Hluti framkvæmdasvæðis hafnar á náttúruminjaskrá Sveinn Arnarsson skrifar 23. apríl 2019 06:15 Frá Finnafirði þar sem uppi eru áform um uppbyggingu umskipunar- og stórskipahafnar. Fréttablaðið/Pjetur Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. Nú hins vegar segir hann ríkið ekki hafa fjárhagslega aðkomu að verkefninu og engu við það að bæta. Hluti af svæði sem nú er á náttúruminjaskrá er inni á framkvæmdasvæði stórskipahafnarinnar. Tugþúsundir fermetra munu fara undir starfsemi í Finnafirði og segir sveitarstjóri Langanesbyggðar, Elías Pétursson, að svæðið á aðalskipulagi sem á að fara undir hafnsækna starfsemi sé stórt og hafi mikla möguleika sem slíkt. Hann segir einnig að vitaskuld muni framkvæmdin hafa neikvæð umhverfisáhrif en á móti komi að samfélagsleg áhrif slíkra framkvæmda yrðu afar jákvæð fyrir svæðið. „Svona stórar framkvæmdir munu að einhverju leyti breyta ásýnd svæðisins og sjónræn áhrif framkvæmdanna verða líkast til einhver. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar framkvæmdir munu á móti hafa afar jákvæð efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á byggðirnar hér í kring,“ segir Elías. „Því er mikilvægt að samfélögin fái að skipuleggja sín athafnasvæði til að fjölga störfum á svæðinu og byggja upp öflugt atvinnulíf.“ Verkefnið er ægistórt. Í Finnafirði er gert ráð fyrir miklum landfyllingum, en eins og segir í greinargerð er ekki hægt að áætla magn fyrr en hönnun liggur fyrir. Að mati Umhverfisstofnunar er umhugsunarvert að verið er að áætla miklar landfyllingar vegna iðnaðar og hafnarsvæðis á landsvæði sem er í dag að mestu leyti ósnortið af manngerðum framkvæmdum og að hluta til á náttúruminjaskrá. „Landvernd telur að uppbygging iðnaðarstarfsemi á svæði á náttúruminjaskrá sé í miklu ósamræmi við þessa markmiða- og stefnumiða setningu sveitarstjórnar Langanesbyggðar, ekki síst þegar um er að ræða jafn viðamikla og stórvaxna starfsemi og fyrirhuguð er í Gunnólfsvík,“ segir í umsögn Landverndar um aðalskipulag Langanesbyggðar. Umsögnin er undirrituð af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Þá eru þessi svæði í næsta nágrenni við stórt tiltölulega lítt snortið svæði. Verðmæti slíkra svæða fer vaxandi í heimi sem sífellt verður þéttsetnari. Þar er um að ræða verðmæti sem felast í eigingildi náttúrunnar en einnig í möguleikum á uppbyggingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða umhverfisráðherra vegna málsins. Hann vildi ekki veita Fréttablaðinu viðtal vegna málsins. Aðstoðarmaður hans, Sigríður Víðis Jónsdóttir, sendi fréttamanni eftirfarandi svar. „Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, Bremenports og Eflu verkfræðistofu undirrituðu samninga um hafnarstarfsemi í Finnafirði síðastliðinn fimmtudag. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fór síðan yfir stöðu Finnafjarðarverkefnisins í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Ríkið hefur ekki haft neina fjárhagslega aðkomu að þessu og umhverfisráðherra hefur í raun engu við þetta að bæta.“ Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. Nú hins vegar segir hann ríkið ekki hafa fjárhagslega aðkomu að verkefninu og engu við það að bæta. Hluti af svæði sem nú er á náttúruminjaskrá er inni á framkvæmdasvæði stórskipahafnarinnar. Tugþúsundir fermetra munu fara undir starfsemi í Finnafirði og segir sveitarstjóri Langanesbyggðar, Elías Pétursson, að svæðið á aðalskipulagi sem á að fara undir hafnsækna starfsemi sé stórt og hafi mikla möguleika sem slíkt. Hann segir einnig að vitaskuld muni framkvæmdin hafa neikvæð umhverfisáhrif en á móti komi að samfélagsleg áhrif slíkra framkvæmda yrðu afar jákvæð fyrir svæðið. „Svona stórar framkvæmdir munu að einhverju leyti breyta ásýnd svæðisins og sjónræn áhrif framkvæmdanna verða líkast til einhver. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar framkvæmdir munu á móti hafa afar jákvæð efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á byggðirnar hér í kring,“ segir Elías. „Því er mikilvægt að samfélögin fái að skipuleggja sín athafnasvæði til að fjölga störfum á svæðinu og byggja upp öflugt atvinnulíf.“ Verkefnið er ægistórt. Í Finnafirði er gert ráð fyrir miklum landfyllingum, en eins og segir í greinargerð er ekki hægt að áætla magn fyrr en hönnun liggur fyrir. Að mati Umhverfisstofnunar er umhugsunarvert að verið er að áætla miklar landfyllingar vegna iðnaðar og hafnarsvæðis á landsvæði sem er í dag að mestu leyti ósnortið af manngerðum framkvæmdum og að hluta til á náttúruminjaskrá. „Landvernd telur að uppbygging iðnaðarstarfsemi á svæði á náttúruminjaskrá sé í miklu ósamræmi við þessa markmiða- og stefnumiða setningu sveitarstjórnar Langanesbyggðar, ekki síst þegar um er að ræða jafn viðamikla og stórvaxna starfsemi og fyrirhuguð er í Gunnólfsvík,“ segir í umsögn Landverndar um aðalskipulag Langanesbyggðar. Umsögnin er undirrituð af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Þá eru þessi svæði í næsta nágrenni við stórt tiltölulega lítt snortið svæði. Verðmæti slíkra svæða fer vaxandi í heimi sem sífellt verður þéttsetnari. Þar er um að ræða verðmæti sem felast í eigingildi náttúrunnar en einnig í möguleikum á uppbyggingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða umhverfisráðherra vegna málsins. Hann vildi ekki veita Fréttablaðinu viðtal vegna málsins. Aðstoðarmaður hans, Sigríður Víðis Jónsdóttir, sendi fréttamanni eftirfarandi svar. „Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, Bremenports og Eflu verkfræðistofu undirrituðu samninga um hafnarstarfsemi í Finnafirði síðastliðinn fimmtudag. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fór síðan yfir stöðu Finnafjarðarverkefnisins í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Ríkið hefur ekki haft neina fjárhagslega aðkomu að þessu og umhverfisráðherra hefur í raun engu við þetta að bæta.“
Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira