Erlent

Vanir fjallgöngumenn fundust látnir

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Fjallgarðurinn í kringum Louis vatn í Banff þjóðgarði.
Fjallgarðurinn í kringum Louis vatn í Banff þjóðgarði. Getty/VW Pics
Þrír fjallgöngumenn hafa fundist látnir á austurhlið Howse tindsins í Banff þjóðgarðinum í Kanada. Tveir mannanna voru austurrískir, þeir David Lama, 28 ára, og Hansjörg Auer, 35 ára, en þriðji maðurinn var bandarískur ríkisborgari, sá bar nafnið Jess Roskelley og var 36 ára gamall. Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC.



Tilkynnt var um hvarf hópsins á miðvikudag en síðar var talið að þeir væru látnir, en björgunaraðgerðir töfðust vegna veðurs.

Þeir voru allir vel þekktir og þaulreyndir atvinnumenn í fjallamennsku. Kanadísk yfirvöld sögðu björgunarmenn hafa séð merki um að nokkur snjóflóð hafi fallið þegar hópurinn fannst.

Hópurinn hafði reynt að fara leið sem þekkt er sem M16 og hefur aðeins verið klifin einu sinni áður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×