Ekkert heyrst frá Eurovision vegna kröfu um brottvísun Hatara Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2019 14:28 Hatari samanstendur af Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Hannigan og Einari Stefánssyni. visir/vilhelm Íslenski Eurovision-hópurinn mun halda sínu striki þrátt fyrir kröfur tveggja stuðningssamtaka Ísraelsríkis um að Hatari verði rekinn úr keppni. Ekkert hafi heyrst frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vegna málsins en forseti og framkvæmdastjóri sambandsins voru á meðal þeirra sem fékk bréfið sent.Sjá einnig: Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins segir í samtali við Vísi að hann geti lítið tjáð sig um kröfurnar þar sem fátt liggi fyrir í málinu, utan yfirlýsingarinnar um bréfið. „Við erum bara ekkert búin að ræða þetta og ekkert farin að skoða þetta nánar, þannig að við vitum voðalega lítið um málið, og höfum ekkert heyrt frá EBU,“ segir Felix. „Þannig að í augnablikinu er ekkert að frétta, frá okkar herbúðum að minnsta kosti.“Felix Bergsson hefur verið fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision undanfarin ár - og er enn.Vísir/StefánÍ bréfinu, sem samtökin UK Lawyers for Israel (UKLFI) og hin bandaríska Simon Wiesenthal-stofnun skrifa undir, er þess krafist að Hatara verði vikið úr Eurovision. Bréfið er stílað á Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, en Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, sem heldur keppnina, auk forseta og framkvæmdastjóra sambandsins fengu einnig bréfið. Vísað er til þess að Hatari hafi gert keppnina að pólitískum vettvangi með afstöðu sinnar til kapítalisma og Ísraelsríkis, auk þess sem textinn sé and-evrópskur, and-menningarlegur og hatursfullur. Með þessu hafi sveitin brotið reglur keppninnar, sem kveða á um að Eurovision skuli halda utan við alla pólitíska umræðu.Sjá einnig: Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu Felix segir sveitina nú stadda í Madríd þar sem hún stígur á stokk í kvöld. „Þau eru búin að vera í Ísrael í vikunni að gera póstkortið og voru svo í London í viðtölum og öðru slíku, það er mikill áhugi á þeim þar.“En er þetta eitthvað sem þykir ástæða til að skoða?„Við höldum bara okkar striki og svo sjáum við bara hvað kemur. Enn þá er ekkert sem er á borðinu með neitt slíkt. Við höldum bara áfram að fylgjast með umræðunni, þannig lagað,“ segir Felix. Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýni samtakanna verki bitlaus. Málið væri greinilega spurning um hagsmuni. „Auðvitað er alltaf gaman að sjá þegar fólk les af svona mikilli alúð í textana manns en þegar markmiðið með rýninni er svona augljóst þá tekur það kannski bitið úr henni. Hitt er annað mál að svona viðbrögð sýna hversu miklir hagsmunir eru í húfi,“ sagði Matthías. Eurovision Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00 Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Íslenski Eurovision-hópurinn mun halda sínu striki þrátt fyrir kröfur tveggja stuðningssamtaka Ísraelsríkis um að Hatari verði rekinn úr keppni. Ekkert hafi heyrst frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vegna málsins en forseti og framkvæmdastjóri sambandsins voru á meðal þeirra sem fékk bréfið sent.Sjá einnig: Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins segir í samtali við Vísi að hann geti lítið tjáð sig um kröfurnar þar sem fátt liggi fyrir í málinu, utan yfirlýsingarinnar um bréfið. „Við erum bara ekkert búin að ræða þetta og ekkert farin að skoða þetta nánar, þannig að við vitum voðalega lítið um málið, og höfum ekkert heyrt frá EBU,“ segir Felix. „Þannig að í augnablikinu er ekkert að frétta, frá okkar herbúðum að minnsta kosti.“Felix Bergsson hefur verið fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision undanfarin ár - og er enn.Vísir/StefánÍ bréfinu, sem samtökin UK Lawyers for Israel (UKLFI) og hin bandaríska Simon Wiesenthal-stofnun skrifa undir, er þess krafist að Hatara verði vikið úr Eurovision. Bréfið er stílað á Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, en Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, sem heldur keppnina, auk forseta og framkvæmdastjóra sambandsins fengu einnig bréfið. Vísað er til þess að Hatari hafi gert keppnina að pólitískum vettvangi með afstöðu sinnar til kapítalisma og Ísraelsríkis, auk þess sem textinn sé and-evrópskur, and-menningarlegur og hatursfullur. Með þessu hafi sveitin brotið reglur keppninnar, sem kveða á um að Eurovision skuli halda utan við alla pólitíska umræðu.Sjá einnig: Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu Felix segir sveitina nú stadda í Madríd þar sem hún stígur á stokk í kvöld. „Þau eru búin að vera í Ísrael í vikunni að gera póstkortið og voru svo í London í viðtölum og öðru slíku, það er mikill áhugi á þeim þar.“En er þetta eitthvað sem þykir ástæða til að skoða?„Við höldum bara okkar striki og svo sjáum við bara hvað kemur. Enn þá er ekkert sem er á borðinu með neitt slíkt. Við höldum bara áfram að fylgjast með umræðunni, þannig lagað,“ segir Felix. Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýni samtakanna verki bitlaus. Málið væri greinilega spurning um hagsmuni. „Auðvitað er alltaf gaman að sjá þegar fólk les af svona mikilli alúð í textana manns en þegar markmiðið með rýninni er svona augljóst þá tekur það kannski bitið úr henni. Hitt er annað mál að svona viðbrögð sýna hversu miklir hagsmunir eru í húfi,“ sagði Matthías.
Eurovision Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00 Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55
Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00
Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44