OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Ari Brynjólfsson skrifar 24. apríl 2019 08:30 Íbúi í Reykjavík kærði Orkuveitu Reykjavíkur til sveitarstjórnarráðuneytisins og hafði betur. Fréttablaðið/Eyþór Álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjald árið 2016 var ólögmæt. Fram kemur í úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem birtur var í gær að það sé með öllu óheimilt að ákveða hærra gjald fyrir vatnsveitu en sem nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna. Vatnsgjaldi sé aðeins ætlað að standa undir rekstri veitunnar. Fram kemur í kæru íbúa í Reykjavík að arðsemi OR af vatnsveitustarfsemi hafi verið 15 prósent árin 2009 og 2010, á sama tíma og meðalarðsemi OR í heild á sama tíma hafi verið þrjú prósent. Samkvæmt útreikningum OR hafi arðsemi vatnsveitunnar umfram fjármagnskostnað verið um 2 prósent árið 2016. Er það mat ráðuneytisins að það sé óheimilt að taka arð af vatnsveitu og því er fallist á kröfu íbúans um að vatnsgjaldið sé ólögmætt. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, er í fríi og var ekki búinn að lesa úrskurðinn áður blaðið fór í prentun. Fram kemur í skriflegu svari frá OR að þar hafi ítrekað verið óskað eftir leiðbeiningum frá ráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalds. Er bent á að vatnsgjald hafi verið lækkað um meira en 10 prósent bæði árið 2017 og 2018. „Þar sem gjaldskrár hafa verið lækkaðar í takti við batnandi afkomu vatnsveiturekstursins virðast fjárhagsleg áhrif úrskurðarins við fyrstu skoðun óveruleg. Þessi áhrif skýrast þegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt leiðsögn um gjaldskrárnar,“ segir í svari OR.Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í ORVísirHildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í OR, segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Ég hef ekki dregið dul á þá skoðun mína að óeðlilegt sé að reka veituþjónustu á einokunarmarkaði, í hagnaðarskyni. Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta.“ Hefur hún fulla trú á því að OR taki á niðurstöðu úrskurðarins af ábyrgð og festu og telur ólíklegt að aðrar gjaldskrár hækki til að vega upp á móti tekjutapi. „Mér þykir eðlilegt að eigendur taki arðgreiðslustefnuna til endurskoðunar í kjölfar úrskurðarins. Ég bind vonir við að sú vinna veiti svigrúm til að lækka álögur á íbúa,“ segir Hildur. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að krefja OR um endurgreiðslu á ofgreiddu vatnsgjaldi og vísaði þeirri kröfu frá. Hildur segir erfitt að segja til um áhrif af mögulegum endurgreiðslum á þessu stigi. „Okkur hefur ekki gefist svigrúm til að setjast niður og átta okkur á þeim fjárhæðum sem um er að ræða. Þetta þarf allt að skoða af yfirvegun.“ Mun ráðuneytið koma til með að skoða gjaldskrár allra sveitarfélaga þegar kemur að vatnsveitum. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Reykjavík Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjald árið 2016 var ólögmæt. Fram kemur í úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem birtur var í gær að það sé með öllu óheimilt að ákveða hærra gjald fyrir vatnsveitu en sem nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna. Vatnsgjaldi sé aðeins ætlað að standa undir rekstri veitunnar. Fram kemur í kæru íbúa í Reykjavík að arðsemi OR af vatnsveitustarfsemi hafi verið 15 prósent árin 2009 og 2010, á sama tíma og meðalarðsemi OR í heild á sama tíma hafi verið þrjú prósent. Samkvæmt útreikningum OR hafi arðsemi vatnsveitunnar umfram fjármagnskostnað verið um 2 prósent árið 2016. Er það mat ráðuneytisins að það sé óheimilt að taka arð af vatnsveitu og því er fallist á kröfu íbúans um að vatnsgjaldið sé ólögmætt. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, er í fríi og var ekki búinn að lesa úrskurðinn áður blaðið fór í prentun. Fram kemur í skriflegu svari frá OR að þar hafi ítrekað verið óskað eftir leiðbeiningum frá ráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalds. Er bent á að vatnsgjald hafi verið lækkað um meira en 10 prósent bæði árið 2017 og 2018. „Þar sem gjaldskrár hafa verið lækkaðar í takti við batnandi afkomu vatnsveiturekstursins virðast fjárhagsleg áhrif úrskurðarins við fyrstu skoðun óveruleg. Þessi áhrif skýrast þegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt leiðsögn um gjaldskrárnar,“ segir í svari OR.Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í ORVísirHildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í OR, segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Ég hef ekki dregið dul á þá skoðun mína að óeðlilegt sé að reka veituþjónustu á einokunarmarkaði, í hagnaðarskyni. Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgarinnar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta.“ Hefur hún fulla trú á því að OR taki á niðurstöðu úrskurðarins af ábyrgð og festu og telur ólíklegt að aðrar gjaldskrár hækki til að vega upp á móti tekjutapi. „Mér þykir eðlilegt að eigendur taki arðgreiðslustefnuna til endurskoðunar í kjölfar úrskurðarins. Ég bind vonir við að sú vinna veiti svigrúm til að lækka álögur á íbúa,“ segir Hildur. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að krefja OR um endurgreiðslu á ofgreiddu vatnsgjaldi og vísaði þeirri kröfu frá. Hildur segir erfitt að segja til um áhrif af mögulegum endurgreiðslum á þessu stigi. „Okkur hefur ekki gefist svigrúm til að setjast niður og átta okkur á þeim fjárhæðum sem um er að ræða. Þetta þarf allt að skoða af yfirvegun.“ Mun ráðuneytið koma til með að skoða gjaldskrár allra sveitarfélaga þegar kemur að vatnsveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Reykjavík Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira