Það erum við sem erum skynlausar skepnur, ekki dýrin Sölvi Jónsson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Á hverju ári er 56 milljörðum dýra slátrað, sem gerir 2.000 dýr á hverri sekúndu, og er þá fiskurinn ekki meðtalinn. Áætlað er að meðal Vesturlandabúi éti yfir 7.000 dýr á líftíma sínum; 11 kýr, 27 svín, 30 kindur, 2.400 hænur, 80 kalkúna og 4.500 fiska. Ef kanínum, öndum, gæsum, geitum og sjávarfangi öðru en fiski væri bætt við matseðilinn þá gerir þetta 7.500 dýr. En af er það sem áður var þegar húsdýrum var haldið til sveita og fengu að njóta útiveru og sæmilegs atlætis. Í dag hefur hinn fjandsamlegi verksmiðjubúskapur að mestu leyst sveitabúskapinn af hólmi. Dæmi úr eggjaiðnaðinum: Þegar varphænum er komið upp þá eru karlkynsungar flokkaðir frá kvenkyns. Þeim er síðan hent á færiband sem endar við kvörn. Goggurinn á óheppnari ungunum (kvenkyns) er að hluta klipptur af. Þegar ungarnir eru orðnir stórir munu þeir nefnilega eyða lífinu margir saman í búrum sem eru svo lítil að þeir geta ekki einu sinni breitt út vængina. Í leiðindum sínum er hætt við að hænurnar fari að kroppa í hver aðra. Varphænur eru „búnar“ þegar þær fara að verpa minna og er slátrað 18-24 mánaða gömlum. Fiðurfénaðurinn er hengdur á löppunum upp á króka og fer eftir „færibandi“ að hjólblaði sem snýst og sker hann á háls. Í millitíðinni eiga hænurnar að hafa farið með höfuðið ofan í vatn sem slær þær út tímabundið þannig að dauðinn á að vera sársaukalaus. Það er hins vegar vitað að hænurnar „missa“ sumar hverjar af vatninu. Dæmi úr mjólkuriðnaðinum: Mjólkurkýr eru þvingaðar til þess að bera kálfi á hverju ári, annars dettur mjólkurnytin niður. Kálfurinn er tekinn af kúnni aðeins nokkurra tíma gamall og er oftast slátrað. Þeir sem til þekkja segja að móðirin syrgi kálf sinn svo dögum skiptir. Mjólkurkýr þjást margar hverjar af krónískum og þjáningarfullum júgurbólgum enda eru þær að mjólka margfalt á við það sem er þeim náttúrulegt. Á heimasíðu íslenskra mjólkurbænda kemur fram að íslenskar mjólkurkýr „endist“ að meðaltali í tæp þrjú ár. Búpeningur er drepinn með pinna í gegnum hausinn. Í u.þ.b. 10% tilfella geigar pinninn með miklum þjáningum fyrir skepnuna og þá geigar líka oftast pinni númer tvö. Hlutgerving dýra er algjör – nei, þetta er ekki rétt, við þurrkum af hlutum og pössum að þeir brotni ekki. Við höfum skapað húsdýrunum líf sem er hreinasta helvíti á jörð. Dýrunum er eiginlegt að njóta útiveru og éta það sem jörðin gefur af sér. Dýrunum er ekki eiginlegt að vera lokuð inni fyrir lífstíð í daunillum skemmum með þann eina dóm á bakinu að okkur finnst kjötið af þeim gott eða eggin eða mjólkin undan þeim. En með þessari helför gagnvart húsdýrunum erum við um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm. Eina leiðin til þess að dýrin hrynji ekki niður úr sjúkdómum lifandi í þrengslunum og skítnum af hvert öðru er að dæla í þau sýklalyfjum. Við stöndum frammi fyrir því að stærsta framför læknavísindanna, sýklalyfin, verði ónothæf eftir nokkra áratugi. Sýklalyfin eru stærsta ástæðan fyrir langlífi nútímamannsins. Svo má heldur ekki gleyma umhverfisáhrifunum. Kjötneysla jarðarbúa ein og sér losar meira af gróðurhúsalofttegundum heldur en allar samgöngur jarðar samanlagt og þú þarft margfalt meira vatn og jarðnæði til að „rækta“ kjöt heldur en matjurtir. Í þessari umfjöllun hef ég sleppt húsdýrunum sem er farið verst með, svínunum. Ef lesandinn vill vita meira og sjá aðbúnað dýra í verksmiðjubúskap nútímans með eigin augum þá bendi ég honum á heimildarmyndina Dominion, sem er aðgengileg á YouTube. Allt myndefni Dominion kemur frá hinu „siðmenntaða“ landi Ástralíu. Svo er það samviskuspurningin að lokum: Vilt þú vera þátttakandi í þessu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á hverju ári er 56 milljörðum dýra slátrað, sem gerir 2.000 dýr á hverri sekúndu, og er þá fiskurinn ekki meðtalinn. Áætlað er að meðal Vesturlandabúi éti yfir 7.000 dýr á líftíma sínum; 11 kýr, 27 svín, 30 kindur, 2.400 hænur, 80 kalkúna og 4.500 fiska. Ef kanínum, öndum, gæsum, geitum og sjávarfangi öðru en fiski væri bætt við matseðilinn þá gerir þetta 7.500 dýr. En af er það sem áður var þegar húsdýrum var haldið til sveita og fengu að njóta útiveru og sæmilegs atlætis. Í dag hefur hinn fjandsamlegi verksmiðjubúskapur að mestu leyst sveitabúskapinn af hólmi. Dæmi úr eggjaiðnaðinum: Þegar varphænum er komið upp þá eru karlkynsungar flokkaðir frá kvenkyns. Þeim er síðan hent á færiband sem endar við kvörn. Goggurinn á óheppnari ungunum (kvenkyns) er að hluta klipptur af. Þegar ungarnir eru orðnir stórir munu þeir nefnilega eyða lífinu margir saman í búrum sem eru svo lítil að þeir geta ekki einu sinni breitt út vængina. Í leiðindum sínum er hætt við að hænurnar fari að kroppa í hver aðra. Varphænur eru „búnar“ þegar þær fara að verpa minna og er slátrað 18-24 mánaða gömlum. Fiðurfénaðurinn er hengdur á löppunum upp á króka og fer eftir „færibandi“ að hjólblaði sem snýst og sker hann á háls. Í millitíðinni eiga hænurnar að hafa farið með höfuðið ofan í vatn sem slær þær út tímabundið þannig að dauðinn á að vera sársaukalaus. Það er hins vegar vitað að hænurnar „missa“ sumar hverjar af vatninu. Dæmi úr mjólkuriðnaðinum: Mjólkurkýr eru þvingaðar til þess að bera kálfi á hverju ári, annars dettur mjólkurnytin niður. Kálfurinn er tekinn af kúnni aðeins nokkurra tíma gamall og er oftast slátrað. Þeir sem til þekkja segja að móðirin syrgi kálf sinn svo dögum skiptir. Mjólkurkýr þjást margar hverjar af krónískum og þjáningarfullum júgurbólgum enda eru þær að mjólka margfalt á við það sem er þeim náttúrulegt. Á heimasíðu íslenskra mjólkurbænda kemur fram að íslenskar mjólkurkýr „endist“ að meðaltali í tæp þrjú ár. Búpeningur er drepinn með pinna í gegnum hausinn. Í u.þ.b. 10% tilfella geigar pinninn með miklum þjáningum fyrir skepnuna og þá geigar líka oftast pinni númer tvö. Hlutgerving dýra er algjör – nei, þetta er ekki rétt, við þurrkum af hlutum og pössum að þeir brotni ekki. Við höfum skapað húsdýrunum líf sem er hreinasta helvíti á jörð. Dýrunum er eiginlegt að njóta útiveru og éta það sem jörðin gefur af sér. Dýrunum er ekki eiginlegt að vera lokuð inni fyrir lífstíð í daunillum skemmum með þann eina dóm á bakinu að okkur finnst kjötið af þeim gott eða eggin eða mjólkin undan þeim. En með þessari helför gagnvart húsdýrunum erum við um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm. Eina leiðin til þess að dýrin hrynji ekki niður úr sjúkdómum lifandi í þrengslunum og skítnum af hvert öðru er að dæla í þau sýklalyfjum. Við stöndum frammi fyrir því að stærsta framför læknavísindanna, sýklalyfin, verði ónothæf eftir nokkra áratugi. Sýklalyfin eru stærsta ástæðan fyrir langlífi nútímamannsins. Svo má heldur ekki gleyma umhverfisáhrifunum. Kjötneysla jarðarbúa ein og sér losar meira af gróðurhúsalofttegundum heldur en allar samgöngur jarðar samanlagt og þú þarft margfalt meira vatn og jarðnæði til að „rækta“ kjöt heldur en matjurtir. Í þessari umfjöllun hef ég sleppt húsdýrunum sem er farið verst með, svínunum. Ef lesandinn vill vita meira og sjá aðbúnað dýra í verksmiðjubúskap nútímans með eigin augum þá bendi ég honum á heimildarmyndina Dominion, sem er aðgengileg á YouTube. Allt myndefni Dominion kemur frá hinu „siðmenntaða“ landi Ástralíu. Svo er það samviskuspurningin að lokum: Vilt þú vera þátttakandi í þessu?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun