Börn notuð sem barefli Heimir Hilmarsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Foreldraútilokun er það þegar barni er að ástæðulausu innrættar neikvæðar tilfinningar s.s. ótti, hatur og fyrirlitning í garð foreldris, oft í tengslum við forræðisdeilur. Barnið sýnir þá mjög sterka afstöðu með foreldrinu sem beitir útilokuninni en hafnar algerlega sambandi við hitt foreldrið. Foreldraútilokun er andleg og tilfinningaleg misnotkun á barni sem veldur því langvarandi skaða. Það innrætir því sjálfsfyrirlitningu og eykur líkur á kvíða, þunglyndi, áhættuhegðun, fíknisjúkdómum og vandræðum í nánum samböndum síðar á lífsleiðinni. Einnig má flokka foreldraútilokun sem fjölskylduofbeldi því tilgangur ofbeldisins er hefnd gagnvart fyrrverandi maka. Sem slíkt er þetta ofbeldi mjög áhrifaríkt, því það fer fram í skjóli þagnar og stuðnings samfélagsins. Annars vegar sér fólk ástríkt foreldri í góðu sambandi við barnið sitt og hins vegar foreldri sem barn hefur af einhverri ástæðu slitið öllu sambandi við. Feður og mæður beita þessu ofbeldi í líkum mæli en mæður eru líklegri til að komast upp með að útiloka börnin sín en feður. Foreldrar sem beita börn sín og fyrrverandi maka þessu ofbeldi eiga oft við persónuleikaröskun að stríða s.s. jaðarpersónuleikaröskun, sjálfhverfu eða siðblindu. Einstaklingar með persónuleikaraskanir af þessu tagi eiga oft mjög erfitt með að sjá eigin sök og eru afar tregir til að taka þátt í fjölskylduráðgjöf. Hætt er við að sáttamiðlun og samningar við slíka einstaklinga skili engu. Skömm og þöggun eru bestu vinir þeirra sem beita ofbeldi. Þess vegna er mikilvægt að draga þessi ljótu fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og ræða þau. Á Facebook-síðu og heimasíðu Félags um foreldrajafnrétti má finna meiri fróðleik um foreldraútilokun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Foreldraútilokun er það þegar barni er að ástæðulausu innrættar neikvæðar tilfinningar s.s. ótti, hatur og fyrirlitning í garð foreldris, oft í tengslum við forræðisdeilur. Barnið sýnir þá mjög sterka afstöðu með foreldrinu sem beitir útilokuninni en hafnar algerlega sambandi við hitt foreldrið. Foreldraútilokun er andleg og tilfinningaleg misnotkun á barni sem veldur því langvarandi skaða. Það innrætir því sjálfsfyrirlitningu og eykur líkur á kvíða, þunglyndi, áhættuhegðun, fíknisjúkdómum og vandræðum í nánum samböndum síðar á lífsleiðinni. Einnig má flokka foreldraútilokun sem fjölskylduofbeldi því tilgangur ofbeldisins er hefnd gagnvart fyrrverandi maka. Sem slíkt er þetta ofbeldi mjög áhrifaríkt, því það fer fram í skjóli þagnar og stuðnings samfélagsins. Annars vegar sér fólk ástríkt foreldri í góðu sambandi við barnið sitt og hins vegar foreldri sem barn hefur af einhverri ástæðu slitið öllu sambandi við. Feður og mæður beita þessu ofbeldi í líkum mæli en mæður eru líklegri til að komast upp með að útiloka börnin sín en feður. Foreldrar sem beita börn sín og fyrrverandi maka þessu ofbeldi eiga oft við persónuleikaröskun að stríða s.s. jaðarpersónuleikaröskun, sjálfhverfu eða siðblindu. Einstaklingar með persónuleikaraskanir af þessu tagi eiga oft mjög erfitt með að sjá eigin sök og eru afar tregir til að taka þátt í fjölskylduráðgjöf. Hætt er við að sáttamiðlun og samningar við slíka einstaklinga skili engu. Skömm og þöggun eru bestu vinir þeirra sem beita ofbeldi. Þess vegna er mikilvægt að draga þessi ljótu fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og ræða þau. Á Facebook-síðu og heimasíðu Félags um foreldrajafnrétti má finna meiri fróðleik um foreldraútilokun.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar