Erlent

Öflugir jarðskjálftar á Filippseyjum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ekki hafa borist fregnir af manntjóni af völdum skjálftans í nótt en björgunarstörf vegna hins fyrri eru enn í fullum gangi. Skjálftinn í nótt var á öðrum stað í landinu, eða á miðhluta þess.
Ekki hafa borist fregnir af manntjóni af völdum skjálftans í nótt en björgunarstörf vegna hins fyrri eru enn í fullum gangi. Skjálftinn í nótt var á öðrum stað í landinu, eða á miðhluta þess. vísir/getty
Jarðskjálfti sem mældist 6,3 stig reið yfir Filippseyjar í nótt en í gær reið skjálfti upp á 6,1 stig yfir norðurhluta landsins þar sem ellefu fórust.

Ekki hafa borist fregnir af manntjóni af völdum skjálftans í nótt en björgunarstörf vegna hins fyrri eru enn í fullum gangi. Skjálftinn í nótt var á öðrum stað í landinu, eða á miðhluta þess.

Auk þeirra ellefu sem fórust í gær er tuttugu og fjögurra saknað. Mesta tjónið varð þegar verslunarmiðstöð hrundi auk þess sem flugvöllur á svæðinu skemmdist töluvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×