Hótar Kanada stríði vegna rusls Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2019 23:30 Filippseyingar hafa lengi barist fyrir því að ruslinu verði skilað. Vísir/Getty Rodrigo Duterte, hinn umdeildi forseti Filippseyja, hefur hótað því að lýsa yfir stríði gegn Kanada sæki yfirvöld þar í landi ekki rusl sem kanadískt fyrirtæki sendi til Filippseyja fyrir nokkrum árum. CNN greinir frá. Ónefnt kanadískt einkafyrirtæki sendi 103 gáma með um 2.500 tonnum af rusli til Manilla, höfuðborg Filippseyja, á árunum 2013 og 2014. Ruslið var merkt sem plast sem átti að fara í endurvinnslu en við skoðun kom í ljós að ruslið var ekki hæft til endurvinnslu. Síðar kom í ljós að kanadíska fyrirtækið hafði ekki tilskilin leyfi til þess að flytja ruslið til Filippseyja. Suma gámana má enn finna við höfnina í Manilla. Yfirvöld í Filippseyjum hafa árum saman kallað eftir því að yfirvöld í Kanada sæki ruslið sitt aftur, án árangurs. Og nú virðist Duterte hafa fengið nóg. „Ég sendi þeim viðvörun, kannski í næstu viku, um að þeim sé hollast að sækja ruslið sitt aftir. Við lýsum yfir stríði. Við getum tekið þá hvort sem er,“ sagði Duterte. Justin Trudeau hefur áður sagt að hann sé viljugur til þess að finna lausn á málinu og spurning er hvernig hann bregst við hótunum Duterte. Sé eitthvað að marka yfirlýsingar Duterte gæti Trudeau og hann mögulega hist og rætt málin á næstunni, því Duterte hefur hótað að skila ruslinu sjálfur aftur til Kanada. „Ég skil ekki af hverju við erum gerð að einhverjum ruslahaug. Ruslið er á heimleið.“ Filippseyjar Kanada Umhverfismál Tengdar fréttir Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Ritstjóri fréttasíðunnar Rappler var handtekinn í gær. Fjölmiðillinn hefur verið gagnrýninn á stjórn Rodrigo Duterte forseta. 14. febrúar 2019 10:16 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Rodrigo Duterte, hinn umdeildi forseti Filippseyja, hefur hótað því að lýsa yfir stríði gegn Kanada sæki yfirvöld þar í landi ekki rusl sem kanadískt fyrirtæki sendi til Filippseyja fyrir nokkrum árum. CNN greinir frá. Ónefnt kanadískt einkafyrirtæki sendi 103 gáma með um 2.500 tonnum af rusli til Manilla, höfuðborg Filippseyja, á árunum 2013 og 2014. Ruslið var merkt sem plast sem átti að fara í endurvinnslu en við skoðun kom í ljós að ruslið var ekki hæft til endurvinnslu. Síðar kom í ljós að kanadíska fyrirtækið hafði ekki tilskilin leyfi til þess að flytja ruslið til Filippseyja. Suma gámana má enn finna við höfnina í Manilla. Yfirvöld í Filippseyjum hafa árum saman kallað eftir því að yfirvöld í Kanada sæki ruslið sitt aftur, án árangurs. Og nú virðist Duterte hafa fengið nóg. „Ég sendi þeim viðvörun, kannski í næstu viku, um að þeim sé hollast að sækja ruslið sitt aftir. Við lýsum yfir stríði. Við getum tekið þá hvort sem er,“ sagði Duterte. Justin Trudeau hefur áður sagt að hann sé viljugur til þess að finna lausn á málinu og spurning er hvernig hann bregst við hótunum Duterte. Sé eitthvað að marka yfirlýsingar Duterte gæti Trudeau og hann mögulega hist og rætt málin á næstunni, því Duterte hefur hótað að skila ruslinu sjálfur aftur til Kanada. „Ég skil ekki af hverju við erum gerð að einhverjum ruslahaug. Ruslið er á heimleið.“
Filippseyjar Kanada Umhverfismál Tengdar fréttir Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Ritstjóri fréttasíðunnar Rappler var handtekinn í gær. Fjölmiðillinn hefur verið gagnrýninn á stjórn Rodrigo Duterte forseta. 14. febrúar 2019 10:16 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Blaðakonunni sem var handtekin sleppt gegn tryggingu Ritstjóri fréttasíðunnar Rappler var handtekinn í gær. Fjölmiðillinn hefur verið gagnrýninn á stjórn Rodrigo Duterte forseta. 14. febrúar 2019 10:16
Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58