Ekkert heyrst frá Eurovision vegna kröfu um brottvísun Hatara Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2019 14:28 Hatari samanstendur af Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Hannigan og Einari Stefánssyni. visir/vilhelm Íslenski Eurovision-hópurinn mun halda sínu striki þrátt fyrir kröfur tveggja stuðningssamtaka Ísraelsríkis um að Hatari verði rekinn úr keppni. Ekkert hafi heyrst frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vegna málsins en forseti og framkvæmdastjóri sambandsins voru á meðal þeirra sem fékk bréfið sent.Sjá einnig: Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins segir í samtali við Vísi að hann geti lítið tjáð sig um kröfurnar þar sem fátt liggi fyrir í málinu, utan yfirlýsingarinnar um bréfið. „Við erum bara ekkert búin að ræða þetta og ekkert farin að skoða þetta nánar, þannig að við vitum voðalega lítið um málið, og höfum ekkert heyrt frá EBU,“ segir Felix. „Þannig að í augnablikinu er ekkert að frétta, frá okkar herbúðum að minnsta kosti.“Felix Bergsson hefur verið fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision undanfarin ár - og er enn.Vísir/StefánÍ bréfinu, sem samtökin UK Lawyers for Israel (UKLFI) og hin bandaríska Simon Wiesenthal-stofnun skrifa undir, er þess krafist að Hatara verði vikið úr Eurovision. Bréfið er stílað á Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, en Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, sem heldur keppnina, auk forseta og framkvæmdastjóra sambandsins fengu einnig bréfið. Vísað er til þess að Hatari hafi gert keppnina að pólitískum vettvangi með afstöðu sinnar til kapítalisma og Ísraelsríkis, auk þess sem textinn sé and-evrópskur, and-menningarlegur og hatursfullur. Með þessu hafi sveitin brotið reglur keppninnar, sem kveða á um að Eurovision skuli halda utan við alla pólitíska umræðu.Sjá einnig: Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu Felix segir sveitina nú stadda í Madríd þar sem hún stígur á stokk í kvöld. „Þau eru búin að vera í Ísrael í vikunni að gera póstkortið og voru svo í London í viðtölum og öðru slíku, það er mikill áhugi á þeim þar.“En er þetta eitthvað sem þykir ástæða til að skoða?„Við höldum bara okkar striki og svo sjáum við bara hvað kemur. Enn þá er ekkert sem er á borðinu með neitt slíkt. Við höldum bara áfram að fylgjast með umræðunni, þannig lagað,“ segir Felix. Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýni samtakanna verki bitlaus. Málið væri greinilega spurning um hagsmuni. „Auðvitað er alltaf gaman að sjá þegar fólk les af svona mikilli alúð í textana manns en þegar markmiðið með rýninni er svona augljóst þá tekur það kannski bitið úr henni. Hitt er annað mál að svona viðbrögð sýna hversu miklir hagsmunir eru í húfi,“ sagði Matthías. Eurovision Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00 Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Sjá meira
Íslenski Eurovision-hópurinn mun halda sínu striki þrátt fyrir kröfur tveggja stuðningssamtaka Ísraelsríkis um að Hatari verði rekinn úr keppni. Ekkert hafi heyrst frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vegna málsins en forseti og framkvæmdastjóri sambandsins voru á meðal þeirra sem fékk bréfið sent.Sjá einnig: Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins segir í samtali við Vísi að hann geti lítið tjáð sig um kröfurnar þar sem fátt liggi fyrir í málinu, utan yfirlýsingarinnar um bréfið. „Við erum bara ekkert búin að ræða þetta og ekkert farin að skoða þetta nánar, þannig að við vitum voðalega lítið um málið, og höfum ekkert heyrt frá EBU,“ segir Felix. „Þannig að í augnablikinu er ekkert að frétta, frá okkar herbúðum að minnsta kosti.“Felix Bergsson hefur verið fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision undanfarin ár - og er enn.Vísir/StefánÍ bréfinu, sem samtökin UK Lawyers for Israel (UKLFI) og hin bandaríska Simon Wiesenthal-stofnun skrifa undir, er þess krafist að Hatara verði vikið úr Eurovision. Bréfið er stílað á Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, en Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, sem heldur keppnina, auk forseta og framkvæmdastjóra sambandsins fengu einnig bréfið. Vísað er til þess að Hatari hafi gert keppnina að pólitískum vettvangi með afstöðu sinnar til kapítalisma og Ísraelsríkis, auk þess sem textinn sé and-evrópskur, and-menningarlegur og hatursfullur. Með þessu hafi sveitin brotið reglur keppninnar, sem kveða á um að Eurovision skuli halda utan við alla pólitíska umræðu.Sjá einnig: Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu Felix segir sveitina nú stadda í Madríd þar sem hún stígur á stokk í kvöld. „Þau eru búin að vera í Ísrael í vikunni að gera póstkortið og voru svo í London í viðtölum og öðru slíku, það er mikill áhugi á þeim þar.“En er þetta eitthvað sem þykir ástæða til að skoða?„Við höldum bara okkar striki og svo sjáum við bara hvað kemur. Enn þá er ekkert sem er á borðinu með neitt slíkt. Við höldum bara áfram að fylgjast með umræðunni, þannig lagað,“ segir Felix. Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýni samtakanna verki bitlaus. Málið væri greinilega spurning um hagsmuni. „Auðvitað er alltaf gaman að sjá þegar fólk les af svona mikilli alúð í textana manns en þegar markmiðið með rýninni er svona augljóst þá tekur það kannski bitið úr henni. Hitt er annað mál að svona viðbrögð sýna hversu miklir hagsmunir eru í húfi,“ sagði Matthías.
Eurovision Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00 Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Sjá meira
Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55
Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00
Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44