Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2019 14:25 Lögreglan mun ræða við drengi og foreldra þeirra vegna málsins. Vísir/Vilhelm Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar meinta árás hóps ungmenna á ungling í Langarima í Grafarvogi um klukkan fimm í gærdag. Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi og íbúi í Grafarvogi tilkynnti málið til lögreglu og greindi frá því í hópi sem ætlaður er íbúum Grafarvogs á Facebook.Sigurður segir mennina hafa tekið árásina upp á síma. Þegar hann hafi reynt að skakka leikinn hafi honum ógnandi verið tjáð að þetta kæmi honum ekki við en piltarnir létu sér ekki segjast fyrr en Sigurður tók símann upp og hringdi á lögregluna. „Fórnarlambið, sem er af erlendum uppruna, var augljóslega skelkað og niðurbrotið,“ segir Sigurður sem beið hjá drengnum þar til lögreglan kom. Drengurinn býr ekki í hverfinu en Sigurður segir hann hafa tjáð sér og lögreglu að hann hefði veri plataður á staðinn í gegnum netið þar sem drengir á aldrinum þrettán ára til fimmtán ára hefðu beðið hans. „Hann sagði mér og lögreglu að einhver úr hópnum hefði kallað hann skítugan útlending (eða eitthvað í þá áttina) og skipað honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann og fékk hann meðal annars högg í andlitið. Einhverjir þarna voru með hnúajárn og nokkrir voru að taka atvikið upp (þetta sá ég þegar ég kom að keyrandi),“ skrifaði Sigurður. Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu ætla að ræða við hlutaðeigandi í dag og næstu daga til að ná utan um atburðarásina. Ætlar lögreglan að ræða við nokkra einstaklinga, foreldra þeirra og barnaverndaryfirvöld. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar meinta árás hóps ungmenna á ungling í Langarima í Grafarvogi um klukkan fimm í gærdag. Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi og íbúi í Grafarvogi tilkynnti málið til lögreglu og greindi frá því í hópi sem ætlaður er íbúum Grafarvogs á Facebook.Sigurður segir mennina hafa tekið árásina upp á síma. Þegar hann hafi reynt að skakka leikinn hafi honum ógnandi verið tjáð að þetta kæmi honum ekki við en piltarnir létu sér ekki segjast fyrr en Sigurður tók símann upp og hringdi á lögregluna. „Fórnarlambið, sem er af erlendum uppruna, var augljóslega skelkað og niðurbrotið,“ segir Sigurður sem beið hjá drengnum þar til lögreglan kom. Drengurinn býr ekki í hverfinu en Sigurður segir hann hafa tjáð sér og lögreglu að hann hefði veri plataður á staðinn í gegnum netið þar sem drengir á aldrinum þrettán ára til fimmtán ára hefðu beðið hans. „Hann sagði mér og lögreglu að einhver úr hópnum hefði kallað hann skítugan útlending (eða eitthvað í þá áttina) og skipað honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann og fékk hann meðal annars högg í andlitið. Einhverjir þarna voru með hnúajárn og nokkrir voru að taka atvikið upp (þetta sá ég þegar ég kom að keyrandi),“ skrifaði Sigurður. Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu ætla að ræða við hlutaðeigandi í dag og næstu daga til að ná utan um atburðarásina. Ætlar lögreglan að ræða við nokkra einstaklinga, foreldra þeirra og barnaverndaryfirvöld.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira