Verkalýðsforystan minnir á uppsagnarákvæði kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2019 19:15 Kjarasamningar alls þorra launafólks á almenna vinnumarkaðnum voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. Verkalýðsfélögin greindu frá niðurstöðum atkvæðagreiðslna um nýgerða kjarasamninga í dag. Þáttaka í þeim var fremur dræm en alls staðar voru kjarasamningarnir samþykktir. Þannig samþykktu um 88 prósent félagsmanna VR samninga við Samtök atvinnulífsins annars vegar og Félag atvinnurekenda hins vegar þar sem þátttaka var frá um 21 prósenti til rúmlega 26 prósenta. Rétt rúmlega 77 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninga Eflingar samþykktu þá en þar var þáttakan rétt rúmlega tíu prósent. Þátttaka hjá öðrum félögum Starfsgreinasambandsins var að meðaltali 12,8% sem samþykktu samningana með yfir 70% atkvæða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir margar ástæður geta legið fyrir dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslum í sumum félögum. „Við erum þokkalega sátt við þátttöku okkar félagsmanna. Við erum yfir meðallagi, töluvert yfir meðallagi,“ segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir mikla félagsblöndun bæði tekju- og menntunarlega innan VR samþykki mjög hátt hlutfall samningana.Stöð 2Ennáeftir að útfæra margtísamningum Þá segir formaður VR samningarnir einnig flókna og margt eigi eftir aðútfæra. „Það er líka margt sem kannski er pínulítið óljóst eins og varðandi skattkerfisbreytingarnar. Hvernig þær verða útfærðar og ýmislegt annað sem við eigum eftir að vinna. Vegna þess að nú hefst í rauninni aðalvinnan. Það er að fylgja þessum samningum eftir eins og í húsnæðismálum og fleiri málum sem snúa að ríkisstjórninni og Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við verðhækkunum vegna kjarasamninganna sem muni leiða til verðbólgu og hækkunar vaxta og þar með hækkunar skulda fyrirtækja ekki síður en heimila. Endurskoðunarákvæði séu í samningunum í september á næsta og þarnæsta ári. Ný forysta í verkalýðshreyfingunni hafi gefið mjög sterk skilaboð um að verðhækkanir vegna kjarasamninga verði ekki liðnar. „Eins og hefur verið gert samning eftir samning áratugum saman. Þannig að við munum svo sannarlega nýta okkur þetta uppsagnarákvæði og sækja, hvaðáég að segja, það sem upp á vantar af mikilli hörku komi til þess aðþurfa að segja þeim upp. En ég vona svo sannarlega að svo verði ekki og fyrirtækin haldi að sér höndum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Kjarasamningar alls þorra launafólks á almenna vinnumarkaðnum voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. Verkalýðsfélögin greindu frá niðurstöðum atkvæðagreiðslna um nýgerða kjarasamninga í dag. Þáttaka í þeim var fremur dræm en alls staðar voru kjarasamningarnir samþykktir. Þannig samþykktu um 88 prósent félagsmanna VR samninga við Samtök atvinnulífsins annars vegar og Félag atvinnurekenda hins vegar þar sem þátttaka var frá um 21 prósenti til rúmlega 26 prósenta. Rétt rúmlega 77 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninga Eflingar samþykktu þá en þar var þáttakan rétt rúmlega tíu prósent. Þátttaka hjá öðrum félögum Starfsgreinasambandsins var að meðaltali 12,8% sem samþykktu samningana með yfir 70% atkvæða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir margar ástæður geta legið fyrir dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslum í sumum félögum. „Við erum þokkalega sátt við þátttöku okkar félagsmanna. Við erum yfir meðallagi, töluvert yfir meðallagi,“ segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir mikla félagsblöndun bæði tekju- og menntunarlega innan VR samþykki mjög hátt hlutfall samningana.Stöð 2Ennáeftir að útfæra margtísamningum Þá segir formaður VR samningarnir einnig flókna og margt eigi eftir aðútfæra. „Það er líka margt sem kannski er pínulítið óljóst eins og varðandi skattkerfisbreytingarnar. Hvernig þær verða útfærðar og ýmislegt annað sem við eigum eftir að vinna. Vegna þess að nú hefst í rauninni aðalvinnan. Það er að fylgja þessum samningum eftir eins og í húsnæðismálum og fleiri málum sem snúa að ríkisstjórninni og Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við verðhækkunum vegna kjarasamninganna sem muni leiða til verðbólgu og hækkunar vaxta og þar með hækkunar skulda fyrirtækja ekki síður en heimila. Endurskoðunarákvæði séu í samningunum í september á næsta og þarnæsta ári. Ný forysta í verkalýðshreyfingunni hafi gefið mjög sterk skilaboð um að verðhækkanir vegna kjarasamninga verði ekki liðnar. „Eins og hefur verið gert samning eftir samning áratugum saman. Þannig að við munum svo sannarlega nýta okkur þetta uppsagnarákvæði og sækja, hvaðáég að segja, það sem upp á vantar af mikilli hörku komi til þess aðþurfa að segja þeim upp. En ég vona svo sannarlega að svo verði ekki og fyrirtækin haldi að sér höndum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira