Best fyrir börnin - greinin í heild sinni Sigríður Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2019 10:00 Vinkona mín í Bandaríkjunum bauð sýrlenskum hjónum með tvö ung börn að búa í kjallaraíbúðinni sinni. Fjölskyldan hafði flúið stríðið í Sýrlandi og var búin að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Það var mikill sigur fyrir fjölskylduna að hafa komið sér frá angistinni í heimalandinu og þau voru tilbúin að takast á við líf í nýju landi. En svo tók alvaran við. Maðurinn sem er menntaður tannlæknir og hafði starfað sem slíkur í nokkur ár fær ekki menntun sína metna. Konan hafði verið í lögfræðinámi í Sýrlandi og átti aðeins einn áfanga eftir. Engir möguleikar eru fyrir hana að ljúka náminu í Bandaríkjunum. Hjónin hafa vanist því að setja sér há markmið. Hvert eiga þau nú að beina væntingum sínum þegar staða þeirra virðist svo vonlaus. Óskir þeirra um farsæld í nýju landi munu hugsanlega rætast ef börnin eiga möguleika á að stefna hátt og að láta drauma sína rætast. Lykillinn að því að slíkar vonir rætist er að börnin fái góða menntun. Fjölskyldan reiðir sig á að í skólastarfinu sé börnunum veittur stuðningur sem þau þarfnast, réttur stuðningur, markviss og árangursríkur. Kennsluhættirnir þurfa að miðast við það sem reynst hefur vel, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, því þá er best tryggt að börnin fái að blómstra í skólastarfinu. PISA-prófin eru lögð fyrir 15 ára nemendur víða um heim. Þeim er ætlað að mæla hversu vel þátttökuþjóðir undirbúa nemendur fyrir virka þátttöku í samfélaginu. Þar fást upplýsingar um hvaða þættir hafa reynst börnum af erlendum uppruna best því samhliða prófunum er upplýsinga aflað frá skólayfirvöldum og nemendum. Það kemur ekki á óvart að nemendur af erlendum uppruna mælast ekki með minni væntingar um að ljúka langskólanámi en innfæddir jafnaldrar þeirra. Það er þó afskaplega misjafnt hversu vel skólum tekst að koma til móts við óskir þessa nemendahóps í hinum ýmsu löndum. Árangursríkast reynist að bjóða nemendum af erlendum uppruna eins fljótt og hægt er upp á gæðakennslu í tungumáli skólasamfélagsins og að halda stuðningi áfram eins lengi og þörf er á. Það er einmitt færni í skólamálinu sem liggur til grundvallar og er samofin öllu skólastarfi. Ótal rannsóknir hafa beinst að árangursríkum kennsluháttum sem fela í sér gæðamálörvun. Mikið er í húfi, þessi nemendahópur þarf að reiða sig á að slíkt sé í boði í skólanum því misjafnt er hversu vel foreldrar eru í stakk búnir til að styðja börnin sín í náminu. Meðaltöl og hlutfallstölur sýna að nemendur hér á landi, með annað móðurmál en íslensku, ná almennt mjög litlum framförum í íslensku í gegnum leik- og grunnskólastarf, sem bendir til að þeir fái almennt ekki nægilega góðan stuðning í íslensku. Ég hef þó orðið vitni að gæðastarfi hjá íslenskum kennurum, sem foreldri, samkennari og rannsakandi, kennsluháttum sem einmitt fela í sér þætti sem rannsóknir hafa sýnt að skila bestum árangri. Við þurfum að gefa gæðakennslu gaum og efla hana enn frekar. Allir nemendur njóta góðs af og sérstaklega þeir sem nota annað mál en íslensku með fjölskyldu sinni. Margir kennarar og starfsmenn leikskóla glæða íslensk orð lífi í fjölbreytilegum viðfangsefnum. Í grunnskólum eru tekin fyrir áhugaverð umfjöllunarefni. Nemendurnir ræða mál frá ólíkum sjónarhornum, máta við fyrri reynslu sína og þekkingu, takast á og rökræða. Nemendurnir skrifa um málefnin og semja hrífandi texta. Virk notkun tungumálsins af þessu tagi er einmitt gæðamálörvun. Til að bestur árangur náist þarf að tryggja að hvert barn taki virkan þátt í starfinu hverja stund. Hættan er að börn sem skilja lítið dragi sig í hlé, sem leiðir til lítilla framfara. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn“ voru orð Guðna Th. Jóhannessonar forseta í ávarpi til þjóðarinnar áramótin 2017–2018. Við þurfum alltaf að velja það sem er best fyrir börnin. Sýrlensku foreldrarnir treysta á að börnin þeirra fái það besta og foreldrar barna hér á landi sem eiga annað móðurmál en íslensku.Fyrir mistök birtist aðeins hluti greinarinnar í gær. Hún er nú komin inn í heild sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Vinkona mín í Bandaríkjunum bauð sýrlenskum hjónum með tvö ung börn að búa í kjallaraíbúðinni sinni. Fjölskyldan hafði flúið stríðið í Sýrlandi og var búin að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Það var mikill sigur fyrir fjölskylduna að hafa komið sér frá angistinni í heimalandinu og þau voru tilbúin að takast á við líf í nýju landi. En svo tók alvaran við. Maðurinn sem er menntaður tannlæknir og hafði starfað sem slíkur í nokkur ár fær ekki menntun sína metna. Konan hafði verið í lögfræðinámi í Sýrlandi og átti aðeins einn áfanga eftir. Engir möguleikar eru fyrir hana að ljúka náminu í Bandaríkjunum. Hjónin hafa vanist því að setja sér há markmið. Hvert eiga þau nú að beina væntingum sínum þegar staða þeirra virðist svo vonlaus. Óskir þeirra um farsæld í nýju landi munu hugsanlega rætast ef börnin eiga möguleika á að stefna hátt og að láta drauma sína rætast. Lykillinn að því að slíkar vonir rætist er að börnin fái góða menntun. Fjölskyldan reiðir sig á að í skólastarfinu sé börnunum veittur stuðningur sem þau þarfnast, réttur stuðningur, markviss og árangursríkur. Kennsluhættirnir þurfa að miðast við það sem reynst hefur vel, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, því þá er best tryggt að börnin fái að blómstra í skólastarfinu. PISA-prófin eru lögð fyrir 15 ára nemendur víða um heim. Þeim er ætlað að mæla hversu vel þátttökuþjóðir undirbúa nemendur fyrir virka þátttöku í samfélaginu. Þar fást upplýsingar um hvaða þættir hafa reynst börnum af erlendum uppruna best því samhliða prófunum er upplýsinga aflað frá skólayfirvöldum og nemendum. Það kemur ekki á óvart að nemendur af erlendum uppruna mælast ekki með minni væntingar um að ljúka langskólanámi en innfæddir jafnaldrar þeirra. Það er þó afskaplega misjafnt hversu vel skólum tekst að koma til móts við óskir þessa nemendahóps í hinum ýmsu löndum. Árangursríkast reynist að bjóða nemendum af erlendum uppruna eins fljótt og hægt er upp á gæðakennslu í tungumáli skólasamfélagsins og að halda stuðningi áfram eins lengi og þörf er á. Það er einmitt færni í skólamálinu sem liggur til grundvallar og er samofin öllu skólastarfi. Ótal rannsóknir hafa beinst að árangursríkum kennsluháttum sem fela í sér gæðamálörvun. Mikið er í húfi, þessi nemendahópur þarf að reiða sig á að slíkt sé í boði í skólanum því misjafnt er hversu vel foreldrar eru í stakk búnir til að styðja börnin sín í náminu. Meðaltöl og hlutfallstölur sýna að nemendur hér á landi, með annað móðurmál en íslensku, ná almennt mjög litlum framförum í íslensku í gegnum leik- og grunnskólastarf, sem bendir til að þeir fái almennt ekki nægilega góðan stuðning í íslensku. Ég hef þó orðið vitni að gæðastarfi hjá íslenskum kennurum, sem foreldri, samkennari og rannsakandi, kennsluháttum sem einmitt fela í sér þætti sem rannsóknir hafa sýnt að skila bestum árangri. Við þurfum að gefa gæðakennslu gaum og efla hana enn frekar. Allir nemendur njóta góðs af og sérstaklega þeir sem nota annað mál en íslensku með fjölskyldu sinni. Margir kennarar og starfsmenn leikskóla glæða íslensk orð lífi í fjölbreytilegum viðfangsefnum. Í grunnskólum eru tekin fyrir áhugaverð umfjöllunarefni. Nemendurnir ræða mál frá ólíkum sjónarhornum, máta við fyrri reynslu sína og þekkingu, takast á og rökræða. Nemendurnir skrifa um málefnin og semja hrífandi texta. Virk notkun tungumálsins af þessu tagi er einmitt gæðamálörvun. Til að bestur árangur náist þarf að tryggja að hvert barn taki virkan þátt í starfinu hverja stund. Hættan er að börn sem skilja lítið dragi sig í hlé, sem leiðir til lítilla framfara. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn“ voru orð Guðna Th. Jóhannessonar forseta í ávarpi til þjóðarinnar áramótin 2017–2018. Við þurfum alltaf að velja það sem er best fyrir börnin. Sýrlensku foreldrarnir treysta á að börnin þeirra fái það besta og foreldrar barna hér á landi sem eiga annað móðurmál en íslensku.Fyrir mistök birtist aðeins hluti greinarinnar í gær. Hún er nú komin inn í heild sinni.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun