Hótar Kanada stríði vegna rusls Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2019 23:30 Filippseyingar hafa lengi barist fyrir því að ruslinu verði skilað. Vísir/Getty Rodrigo Duterte, hinn umdeildi forseti Filippseyja, hefur hótað því að lýsa yfir stríði gegn Kanada sæki yfirvöld þar í landi ekki rusl sem kanadískt fyrirtæki sendi til Filippseyja fyrir nokkrum árum. CNN greinir frá. Ónefnt kanadískt einkafyrirtæki sendi 103 gáma með um 2.500 tonnum af rusli til Manilla, höfuðborg Filippseyja, á árunum 2013 og 2014. Ruslið var merkt sem plast sem átti að fara í endurvinnslu en við skoðun kom í ljós að ruslið var ekki hæft til endurvinnslu. Síðar kom í ljós að kanadíska fyrirtækið hafði ekki tilskilin leyfi til þess að flytja ruslið til Filippseyja. Suma gámana má enn finna við höfnina í Manilla. Yfirvöld í Filippseyjum hafa árum saman kallað eftir því að yfirvöld í Kanada sæki ruslið sitt aftur, án árangurs. Og nú virðist Duterte hafa fengið nóg. „Ég sendi þeim viðvörun, kannski í næstu viku, um að þeim sé hollast að sækja ruslið sitt aftir. Við lýsum yfir stríði. Við getum tekið þá hvort sem er,“ sagði Duterte. Justin Trudeau hefur áður sagt að hann sé viljugur til þess að finna lausn á málinu og spurning er hvernig hann bregst við hótunum Duterte. Sé eitthvað að marka yfirlýsingar Duterte gæti Trudeau og hann mögulega hist og rætt málin á næstunni, því Duterte hefur hótað að skila ruslinu sjálfur aftur til Kanada. „Ég skil ekki af hverju við erum gerð að einhverjum ruslahaug. Ruslið er á heimleið.“ Filippseyjar Kanada Umhverfismál Tengdar fréttir Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Ritstjóri fréttasíðunnar Rappler var handtekinn í gær. Fjölmiðillinn hefur verið gagnrýninn á stjórn Rodrigo Duterte forseta. 14. febrúar 2019 10:16 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Rodrigo Duterte, hinn umdeildi forseti Filippseyja, hefur hótað því að lýsa yfir stríði gegn Kanada sæki yfirvöld þar í landi ekki rusl sem kanadískt fyrirtæki sendi til Filippseyja fyrir nokkrum árum. CNN greinir frá. Ónefnt kanadískt einkafyrirtæki sendi 103 gáma með um 2.500 tonnum af rusli til Manilla, höfuðborg Filippseyja, á árunum 2013 og 2014. Ruslið var merkt sem plast sem átti að fara í endurvinnslu en við skoðun kom í ljós að ruslið var ekki hæft til endurvinnslu. Síðar kom í ljós að kanadíska fyrirtækið hafði ekki tilskilin leyfi til þess að flytja ruslið til Filippseyja. Suma gámana má enn finna við höfnina í Manilla. Yfirvöld í Filippseyjum hafa árum saman kallað eftir því að yfirvöld í Kanada sæki ruslið sitt aftur, án árangurs. Og nú virðist Duterte hafa fengið nóg. „Ég sendi þeim viðvörun, kannski í næstu viku, um að þeim sé hollast að sækja ruslið sitt aftir. Við lýsum yfir stríði. Við getum tekið þá hvort sem er,“ sagði Duterte. Justin Trudeau hefur áður sagt að hann sé viljugur til þess að finna lausn á málinu og spurning er hvernig hann bregst við hótunum Duterte. Sé eitthvað að marka yfirlýsingar Duterte gæti Trudeau og hann mögulega hist og rætt málin á næstunni, því Duterte hefur hótað að skila ruslinu sjálfur aftur til Kanada. „Ég skil ekki af hverju við erum gerð að einhverjum ruslahaug. Ruslið er á heimleið.“
Filippseyjar Kanada Umhverfismál Tengdar fréttir Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Ritstjóri fréttasíðunnar Rappler var handtekinn í gær. Fjölmiðillinn hefur verið gagnrýninn á stjórn Rodrigo Duterte forseta. 14. febrúar 2019 10:16 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Ritstjóri fréttasíðunnar Rappler var handtekinn í gær. Fjölmiðillinn hefur verið gagnrýninn á stjórn Rodrigo Duterte forseta. 14. febrúar 2019 10:16
Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58