Kaupir í Högum fyrir nærri 900 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. apríl 2019 08:30 Hagar reka meðal annars verslanir Bónuss. vísir/vilhelm Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur bætt við sig í Högum með kaupum á 1,65 prósenta hlut í smásölurisanum, að virði um 860 milljónir króna, samkvæmt nýlegum lista yfir stærstu hluthafa hans. Þá hefur Stapi lífeyrissjóður keypt tæplega 0,5 prósenta hlut í félaginu en Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og hlutabréfasjóður í stýringu Stefnis, auk 365 miðla, hafa á sama tíma minnkað umtalsvert við sig. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem er næststærsti lífeyrissjóður landsins, fór um miðjan aprílmánuð með 9,95 prósenta hlut í Högum, að virði um 5,2 milljarðar króna miðað við núverandi hlutabréfaverð félagsins, en til samanburðar nam eignarhlutur sjóðsins 8,3 prósentum í lok síðasta mánaðar. Er sjóðurinn þannig orðinn þriðji stærsti hluthafi í Högum á eftir Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi – lífeyrissjóði en fyrrnefndi sjóðurinn seldi fyrr í mánuðinum 0,8 prósenta hlut í smásölufélaginu. Er eignarhlutur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins nú tæplega 13,2 prósent. Stærsti hlutabréfasjóður landsins, Stefnir – ÍS 15, hefur jafnframt minnkað hlut sinn í Högum um samtals 0,9 prósent á undanförnum vikum. 365 miðlar, sem er að mestu í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, minnkuðu sem kunnugt er við sig í smásölurisanum fyrr í mánuðinum samhliða því að félagið fjárfesti í Skeljungi. Félagið átti rúmlega fjögurra prósenta hlut í Högum, meðal annars í gegnum framvirka samninga, í byrjun ársins. Haft var eftir Jóni Skaftasyni, framkvæmdastjóra fjárfestinga hjá 365 miðlum, á vef Fréttablaðsins fyrr í mánuðinum að félagið væri enn á meðal stærstu einkafjárfestanna í Högum. Mikil tækifæri væru almennt til hagræðingar á smásölumarkaðinum. Gengi hlutabréfa í Högum, sem reka meðal annars verslanir Bónuss og Hagkaupa, hefur lækkað um ríflega sjö prósent það sem af er ári. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur bætt við sig í Högum með kaupum á 1,65 prósenta hlut í smásölurisanum, að virði um 860 milljónir króna, samkvæmt nýlegum lista yfir stærstu hluthafa hans. Þá hefur Stapi lífeyrissjóður keypt tæplega 0,5 prósenta hlut í félaginu en Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og hlutabréfasjóður í stýringu Stefnis, auk 365 miðla, hafa á sama tíma minnkað umtalsvert við sig. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem er næststærsti lífeyrissjóður landsins, fór um miðjan aprílmánuð með 9,95 prósenta hlut í Högum, að virði um 5,2 milljarðar króna miðað við núverandi hlutabréfaverð félagsins, en til samanburðar nam eignarhlutur sjóðsins 8,3 prósentum í lok síðasta mánaðar. Er sjóðurinn þannig orðinn þriðji stærsti hluthafi í Högum á eftir Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi – lífeyrissjóði en fyrrnefndi sjóðurinn seldi fyrr í mánuðinum 0,8 prósenta hlut í smásölufélaginu. Er eignarhlutur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins nú tæplega 13,2 prósent. Stærsti hlutabréfasjóður landsins, Stefnir – ÍS 15, hefur jafnframt minnkað hlut sinn í Högum um samtals 0,9 prósent á undanförnum vikum. 365 miðlar, sem er að mestu í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, minnkuðu sem kunnugt er við sig í smásölurisanum fyrr í mánuðinum samhliða því að félagið fjárfesti í Skeljungi. Félagið átti rúmlega fjögurra prósenta hlut í Högum, meðal annars í gegnum framvirka samninga, í byrjun ársins. Haft var eftir Jóni Skaftasyni, framkvæmdastjóra fjárfestinga hjá 365 miðlum, á vef Fréttablaðsins fyrr í mánuðinum að félagið væri enn á meðal stærstu einkafjárfestanna í Högum. Mikil tækifæri væru almennt til hagræðingar á smásölumarkaðinum. Gengi hlutabréfa í Högum, sem reka meðal annars verslanir Bónuss og Hagkaupa, hefur lækkað um ríflega sjö prósent það sem af er ári.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira