Innlent

Mikil leit eftir berklasmit

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Berklar smitast manna á milli í gegnum andrúmsloftið.
Berklar smitast manna á milli í gegnum andrúmsloftið. Nordicphotos/Getty
Sóttvarnalæknir hefur staðið fyrir umfangsmikilli leit að einstaklingum sem komust í tæri við einstakling sem greindist með lungnaberkla í febrúar á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnalækni hafa yfir 300 manns verið rannsakaðir en lokaniðurstaða þessara rannsókna liggur ekki fyrir.

Talið er að einstaklingurinn, sem smitaðist fyrr á árinu og er íslenskur ríkisborgari, hafi smitast á ferðalagi í þróunarlandi. Í Farsóttarfréttum sóttvarnalæknis segir að berklar hafi verið sjaldgæfir hér á landi undanfarin ár. Árið 2018 greindust átta tilfelli berkla, öll hjá einstaklingum sem eru af erlendir bergi brotnir.

Berklar eru alvarlegur smitsjúkdómur sem berst oftast með úða sem verður til við hósta og hnerra þeirra sem eru með berklabakteríur í hráka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×