Munaði aðeins einu atkvæði hjá Öldunni: „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2019 12:17 Það munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem studdu samninginn og þeim sem höfnuðu honum. Vísir/getty Niðurstöður atkvæðagreiðslna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands sýna þegar á heildina litið afgerandi stuðning við nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en þó með einni undantekningu því afar mjótt var á mununum hjá félagsmönnum stéttarfélagsins Öldunnar í Skagafirði. Það munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem studdu samninginn og þeim sem höfnuðu honum. Á kjörskrá voru 520 manns sem störfuðu samkvæmt kjarasamningi SGS og SA í janúar og febrúar. 29 félagsmenn ljáðu samningnum samþykki sitt í atkvæðagreiðslu sem hefur staðið yfir undanfarna daga en 28 félagsmenn höfnuðu honum. Kjarasamningurinn er því samþykktur. Það var síðan einn félagsmaður sem tók ekki afstöðu í atkvæðagreiðslunni.Hefur meiri áhyggjur af dræmri þátttöku Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, segist hafa meiri áhyggjur af dræmri þátttöku félagsmanna Öldunnar í atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn en klofna afstöðu þeirra 58 félagsmanna sem greiddu atkvæði. „Ég viðurkenni það alveg að það hefði verið skrítin staða sem ég væri í ef þetta yrði eina félagið sem hefði fellt samninginn. Það væri mjög skrítin staða. Það er miklu betra ef allir eru sammála,“ segir Þórarinn. Kjörsókn var sem fyrr segir með dræmasta móti en 58 félagsmenn af þeim 520 sem voru á kjörskrá sögðu sína skoðun með því að greiða atkvæði.Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta hjá Starfsgreinasambandi Íslands með einni undantekningu, Öldunni. Í tölfunni hér að neðan eru sundurliðaðar upplýsingar um þátttöku í atkvæðagreiðslunni eftir aðildarfélögum.SGSOf margir óvissuþættir og efins með stjórnvöld Inntur eftir viðbrögðum við dræmri kjörsókn segist Þórarinn ekki hafa svör á reiðum höndum. Hann hafi þó heyrt félagsmenn sína viðra þá skoðun að of mikil óvissa væri uppi um þann samning sem var skrifað undir í byrjun apríl. Félagsmenn hefðu ekki allir verið sannfærðir um að óvissuþættir á borð við hagvaxtaraukann og lækkun stýrivaxta kæmu til framkvæmda. Þetta hefði farið í taugarnar á sumum. „Ég skildi það þannig þegar ég var á kynningarfundi að það væri þessi óvissa um hvað kæmi frá ríkinu og fólk bara vantrúa á það. Það var vantraust.“ „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna“ Þórarinn segir að á næstu dögum þurfi verkalýðsforystan að rýna í það sem betur hefði mátt fara. Mögulega þyrfti að skoða hvort hið rafræna kerfi virkaði sem skyldi því hann hefði heyrt dæmi þess að kerfið hefði frosið með þeim afleiðingum að fólk hætti við að greiða atkvæði. „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna,“ segir Þórarinn. Það hljóti að vera hluti af skýringunni. „Við þurfum að rýna í þetta sjálf, hvar við höfum klikkað í því að koma þessu á framfæri við fólk, það ætti að taka afstöðu og segja sína skoðun en vissulega það er mikill meirihluti sem er jákvæður gagnvart þessu alls staðar nema hjá mér. Verðum við ekki bara að líta svo á að það séu meirihlutaskoðanirnar sem hafi komið fram?“ Aldan varð til við sameiningu Verkalýðsfélagsins Fram og Verkakvennafélagsins Öldunnar. Félagið tók til starfa í ársbyrjun 2001.Fréttin var uppfærð kl. 14:22 og við bættist viðtal við formann Öldunnar. Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Niðurstöður atkvæðagreiðslna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands sýna þegar á heildina litið afgerandi stuðning við nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en þó með einni undantekningu því afar mjótt var á mununum hjá félagsmönnum stéttarfélagsins Öldunnar í Skagafirði. Það munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem studdu samninginn og þeim sem höfnuðu honum. Á kjörskrá voru 520 manns sem störfuðu samkvæmt kjarasamningi SGS og SA í janúar og febrúar. 29 félagsmenn ljáðu samningnum samþykki sitt í atkvæðagreiðslu sem hefur staðið yfir undanfarna daga en 28 félagsmenn höfnuðu honum. Kjarasamningurinn er því samþykktur. Það var síðan einn félagsmaður sem tók ekki afstöðu í atkvæðagreiðslunni.Hefur meiri áhyggjur af dræmri þátttöku Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, segist hafa meiri áhyggjur af dræmri þátttöku félagsmanna Öldunnar í atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn en klofna afstöðu þeirra 58 félagsmanna sem greiddu atkvæði. „Ég viðurkenni það alveg að það hefði verið skrítin staða sem ég væri í ef þetta yrði eina félagið sem hefði fellt samninginn. Það væri mjög skrítin staða. Það er miklu betra ef allir eru sammála,“ segir Þórarinn. Kjörsókn var sem fyrr segir með dræmasta móti en 58 félagsmenn af þeim 520 sem voru á kjörskrá sögðu sína skoðun með því að greiða atkvæði.Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta hjá Starfsgreinasambandi Íslands með einni undantekningu, Öldunni. Í tölfunni hér að neðan eru sundurliðaðar upplýsingar um þátttöku í atkvæðagreiðslunni eftir aðildarfélögum.SGSOf margir óvissuþættir og efins með stjórnvöld Inntur eftir viðbrögðum við dræmri kjörsókn segist Þórarinn ekki hafa svör á reiðum höndum. Hann hafi þó heyrt félagsmenn sína viðra þá skoðun að of mikil óvissa væri uppi um þann samning sem var skrifað undir í byrjun apríl. Félagsmenn hefðu ekki allir verið sannfærðir um að óvissuþættir á borð við hagvaxtaraukann og lækkun stýrivaxta kæmu til framkvæmda. Þetta hefði farið í taugarnar á sumum. „Ég skildi það þannig þegar ég var á kynningarfundi að það væri þessi óvissa um hvað kæmi frá ríkinu og fólk bara vantrúa á það. Það var vantraust.“ „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna“ Þórarinn segir að á næstu dögum þurfi verkalýðsforystan að rýna í það sem betur hefði mátt fara. Mögulega þyrfti að skoða hvort hið rafræna kerfi virkaði sem skyldi því hann hefði heyrt dæmi þess að kerfið hefði frosið með þeim afleiðingum að fólk hætti við að greiða atkvæði. „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna,“ segir Þórarinn. Það hljóti að vera hluti af skýringunni. „Við þurfum að rýna í þetta sjálf, hvar við höfum klikkað í því að koma þessu á framfæri við fólk, það ætti að taka afstöðu og segja sína skoðun en vissulega það er mikill meirihluti sem er jákvæður gagnvart þessu alls staðar nema hjá mér. Verðum við ekki bara að líta svo á að það séu meirihlutaskoðanirnar sem hafi komið fram?“ Aldan varð til við sameiningu Verkalýðsfélagsins Fram og Verkakvennafélagsins Öldunnar. Félagið tók til starfa í ársbyrjun 2001.Fréttin var uppfærð kl. 14:22 og við bættist viðtal við formann Öldunnar.
Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16
Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06
Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04