Askja kaupir Hondu-umboðið á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2019 14:38 Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju. Fréttablaðið/Ernir Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Í kaupsamningnum er fyrirvari um samkomulag við Honda Motor Company Ltd. vegna kaupanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Óvíst er um afdrif tugi starfsmanna Bernhard en til stendur að bjóða mörgum þeirra vinnu að sögn forstjóra Öskju. Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að áfram verði byggt á þeim grunni og þjónustu sem viðskiptavinir Bernard þekkja og eigendur Honda-bifreiða á Íslandi hafa notið. Askja áformar að reka Honda umboðið til viðbótar við aðra starfsemi sína, en fyrir er Askja umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz og Kia á Íslandi. Ráðgjafar í viðskiptunum voru Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans fyrir seljanda og KPMG og Advel lögmenn fyrir kaupanda. Bernhard hefur verið umboðsaðili Honda á Íslandi allt frá árinu 1962. Bernhard hefur alla tíð verið í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhard. Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu en hins vegar séu kaupin í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum.Erfiður rekstur hjá Bernhard Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. Árið 2017 var stærsta ár í bílasölu frá upphafi. Tekjurnar drógust saman um 1,1 milljarð króna á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2017. Fjallað var um reksturinn í Fréttablaðinu í október síðastliðnum. Fyrirtækið missti Peugeot-umboðið til Brimborgar um mitt ár 2016. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 24 milljónir króna við árslok 2017 en það var jákvætt um 365 milljónir árið áður. Skuldir fyrirtækisins jukust úr 1,5 milljörðum króna í 2,1 milljarð við árslok. Fyrirtækið jók umsvif sín í rekstri bílaleigu á árinu 2017 en þá jókst virði bílaleigubíla í bókum félagsins um 51 prósent og nam 658 milljónum króna við árslok. Fjöldi starfsmanna Bernhards jókst úr 49 í 64 á árinu. Í dag eru um þrjátíu starfsmenn skráðir á heimasíðu Bernhard. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann vísaði á framkvæmdastjórann Gylfa Gunnarsson sem ekki hefur svarað skilaboðum. Bílar Tengdar fréttir Bernhard tapar 371 milljón Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. 10. október 2018 07:30 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Í kaupsamningnum er fyrirvari um samkomulag við Honda Motor Company Ltd. vegna kaupanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Óvíst er um afdrif tugi starfsmanna Bernhard en til stendur að bjóða mörgum þeirra vinnu að sögn forstjóra Öskju. Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að áfram verði byggt á þeim grunni og þjónustu sem viðskiptavinir Bernard þekkja og eigendur Honda-bifreiða á Íslandi hafa notið. Askja áformar að reka Honda umboðið til viðbótar við aðra starfsemi sína, en fyrir er Askja umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz og Kia á Íslandi. Ráðgjafar í viðskiptunum voru Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans fyrir seljanda og KPMG og Advel lögmenn fyrir kaupanda. Bernhard hefur verið umboðsaðili Honda á Íslandi allt frá árinu 1962. Bernhard hefur alla tíð verið í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhard. Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu en hins vegar séu kaupin í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum.Erfiður rekstur hjá Bernhard Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. Árið 2017 var stærsta ár í bílasölu frá upphafi. Tekjurnar drógust saman um 1,1 milljarð króna á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2017. Fjallað var um reksturinn í Fréttablaðinu í október síðastliðnum. Fyrirtækið missti Peugeot-umboðið til Brimborgar um mitt ár 2016. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 24 milljónir króna við árslok 2017 en það var jákvætt um 365 milljónir árið áður. Skuldir fyrirtækisins jukust úr 1,5 milljörðum króna í 2,1 milljarð við árslok. Fyrirtækið jók umsvif sín í rekstri bílaleigu á árinu 2017 en þá jókst virði bílaleigubíla í bókum félagsins um 51 prósent og nam 658 milljónum króna við árslok. Fjöldi starfsmanna Bernhards jókst úr 49 í 64 á árinu. Í dag eru um þrjátíu starfsmenn skráðir á heimasíðu Bernhard. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann vísaði á framkvæmdastjórann Gylfa Gunnarsson sem ekki hefur svarað skilaboðum.
Bílar Tengdar fréttir Bernhard tapar 371 milljón Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. 10. október 2018 07:30 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Bernhard tapar 371 milljón Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. 10. október 2018 07:30