Ósvífni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. apríl 2019 10:00 Almenningur í landinu hefur sannarlega búið ansi lengi við það að launahækkanir renni beint út í verðlagið og verði að engu. Forsvarsmenn fyrirtækja sem kokhraustir hafa undanfarið tilkynnt um verðhækkanir á vörum sínum virðast sannfærðir um að þeir komist upp með þær. Sennilega hafa þeir í huga að svona hafi þetta nú lengi verið og þannig skuli það áfram vera. Kjarasamningar sem miða að því að bæta kjör þeirra sem lægstu launin hafa skulu gerðir að engu. Ósvífnin er algjör. Það er einkennilegt að þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem vilja skella sér í hækkanir á vörum sínum virðast alls ekki hafa neytendur í huga. Það er eins og þeir líti á neytendur sem viljalausa einstaklinga sem láti bjóða sér allt. Sannarlega er ekki hægt að ætlast til að allir forsvarsmenn fyrirtækja starfi eins og hinn knái framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sem hefur talað máli neytenda svo hraustlega að þeim forstjórum sem hafa græðgishugsun að leiðarljósi þykir nóg um, meðan almenningur í landinu tekur erindi hans fagnandi. IKEA nýtur velvilja meðal almennings og það er ekki síst Þórarni að þakka. Það á ekki að vera sjálfsagt mál að sprengja upp verð til þess eins að græða sem mest. Fyrirtæki sem það gera fá ekki á sig gott orð, þótt þar á bæjum hagi menn sér eins og þeir telji sig geta komist upp með hvað sem er. Neytendavitund er blessunarlega að aukast meðal þjóðarinnar. Þar hefur fólk eins og Þórarinn Ævarsson lagt sitt af mörkum. Ef fyrirtæki vilja að fólk nýti sér þjónustu þeirra verða þau að ávinna sér traust. Sum fyrirtæki kæra sig greinilega lítt um það en viðhorfið kann að breytast fari almenningur að sniðganga vörur þeirra. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur ekki útilokað að hvatt verði til þess. Það þarf þó ekki slíka forystu til, almenningur er fullkomlega fær um að taka málin í eigin hendur og beina viðskiptum frá fyrirtækjum sem láta sér á sama standa um hag neytenda. Fyrirtæki eiga að sýna þjónustulund. Viðhorfið til neytenda á að einkennast af velvilja í þeirra garð. Hugsunin á ekki að vera: Hversu mikið getum við nú komist upp með að okra á viðskiptavinum? Vitaskuld verða forsvarsmenn fyrirtækja að huga að hagnaði en það er ekki eins og eina ráðið til að ná honum sé að okra sem mest. Ef fyrirtæki vilja ná viðskiptavinum á sitt band verða þau að sýna að þeim sé umhugað um viðskiptavininn. Þar er auðurinn. Hótanir um verðhækkanir vegna skynsamlegra kjarasamninga lýsa nákvæmlega engri umhyggju. Þetta eru kjarasamningar sem byggja á því að hafa hemil á verðbólgudraugnum og eiga að stuðla að því að kaupmáttur aukist. Það er mikilvægt að um þessa kjarasamninga ríki sátt. En þá hefst vein frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem telja launahækkanir of miklar. Svo má velta því fyrir sér hvort stórfyrirtæki sem treysta sér ekki til að borga starfsmönnum mannsæmandi laun eigi ekki bara að loka. Sómakennd einkennir allavega ekki rekstur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Almenningur í landinu hefur sannarlega búið ansi lengi við það að launahækkanir renni beint út í verðlagið og verði að engu. Forsvarsmenn fyrirtækja sem kokhraustir hafa undanfarið tilkynnt um verðhækkanir á vörum sínum virðast sannfærðir um að þeir komist upp með þær. Sennilega hafa þeir í huga að svona hafi þetta nú lengi verið og þannig skuli það áfram vera. Kjarasamningar sem miða að því að bæta kjör þeirra sem lægstu launin hafa skulu gerðir að engu. Ósvífnin er algjör. Það er einkennilegt að þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem vilja skella sér í hækkanir á vörum sínum virðast alls ekki hafa neytendur í huga. Það er eins og þeir líti á neytendur sem viljalausa einstaklinga sem láti bjóða sér allt. Sannarlega er ekki hægt að ætlast til að allir forsvarsmenn fyrirtækja starfi eins og hinn knái framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sem hefur talað máli neytenda svo hraustlega að þeim forstjórum sem hafa græðgishugsun að leiðarljósi þykir nóg um, meðan almenningur í landinu tekur erindi hans fagnandi. IKEA nýtur velvilja meðal almennings og það er ekki síst Þórarni að þakka. Það á ekki að vera sjálfsagt mál að sprengja upp verð til þess eins að græða sem mest. Fyrirtæki sem það gera fá ekki á sig gott orð, þótt þar á bæjum hagi menn sér eins og þeir telji sig geta komist upp með hvað sem er. Neytendavitund er blessunarlega að aukast meðal þjóðarinnar. Þar hefur fólk eins og Þórarinn Ævarsson lagt sitt af mörkum. Ef fyrirtæki vilja að fólk nýti sér þjónustu þeirra verða þau að ávinna sér traust. Sum fyrirtæki kæra sig greinilega lítt um það en viðhorfið kann að breytast fari almenningur að sniðganga vörur þeirra. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur ekki útilokað að hvatt verði til þess. Það þarf þó ekki slíka forystu til, almenningur er fullkomlega fær um að taka málin í eigin hendur og beina viðskiptum frá fyrirtækjum sem láta sér á sama standa um hag neytenda. Fyrirtæki eiga að sýna þjónustulund. Viðhorfið til neytenda á að einkennast af velvilja í þeirra garð. Hugsunin á ekki að vera: Hversu mikið getum við nú komist upp með að okra á viðskiptavinum? Vitaskuld verða forsvarsmenn fyrirtækja að huga að hagnaði en það er ekki eins og eina ráðið til að ná honum sé að okra sem mest. Ef fyrirtæki vilja ná viðskiptavinum á sitt band verða þau að sýna að þeim sé umhugað um viðskiptavininn. Þar er auðurinn. Hótanir um verðhækkanir vegna skynsamlegra kjarasamninga lýsa nákvæmlega engri umhyggju. Þetta eru kjarasamningar sem byggja á því að hafa hemil á verðbólgudraugnum og eiga að stuðla að því að kaupmáttur aukist. Það er mikilvægt að um þessa kjarasamninga ríki sátt. En þá hefst vein frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem telja launahækkanir of miklar. Svo má velta því fyrir sér hvort stórfyrirtæki sem treysta sér ekki til að borga starfsmönnum mannsæmandi laun eigi ekki bara að loka. Sómakennd einkennir allavega ekki rekstur þeirra.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun