„Pavel þremur sigrum frá því að vera sá besti í sögunni“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 09:00 Pavel Ermolinskij vísir/daníel Pavel Ermolinskij er þremur sigrum frá því að vera besti leikmaðurinn í sögu Íslandsmótsins í körfubolta. Þetta sagði Finnur Freyr Stefánsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld. KR tapaði í gær fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla fyrir ÍR eftir framlengingu í DHL höllinni í Vesturbænum. Fyrir leikinn hélt Finnur smá lofræðu um Pavel. Finnur var þjálfari Pavel hjá KR þar til síðasta vor þegar hann hætti hjá KR eftir að hafa stýrt þeim svarthvítu til fimmta Íslandsmeistaratitilsins í röð. „Mig langaði bara að fá smá tækifæri til þess að tala um þennan einstaka mann,“ sagði Finnur í upphitun Domino's Körfuboltakvölds fyrir leikinn í Frostaskjólinu í gær.Pavel skoraði 15 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum í gærkvölds2 sport„Það eru ekki margir sem átta sig á því að Pavel Ermolinskij er búinn að vinna 20 seríur í röð á Íslandi.“ Pavel var í liði KR öll síðustu fimm ár þegar þeir hömpuðu titlinum, þrjár seríur hvert ár gera 15. Hann er svo búinn að vinna tvær í ár og hann var í liði KR sem vann titilinn 2011. Hann var í Svíþjóð í atvinnumennsku frá 2011 til 2013 þegar hann snéri aftur heim. „Pavel er þannig að hann er ekki allra. Hans látbragð er stundum þannig, það er neikvætt, og hann hefur oft gert hluti sem fara í taugarnar á mönnum. Og hann viðurkennir það, og ég viðurkenni það fúslega, að hann er ekki auðveldasti maðurinn til að þjálfa.“ „En menn verða líka að átta sig á því að Pavel var eitt sinn talinn einn efnilegasti leikmaður í Evrópu. Það sem fylgir því, vonbrigðin að ná ekki að verða sú hetja í atvinnumennskunni, það fékk mikið á hann.“ „En fyrir mér er Pavel Ermolinskij búinn að blanda sér í þá umræðu að vera besti leikmaður, mest „dominerandi“ leikmaður í sögu Íslandsmótsins í körfubolta,“ sagði Finnur. „Hann er að mínu mati þremur sigrum frá því að verða einfaldlega sá besti í sögu Íslandsmótsins með því að vinna sjötta árið í röð.“ Pavel er eini leikmaðurinn sem hefur verið í KR-liðinu í gegnum alla fimm Íslandsmeistaratitlana. „Það var erfitt fyrir hann að hafa ekki náð þessum hæðum í atvinnumennskunni sem hann ætlaði sér. Þetta hefur setið í honum og böggað hann og ég veit það.“ „En núna er hann þremur sigrum frá því að setja nafn sitt í söguna. Hann er þremur sigrum frá því að kannski loksins ná frið og ró yfir þessari óheppni sem hann varð fyrir í atvinnumennskunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Leikur tvö í einvígi KR og ÍR er á föstudaginn, 26. apríl klukkan 20:00, í Hertz hellinum, Seljaskóla og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Klippa: Körfuboltakvöld: Pavel þremur sigrum frá sögubókunum Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ekki bara besti leikur Pavels í vetur heldur sá langbesti KR-ingar eru komnir í 2-0 í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Vesturbæinga en samt kannski ekki bestu fréttir kvöldsins. 26. mars 2019 15:30 Pavel: Kannski best fyrir KR að endurnýja KR vann fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld með sigri á Tindastól í DHL höllinni. Pavel Ermolinskij var auðmjúkur eftir sigurinn og sagði það heiður að vera partur af þessum tíma í sögu KR. 29. apríl 2018 00:04 Enn óvíst hvort Pavel spili körfubolta í vetur Einn besti leikmaður Dominos-deildar karla síðustu ár, Pavel Ermolinskij, hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann spili körfubolta í vetur. 25. október 2018 13:30 Pavel: Þú þarft ekki að vera fullkominn Pavel var öflugur í kvöld. 25. mars 2019 21:47 Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 83-89 │ÍR tók heimaleikjaréttinn eftir framlengingu ÍR vann sigur á KR í DHL höllinni í Vesturbænum í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla 23. apríl 2019 22:15 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Pavel Ermolinskij er þremur sigrum frá því að vera besti leikmaðurinn í sögu Íslandsmótsins í körfubolta. Þetta sagði Finnur Freyr Stefánsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld. KR tapaði í gær fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla fyrir ÍR eftir framlengingu í DHL höllinni í Vesturbænum. Fyrir leikinn hélt Finnur smá lofræðu um Pavel. Finnur var þjálfari Pavel hjá KR þar til síðasta vor þegar hann hætti hjá KR eftir að hafa stýrt þeim svarthvítu til fimmta Íslandsmeistaratitilsins í röð. „Mig langaði bara að fá smá tækifæri til þess að tala um þennan einstaka mann,“ sagði Finnur í upphitun Domino's Körfuboltakvölds fyrir leikinn í Frostaskjólinu í gær.Pavel skoraði 15 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum í gærkvölds2 sport„Það eru ekki margir sem átta sig á því að Pavel Ermolinskij er búinn að vinna 20 seríur í röð á Íslandi.“ Pavel var í liði KR öll síðustu fimm ár þegar þeir hömpuðu titlinum, þrjár seríur hvert ár gera 15. Hann er svo búinn að vinna tvær í ár og hann var í liði KR sem vann titilinn 2011. Hann var í Svíþjóð í atvinnumennsku frá 2011 til 2013 þegar hann snéri aftur heim. „Pavel er þannig að hann er ekki allra. Hans látbragð er stundum þannig, það er neikvætt, og hann hefur oft gert hluti sem fara í taugarnar á mönnum. Og hann viðurkennir það, og ég viðurkenni það fúslega, að hann er ekki auðveldasti maðurinn til að þjálfa.“ „En menn verða líka að átta sig á því að Pavel var eitt sinn talinn einn efnilegasti leikmaður í Evrópu. Það sem fylgir því, vonbrigðin að ná ekki að verða sú hetja í atvinnumennskunni, það fékk mikið á hann.“ „En fyrir mér er Pavel Ermolinskij búinn að blanda sér í þá umræðu að vera besti leikmaður, mest „dominerandi“ leikmaður í sögu Íslandsmótsins í körfubolta,“ sagði Finnur. „Hann er að mínu mati þremur sigrum frá því að verða einfaldlega sá besti í sögu Íslandsmótsins með því að vinna sjötta árið í röð.“ Pavel er eini leikmaðurinn sem hefur verið í KR-liðinu í gegnum alla fimm Íslandsmeistaratitlana. „Það var erfitt fyrir hann að hafa ekki náð þessum hæðum í atvinnumennskunni sem hann ætlaði sér. Þetta hefur setið í honum og böggað hann og ég veit það.“ „En núna er hann þremur sigrum frá því að setja nafn sitt í söguna. Hann er þremur sigrum frá því að kannski loksins ná frið og ró yfir þessari óheppni sem hann varð fyrir í atvinnumennskunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Leikur tvö í einvígi KR og ÍR er á föstudaginn, 26. apríl klukkan 20:00, í Hertz hellinum, Seljaskóla og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Klippa: Körfuboltakvöld: Pavel þremur sigrum frá sögubókunum
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ekki bara besti leikur Pavels í vetur heldur sá langbesti KR-ingar eru komnir í 2-0 í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Vesturbæinga en samt kannski ekki bestu fréttir kvöldsins. 26. mars 2019 15:30 Pavel: Kannski best fyrir KR að endurnýja KR vann fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld með sigri á Tindastól í DHL höllinni. Pavel Ermolinskij var auðmjúkur eftir sigurinn og sagði það heiður að vera partur af þessum tíma í sögu KR. 29. apríl 2018 00:04 Enn óvíst hvort Pavel spili körfubolta í vetur Einn besti leikmaður Dominos-deildar karla síðustu ár, Pavel Ermolinskij, hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann spili körfubolta í vetur. 25. október 2018 13:30 Pavel: Þú þarft ekki að vera fullkominn Pavel var öflugur í kvöld. 25. mars 2019 21:47 Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 83-89 │ÍR tók heimaleikjaréttinn eftir framlengingu ÍR vann sigur á KR í DHL höllinni í Vesturbænum í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla 23. apríl 2019 22:15 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Ekki bara besti leikur Pavels í vetur heldur sá langbesti KR-ingar eru komnir í 2-0 í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Vesturbæinga en samt kannski ekki bestu fréttir kvöldsins. 26. mars 2019 15:30
Pavel: Kannski best fyrir KR að endurnýja KR vann fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld með sigri á Tindastól í DHL höllinni. Pavel Ermolinskij var auðmjúkur eftir sigurinn og sagði það heiður að vera partur af þessum tíma í sögu KR. 29. apríl 2018 00:04
Enn óvíst hvort Pavel spili körfubolta í vetur Einn besti leikmaður Dominos-deildar karla síðustu ár, Pavel Ermolinskij, hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann spili körfubolta í vetur. 25. október 2018 13:30
Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 83-89 │ÍR tók heimaleikjaréttinn eftir framlengingu ÍR vann sigur á KR í DHL höllinni í Vesturbænum í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla 23. apríl 2019 22:15