Viðskipti innlent

Kæru Samherja vísað frá

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Þorsteinn Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Baldvinsson, forstjóri Samherja. Fréttablaðið/Anton Brink
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. Kæran fellur utan gildissviðs upplýsingalaga, að mati nefndarinnar, sem bendir á að um aðgang Samherja að umræddum gögnum fari eftir stjórnsýslulögum.

Samherji kærði í nóvember tafir Seðlabankans á meðferð beiðni útgerðarinnar um að fá aðgang að gögnum um rannsókn bankans en í kærunni tók lögmaður Samherja fram að miklu máli skipti hvernig staðið hefði verið að rannsókninni.

Samherji hefði til að mynda ítrekað óskað eftir því að fá afhenta útreikninga á útflutningsverði karfa, sem voru lagðir til grundvallar húsleit og kærum Seðlabankans til sérstaks saksóknara, en bankinn hefði ýmist látið hjá líða að svara félaginu eða sent því önnur gögn.

Seðlabankinn benti hins vegar á að umbeðnar upplýsingar vörðuðu stjórnsýslumál og upplýsingalögin giltu því ekki um aðgang að þeim. Undir það tók úrskurðarnefndin og vísaði kærunni frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×