
Best fyrir börnin - greinin í heild sinni
Maðurinn sem er menntaður tannlæknir og hafði starfað sem slíkur í nokkur ár fær ekki menntun sína metna. Konan hafði verið í lögfræðinámi í Sýrlandi og átti aðeins einn áfanga eftir. Engir möguleikar eru fyrir hana að ljúka náminu í Bandaríkjunum. Hjónin hafa vanist því að setja sér há markmið.
Hvert eiga þau nú að beina væntingum sínum þegar staða þeirra virðist svo vonlaus. Óskir þeirra um farsæld í nýju landi munu hugsanlega rætast ef börnin eiga möguleika á að stefna hátt og að láta drauma sína rætast. Lykillinn að því að slíkar vonir rætist er að börnin fái góða menntun. Fjölskyldan reiðir sig á að í skólastarfinu sé börnunum veittur stuðningur sem þau þarfnast, réttur stuðningur, markviss og árangursríkur. Kennsluhættirnir þurfa að miðast við það sem reynst hefur vel, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, því þá er best tryggt að börnin fái að blómstra í skólastarfinu.
PISA-prófin eru lögð fyrir 15 ára nemendur víða um heim. Þeim er ætlað að mæla hversu vel þátttökuþjóðir undirbúa nemendur fyrir virka þátttöku í samfélaginu. Þar fást upplýsingar um hvaða þættir hafa reynst börnum af erlendum uppruna best því samhliða prófunum er upplýsinga aflað frá skólayfirvöldum og nemendum. Það kemur ekki á óvart að nemendur af erlendum uppruna mælast ekki með minni væntingar um að ljúka langskólanámi en innfæddir jafnaldrar þeirra. Það er þó afskaplega misjafnt hversu vel skólum tekst að koma til móts við óskir þessa nemendahóps í hinum ýmsu löndum. Árangursríkast reynist að bjóða nemendum af erlendum uppruna eins fljótt og hægt er upp á gæðakennslu í tungumáli skólasamfélagsins og að halda stuðningi áfram eins lengi og þörf er á.
Það er einmitt færni í skólamálinu sem liggur til grundvallar og er samofin öllu skólastarfi. Ótal rannsóknir hafa beinst að árangursríkum kennsluháttum sem fela í sér gæðamálörvun.
Mikið er í húfi, þessi nemendahópur þarf að reiða sig á að slíkt sé í boði í skólanum því misjafnt er hversu vel foreldrar eru í stakk búnir til að styðja börnin sín í náminu.
Meðaltöl og hlutfallstölur sýna að nemendur hér á landi, með annað móðurmál en íslensku, ná almennt mjög litlum framförum í íslensku í gegnum leik- og grunnskólastarf, sem bendir til að þeir fái almennt ekki nægilega góðan stuðning í íslensku.
Ég hef þó orðið vitni að gæðastarfi hjá íslenskum kennurum, sem foreldri, samkennari og rannsakandi, kennsluháttum sem einmitt fela í sér þætti sem rannsóknir hafa sýnt að skila bestum árangri. Við þurfum að gefa gæðakennslu gaum og efla hana enn frekar. Allir nemendur njóta góðs af og sérstaklega þeir sem nota annað mál en íslensku með fjölskyldu sinni.
Margir kennarar og starfsmenn leikskóla glæða íslensk orð lífi í fjölbreytilegum viðfangsefnum. Í grunnskólum eru tekin fyrir áhugaverð umfjöllunarefni. Nemendurnir ræða mál frá ólíkum sjónarhornum, máta við fyrri reynslu sína og þekkingu, takast á og rökræða.
Nemendurnir skrifa um málefnin og semja hrífandi texta. Virk notkun tungumálsins af þessu tagi er einmitt gæðamálörvun. Til að bestur árangur náist þarf að tryggja að hvert barn taki virkan þátt í starfinu hverja stund. Hættan er að börn sem skilja lítið dragi sig í hlé, sem leiðir til lítilla framfara.
„Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn“ voru orð Guðna Th. Jóhannessonar forseta í ávarpi til þjóðarinnar áramótin 2017–2018. Við þurfum alltaf að velja það sem er best fyrir börnin. Sýrlensku foreldrarnir treysta á að börnin þeirra fái það besta og foreldrar barna hér á landi sem eiga annað móðurmál en íslensku.
Fyrir mistök birtist aðeins hluti greinarinnar í gær. Hún er nú komin inn í heild sinni.
Skoðun

Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Jarðhiti jafnar leikinn
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Skipbrot Reykjavíkurborgar
Davíð J. Arngrímsson skrifar

Stóra klúður Íslands í raforkumálum
Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina?
Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar

Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar
Karl Arnar Arnarson skrifar

Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist
Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar

Græðgin, vísindin og spilakassarnir
Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Kjöt og krabbamein
Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar

Rektorskjör HÍ
Soffía Auður Birgisdóttir skrifar

Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Evrópusambandið og upplýsingalæsi
Ægir Örn Arnarson skrifar

Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun
Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar

Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála
Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar

Af hverju veljum við Silju Báru?
Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar

Við erum ekki Rússland
Sigmar Guðmundsson skrifar

Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands
Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar

Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar

Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Hver reif kjaft við hvern?
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra
Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar

Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ
Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar

Kjósum opnara grunnnám
Toby Erik Wikström skrifar

Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda
Ástráður Eysteinsson skrifar

Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands?
Ingileif Jónsdóttir skrifar

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Vopnakaup íslenska ráðamanna
Friðrik Erlingsson skrifar