Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 13:13 Mexíkósk börn gægjast í gegnum múrinn yfir til Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. The Guardian greinir frá. Alríkislögreglan handtók Larry Mitchell Hopkins, 69 ára, á þeim grundvelli að hafa ólöglega haft í fórum sínum skotvopn og skotfæri aðeins nokkrum dögum eftir að hópurinn birti myndbönd þar sem vopnaðir menn sjást stöðva flóttamenn við landamærin í Nýju Mexíkó, þar sem þeir skipuðu fólkinu að sitja á jörðinni. Einnig sást hópurinn hafa samráð við landamæraeftirlitið um að láta taka fólkið í varðhald. Á fimmtudag kölluðu samtökin the American Civil Liberties Union (ACLU) eftir því að rannsókn hæfist á hópnum, sem eru yfirlýstir stuðningsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, sem hefur vaktað landamærin og kallar sig United Constitutional Patriots (UCP). ACLU hefur lýst hópnum sem „vopnuðu, fasísku þjóðvarðliði“ sem hafi rænt og haldið fólki ólöglega sem sóst hafi eftir hæli. Hlutverk Hopkins innan hópsins er ekki þekkt og ekki er ljóst að svo stöddu hvort hann hafi verið ákærður vegna þess sem fram kom í myndbandinu. Embætti ríkissaksóknara í Nýju Mexíkó lýsti Hopkins sem „hættulegum glæpamanni sem ætti ekki að bera vopn nálægt börnum og fjölskyldum,“ sem og „vopnuðum einstaklingi sem haldið hafi innflytjendum við landamærin.“ Í tilkynningu alríkislögreglunnar kom nafn hópsins hvergi fram, né ólöglegt hald innflytjendanna, en þar sagði að Hopkins hafi einnig gengist undir nafninu Johnny Horton yngri og að hann muni mæta fyrir dóm á mánudag. Í einu myndbandanna sem var birt síðasta mánudag sjást mennirnir í hópnum skipa tugum flóttamanna fyrir, þar á meðal börnum, og segja þeim að sitja kyrr á jörðinni. Einnig er talað yfir myndbandið þar sem meðlimur hópsins segir „hér er engir landamæraverðir. Þetta erum við.“ Mennirnir virðast svo hringja í landamæraeftirlitið sem síðar mætir á staðinn. ACLU í Nýju Mexíkó segir, í bréfi til yfirvalda, að hópurinn hafi náð allt að 300 flóttamönnum í Nýju Mexíkó, rétt hjá El Paso í Texas. Í myndböndunum tala meðlimir hópsins fyrir tillögu Trumps um hinn margumrædda múr sem á að reisa á landamærunum, og vara einnig við „innrás.“ Áhyggjur hafa vaknað um að mennirnir, sem klæðast fötum í hermannastíl, gætu verið að þykjast vera landamæraverðir. Í einu myndbandanna myndaði Jim Benvie, einn meðlima hópsins, sig stoppa fjóra fullorðna og þrjú börn og segja „landamæraeftirlitið“ þegar hann nálgaðist þau, áður en hann kallaði á annan meðlim hópsins. Í símtali, sem vel heyrist í myndbandinu, heyrist einn mannanna segja „Halló, ég hef sjö hérna.“ UCP hópurinn hefur áður kynnt sig sem hóp sjálfboðaliða sem hjálpi landamæraeftirlitinu og styðji Trump. Undanfarin ár hefur herþjálfuðum hópum almennra borgara fjölgað og margir þeirra einkennast af útlendingahatri. Hóparnir vinna með landamæraeftirlitinu og leita uppi ólöglega innflytjendur. Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. The Guardian greinir frá. Alríkislögreglan handtók Larry Mitchell Hopkins, 69 ára, á þeim grundvelli að hafa ólöglega haft í fórum sínum skotvopn og skotfæri aðeins nokkrum dögum eftir að hópurinn birti myndbönd þar sem vopnaðir menn sjást stöðva flóttamenn við landamærin í Nýju Mexíkó, þar sem þeir skipuðu fólkinu að sitja á jörðinni. Einnig sást hópurinn hafa samráð við landamæraeftirlitið um að láta taka fólkið í varðhald. Á fimmtudag kölluðu samtökin the American Civil Liberties Union (ACLU) eftir því að rannsókn hæfist á hópnum, sem eru yfirlýstir stuðningsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, sem hefur vaktað landamærin og kallar sig United Constitutional Patriots (UCP). ACLU hefur lýst hópnum sem „vopnuðu, fasísku þjóðvarðliði“ sem hafi rænt og haldið fólki ólöglega sem sóst hafi eftir hæli. Hlutverk Hopkins innan hópsins er ekki þekkt og ekki er ljóst að svo stöddu hvort hann hafi verið ákærður vegna þess sem fram kom í myndbandinu. Embætti ríkissaksóknara í Nýju Mexíkó lýsti Hopkins sem „hættulegum glæpamanni sem ætti ekki að bera vopn nálægt börnum og fjölskyldum,“ sem og „vopnuðum einstaklingi sem haldið hafi innflytjendum við landamærin.“ Í tilkynningu alríkislögreglunnar kom nafn hópsins hvergi fram, né ólöglegt hald innflytjendanna, en þar sagði að Hopkins hafi einnig gengist undir nafninu Johnny Horton yngri og að hann muni mæta fyrir dóm á mánudag. Í einu myndbandanna sem var birt síðasta mánudag sjást mennirnir í hópnum skipa tugum flóttamanna fyrir, þar á meðal börnum, og segja þeim að sitja kyrr á jörðinni. Einnig er talað yfir myndbandið þar sem meðlimur hópsins segir „hér er engir landamæraverðir. Þetta erum við.“ Mennirnir virðast svo hringja í landamæraeftirlitið sem síðar mætir á staðinn. ACLU í Nýju Mexíkó segir, í bréfi til yfirvalda, að hópurinn hafi náð allt að 300 flóttamönnum í Nýju Mexíkó, rétt hjá El Paso í Texas. Í myndböndunum tala meðlimir hópsins fyrir tillögu Trumps um hinn margumrædda múr sem á að reisa á landamærunum, og vara einnig við „innrás.“ Áhyggjur hafa vaknað um að mennirnir, sem klæðast fötum í hermannastíl, gætu verið að þykjast vera landamæraverðir. Í einu myndbandanna myndaði Jim Benvie, einn meðlima hópsins, sig stoppa fjóra fullorðna og þrjú börn og segja „landamæraeftirlitið“ þegar hann nálgaðist þau, áður en hann kallaði á annan meðlim hópsins. Í símtali, sem vel heyrist í myndbandinu, heyrist einn mannanna segja „Halló, ég hef sjö hérna.“ UCP hópurinn hefur áður kynnt sig sem hóp sjálfboðaliða sem hjálpi landamæraeftirlitinu og styðji Trump. Undanfarin ár hefur herþjálfuðum hópum almennra borgara fjölgað og margir þeirra einkennast af útlendingahatri. Hóparnir vinna með landamæraeftirlitinu og leita uppi ólöglega innflytjendur.
Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25
Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04