3. orkupakki ESB, kvótinn og umræðan Grétar Mar Jónsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Frjálslyndi flokkurinn mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að lögleiða 3. orkupakkann og að Ísland verði hluti af innri raforkumarkaði ESB. Ísland, eyja í Norðurhöfum, er ekki tengd eða hluti af innra raforkumarkaði meginlands Evrópu. Kolefnalaus raforka mun skipta sköpum fyrir velmegun á Íslandi í framtíðinni. Með innleiðingu 3. orkupakkans afsalar Ísland sér ákvörðunarvaldi yfir mestu náttúruauðlind sinni í hendur ESB og Ísland mun ekki hafa ákvörðunarvald um aðgang erlendra aðila að Íslandshluta raforkumarkaðarins. ESB-lög munu ráða, ekki íslensk,og fyrirvarar um annað munu ekki halda gegn ofurvaldi Brusselreglna. Sæstrengur mun lúta ESB-reglum. Stjórnvöld gæta ekki hagsmuna Íslands um helstu auðlind þjóðarinnar og hræðslan við Brusselvaldið og ímyndaðar afleiðingar rekur íslensk stjórnvöld áfram. Stjórnvöld hafa ekki bent Brussel á að líta á sjókort og hnattstöðu Íslands í málinu en skýla sér á bak við álit fræðimanna við þessa stórpólitísku ákvörðun. Af er sem áður var á tímum þroskastríða. Innleiðing 3. orkupakkans færir orkuauðlindir landsins nær erlendum fjárfestum án aðkomu Íslands eða tillits til íslenskra almannahagsmuna. Með kvótann gerðist þetta í skrefum, nú er það með pökkum 3, 4, 5 og 6. Erlendir aðilar hafa þegar fjárfest í íslenskum orkufyrirtækjum, að ógleymdum uppkaupum á íslensku landi án nokkurrar mótstöðu stjórnvalda. Fiskiveiðiauðlindin var færð örfáum útgerðarmönnun með tilheyrandi hruni sjávarbyggða í landinu. Í framtíðinni gæti orkuauðlind Íslendinga orðið að stórum hluta í höndum innlendra og erlendra fjárfesta, til hagsbóta fyrir þá en ekki íslenskt samfélag með augljósum afleiðingum fyrir byggð í öllu landinu. Því sem sérhagsmunaöflum tókst með kvótakerfinu ætla núverandi stjórnvöld að leggja grunninn að með 3. orkupakkanum frá ESB. Kvótakerfið hefur byggt á því að stjórnmálamenn hafa getað skýlt sér á bak við fræðimenn, bæði hvað varðar bókhald og lífríki. Sjávarbyggðir landsins hafa ekki verið hluti af þeirri fræðiformúlu. Kvótaflokkarnir hafa verið dyggilega studdir af einnarskoðunarkerfi sem þeir hafa búið til með Ríkisútvarpið og dagblöðin tvö fremst í flokki. Vel rökstuddum tillögum um úrbætur er ekki svarað og þær jaðarsettar, slík er samfélagsumræðan. Nú síðast tillögur um frjálsar innfjarðaveiðar sem byggja á líffræði fjarðanna. (Sjá FTI.is 26.01.19) Sama er varðandi 3. orkupakkann. Íslenskt fræðimannasamfélag er hluti af embættismannakerfi landsins. Þegar Ísland fær dóma í mannréttindamálum erlendis kalla stjórnmálaleiðtogar eftir hjálp erlendra fræðimanna þegar heimatilbúni einnarskoðunarrétttrúnaðurinn býður hnekki. Verkalýðshreyfingin bjó við slíkan áróður fjölmiðla og innlendra fræðimanna í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru í höfn og hafði sigur engu að síður. Baráttan gegn 3. orkupakkanum er sama eðlis enda barátta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að lögleiða 3. orkupakkann og að Ísland verði hluti af innri raforkumarkaði ESB. Ísland, eyja í Norðurhöfum, er ekki tengd eða hluti af innra raforkumarkaði meginlands Evrópu. Kolefnalaus raforka mun skipta sköpum fyrir velmegun á Íslandi í framtíðinni. Með innleiðingu 3. orkupakkans afsalar Ísland sér ákvörðunarvaldi yfir mestu náttúruauðlind sinni í hendur ESB og Ísland mun ekki hafa ákvörðunarvald um aðgang erlendra aðila að Íslandshluta raforkumarkaðarins. ESB-lög munu ráða, ekki íslensk,og fyrirvarar um annað munu ekki halda gegn ofurvaldi Brusselreglna. Sæstrengur mun lúta ESB-reglum. Stjórnvöld gæta ekki hagsmuna Íslands um helstu auðlind þjóðarinnar og hræðslan við Brusselvaldið og ímyndaðar afleiðingar rekur íslensk stjórnvöld áfram. Stjórnvöld hafa ekki bent Brussel á að líta á sjókort og hnattstöðu Íslands í málinu en skýla sér á bak við álit fræðimanna við þessa stórpólitísku ákvörðun. Af er sem áður var á tímum þroskastríða. Innleiðing 3. orkupakkans færir orkuauðlindir landsins nær erlendum fjárfestum án aðkomu Íslands eða tillits til íslenskra almannahagsmuna. Með kvótann gerðist þetta í skrefum, nú er það með pökkum 3, 4, 5 og 6. Erlendir aðilar hafa þegar fjárfest í íslenskum orkufyrirtækjum, að ógleymdum uppkaupum á íslensku landi án nokkurrar mótstöðu stjórnvalda. Fiskiveiðiauðlindin var færð örfáum útgerðarmönnun með tilheyrandi hruni sjávarbyggða í landinu. Í framtíðinni gæti orkuauðlind Íslendinga orðið að stórum hluta í höndum innlendra og erlendra fjárfesta, til hagsbóta fyrir þá en ekki íslenskt samfélag með augljósum afleiðingum fyrir byggð í öllu landinu. Því sem sérhagsmunaöflum tókst með kvótakerfinu ætla núverandi stjórnvöld að leggja grunninn að með 3. orkupakkanum frá ESB. Kvótakerfið hefur byggt á því að stjórnmálamenn hafa getað skýlt sér á bak við fræðimenn, bæði hvað varðar bókhald og lífríki. Sjávarbyggðir landsins hafa ekki verið hluti af þeirri fræðiformúlu. Kvótaflokkarnir hafa verið dyggilega studdir af einnarskoðunarkerfi sem þeir hafa búið til með Ríkisútvarpið og dagblöðin tvö fremst í flokki. Vel rökstuddum tillögum um úrbætur er ekki svarað og þær jaðarsettar, slík er samfélagsumræðan. Nú síðast tillögur um frjálsar innfjarðaveiðar sem byggja á líffræði fjarðanna. (Sjá FTI.is 26.01.19) Sama er varðandi 3. orkupakkann. Íslenskt fræðimannasamfélag er hluti af embættismannakerfi landsins. Þegar Ísland fær dóma í mannréttindamálum erlendis kalla stjórnmálaleiðtogar eftir hjálp erlendra fræðimanna þegar heimatilbúni einnarskoðunarrétttrúnaðurinn býður hnekki. Verkalýðshreyfingin bjó við slíkan áróður fjölmiðla og innlendra fræðimanna í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru í höfn og hafði sigur engu að síður. Baráttan gegn 3. orkupakkanum er sama eðlis enda barátta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun