ segir Helga Vala.Tafirnar valdi börnum skaða Hún segir að tafirnar í máli barnanna standist ekki lög. Mál þar sem börn eiga í hlut eigi að sæta flýtimeðferð í kerfinu. „Þegar börn fá ekki að hitta annað foreldri sitt, því stundum er það bara tálmun. Það er í minnihluta tilvika þar sem um er að ræða einhverja raunverulega hættu. Þá hvað? Barnið verður bara fyrir rofi þarna og það er mjög alvarlegt og þetta er skaði sem verður ekkert tekinn til baka.“ Stjórnvöld beri ábyrgð á því að koma ekki illa fram við börn. Aðspurð hvort þetta tengist manneklu segir Helga Vala svo vera. „Já, allavega á þessari deild. Það er bara algjör tappi. Þetta er svo alvarlegt eins og til dæmis þegar um er að ræða umgengni. Auðvitað minna alvarlegt þegar allt er í sátt og samlyndi því þá getur fólk bara látið hlutina ganga eðlilega fyrir sig þó það sé auðvitað mjög vont að vera áfram skráður í hjúskap með einhverjum sem þú villt ekki, bara upp á skattalegu hliðina og eignahliðina og allt þetta.“ Embættið hafi einfaldlega ekki nóg fjármagn. „Ég veit ekki hvort það er af því það er illa skipulagt eða bara af því að verkefnastaðan er svona. Við erum nýbúin að fá stjórnsýsluúttekt frá ríkisendurskoðun á sýslumannsembættunum og það var líka algjör rassskelling fyrir stjórnvöld. Þegar sýslumannsembættin voru sameinuð þá var bara staðið mjög illa að því. Það var illa undirbúið, verkefnastaðan var ekki yfirfarin, það er ekkert verkbókhald þarna inni og það fjármagn sem átti að fylgja verkefnunum, það var svona lítið utanumhald og lítil yfirsýn.“ Starfandi dómsmálaráðherra sagði í gær að stjórnvöld væru að fara yfir stöðu sýslumannsembættanna og vinna væri hafin við að rafvæða þinglýsingar. Helga Vala segir þó að málið snúist ekki bara um hagræðingu. „Það er augljóst að það þarf átak núna og fjölga þarf starfsmönnum í þessu skrímsli sem sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er því þetta er risastórt.“ Alþingi Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Ráðast verður í sérstakt átak til að laga það „ófremdarástand“ sem ríkir á sifjadeild Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mat Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis. Helga Vala lagði fram fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, starfandi dómsmálaráðherra. Hún vildi vita hvað ráðherrann hygðist taka til bragðs til að leysa vandann. Helga Vala var til viðtals í Bítinu í morgun og ræddi alvarleika málsins. Sifjadeildin annast mál sem varða fjölskyldur og fjölskyldutengsl og flokkast í grófum dráttum í hjúskaparrétt, sambúðarrétt og barnarétt eða réttarstöðu barna gagnvart foreldrum. „Þetta ástand hefur nú varað í nokkur ár en staðan er þannig að á sifjadeildinni er svo mikil mannekla að níu málum sem varðar forsjá lögheimili, skilnað, umgengni barna við foreldra hefur ekki verið úthlutað síðan í október þannig að þau bara hrúgast upp málin,“ segir Helga Vala.Tafirnar valdi börnum skaða Hún segir að tafirnar í máli barnanna standist ekki lög. Mál þar sem börn eiga í hlut eigi að sæta flýtimeðferð í kerfinu. „Þegar börn fá ekki að hitta annað foreldri sitt, því stundum er það bara tálmun. Það er í minnihluta tilvika þar sem um er að ræða einhverja raunverulega hættu. Þá hvað? Barnið verður bara fyrir rofi þarna og það er mjög alvarlegt og þetta er skaði sem verður ekkert tekinn til baka.“ Stjórnvöld beri ábyrgð á því að koma ekki illa fram við börn. Aðspurð hvort þetta tengist manneklu segir Helga Vala svo vera. „Já, allavega á þessari deild. Það er bara algjör tappi. Þetta er svo alvarlegt eins og til dæmis þegar um er að ræða umgengni. Auðvitað minna alvarlegt þegar allt er í sátt og samlyndi því þá getur fólk bara látið hlutina ganga eðlilega fyrir sig þó það sé auðvitað mjög vont að vera áfram skráður í hjúskap með einhverjum sem þú villt ekki, bara upp á skattalegu hliðina og eignahliðina og allt þetta.“ Embættið hafi einfaldlega ekki nóg fjármagn. „Ég veit ekki hvort það er af því það er illa skipulagt eða bara af því að verkefnastaðan er svona. Við erum nýbúin að fá stjórnsýsluúttekt frá ríkisendurskoðun á sýslumannsembættunum og það var líka algjör rassskelling fyrir stjórnvöld. Þegar sýslumannsembættin voru sameinuð þá var bara staðið mjög illa að því. Það var illa undirbúið, verkefnastaðan var ekki yfirfarin, það er ekkert verkbókhald þarna inni og það fjármagn sem átti að fylgja verkefnunum, það var svona lítið utanumhald og lítil yfirsýn.“ Starfandi dómsmálaráðherra sagði í gær að stjórnvöld væru að fara yfir stöðu sýslumannsembættanna og vinna væri hafin við að rafvæða þinglýsingar. Helga Vala segir þó að málið snúist ekki bara um hagræðingu. „Það er augljóst að það þarf átak núna og fjölga þarf starfsmönnum í þessu skrímsli sem sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er því þetta er risastórt.“
Alþingi Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira